64. Steinn um Stein frá Steini til Steins (Steinn Steinarr)
Update: 2025-12-03
Description
Halldóra hefur tekið upp huggulegan lífsstíl og fræðir Steinunni um þær raunir sem hún hefur komist í við að gera hýbíli sín að tímaritaverðu ljósmyndaefni. Magga Erla Húsahvíslari kemur til sögunnar en hún kemur og galdrar inn á heimilum með því að færa til húsgögn, færa til myndir og leikur sér og endurnýtir eigur fólks sem fyrir er á staðnum - Kona með auga eins og Steinunn segir. Fyrrilíf eru til umræðu enda varð Steinunn fyrir þeirri merkilegu reynslu að reyna það líkamlega að hafa verið skopparakringla í fyrra lífi. Draumar um nýjar útflutningsvörur eru reifaðir og svo sökkva þær stöllur sér ofan í nokkur ljóð Steins Steinarrs sem mörg eru svo óheyrilega skemmtileg.
Comments
In Channel



