56. Frá verkjum til visku – Viðtal við lækningakonu (Ana Bloom)
Description
Ljós kviknar á í öllum hornum hugans þegar Anna Bloom stígur inn og segir okkur frá ferli sem byrjar í líkamanum en endar í rýminu þar sem hugrekki, húmor og heilun mætast. Galdra og lækningakonan Ana Bloom hefur frá mörgu að segja og hagnýt galdaráð leynast í samtalinu sem má prófa strax—gulur pýramídi til að finna týndan hlut, grænn styrkur fyrir plöntuna sem á erfitt.
Ana afhjúpar hvernig plöntulækningar geta verið helgir kennarar sem krefjast samhengi, aga og leiðsagnar, og hvernig húmor andans heldur okkur mjúkum þegar við horfum á óreiðuna og röðum til.
Íslendingar óvenju margir hafa opið þriðja augað, þar sem næmni er rík en efasemdir landans eiga sér rót í menningu og sögu. Anna útskýrir orkusvið og hvernig agi, mörk og einlæg samskipti láta innsæið þjóna lífinu í stað þess að yfirtaka það.
Takk fyrir stuðninginn Íslandsbanki og Sjáðu Gleraugnaverslun
við kunnum að meta stuðninginn



