DiscoverHeimskviður34 | Sænska leiðin, matarskortur í heiminum, og hver á Grænland?
34 | Sænska leiðin, matarskortur í heiminum, og hver á Grænland?

34 | Sænska leiðin, matarskortur í heiminum, og hver á Grænland?

Update: 2020-05-01
Share

Description

Í þrítugasta og fjórða þætti Heimskviðna bregðum við okkur til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Gautaborgar, þar sem Kári Gylfason fréttamaður býr. Kári flytur sinn fyrsta pistil fyrir Heimskviður og fjallar um það hvernig Svíar hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum. Nálgun Svía er þvert á það sem gert er í öllum sambærilegum samfélögum og hefur verið harðlega gagnrýnd. Dauðsföll í Svíþjóð af völdum Covid-19 eru margfalt fleiri en í grannlöndunum, þrefalt fleiri en í Danmörku, miðað við mannfjölda; sexfalt fleiri en í Noregi eða Finnlandi; og áttfalt fleiri en á Íslandi. Af hverju fara þau þessa leið og hvernig hefur það gengið?

Hundrað þrjátíu og fimm milljónir manna þjást af hungri í heiminum í dag og þau sem svelta á eftir að fjölga hratt á næstu misserum vegna COVID-19 faraldursins. Verð á matvælum er hluti af vandanum því það endurspeglar ekki allan framleiðslukostnað þeirra. Umhverfisáhrif eru bara að óverulegu leyti inn í verðinu segir Daði Már Kristofersson, umhverfishagfræðingur við Háskóla Íslands og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskólann tekur undir þetta. Bergljót Baldursdóttir fjallar um hvernig hægt sé að leysa það vandamál sem blasir við heimsbyggðinni að matarskortur er í sumum löndum en ofgnótt matar í öðrum.

Fyrir viku var tilkynnt að Bandaríkjastjórn ætlaði að veita Grænlendingum fjárstyrk sem nemur 12,1 milljón Bandaríkjadala, jafnvirði um 1,8 milljarðs króna. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði að styrkurinn ætti að nýtast við þróun efnahagsmála, sér í lagi hvað varðar náttúruauðlindir og menntun. Bogi Ágústsson fjallar um áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi og ræðir meðal annars við Albert Jónsson, sérfræðing í öryggismálum sem hefur verið sendiherra bæði í Washington og Moskvu.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Comments 
loading
In Channel
loading
00:00
00:00
1.0x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

34 | Sænska leiðin, matarskortur í heiminum, og hver á Grænland?

34 | Sænska leiðin, matarskortur í heiminum, og hver á Grænland?