#139 - Sigurjón Sighvatsson
Description
Sigurjón var poppstjarna, athafnamaður og íbúðareigandi - á meðan hann var í menntaskóla. Hann lauk bókmenntafræði, lærði kvikmyndagerð í Bandaríkjunum og hóf þar ótrúlegan feril sem framleiðandi þegar hann hann hitti á gullæð við framleiðslu tónlistarmyndbanda með kúnna á borð við Michael Jackson, Madonnu, Guns and Roses og fleiri.
Úr tónlistarmyndböndum yfir í auglýsingargerð (f. Nike, Pepsi, Coca Cola...) og svo kvikmyndagerð - Hollywood vildi bita af Sigurjóni Sighvatssyni.
Athafnamennskunni var hvergi lokið, Sigurjón flutti Domino's til Íslands, eignaðist hlut í Joe Boxer og keypti fyrirtæki sem gerði hlífðar- og vinnufatnað fyrir sjómenn að tískumerki sem allir Íslendingar þekkja í dag: 66° Norður.
Í viðtalinu er bransinn ræddur, kulnunin og 6 mánaða rúmlögn, innhverf íhugun, þegar Tarantino bauð Sigurjóni að framleiða Pulp Fiction, Nicolas Cage og tilfinningagreindin hans og drifið sem fólst í því að alast upp í skugga bróður síns.