Hluthafaspjallið | S02E27 | Veiðigjöldin grafa undan arðsemi sjávarútvegsins
Description
Síldarvinnslan birti uppgjör sitt í vikunni en kannski vakti mesta athygli gagnrýni forstjórans, Gunnþórs Ingvasonar, um átökin um veiðigjöld á tímabilinu og að arðsemi greinarinnar væri ónóg. Gunnþór sagði að það lægi nú fyrir að arðsemi eiginfjár í sjávarútvegi sé ekki ásættanleg í samanburði við aðrar atvinnugreinar. Í allri umræðu um arðsemi hefur algjörlega verið horft framhjá þeirri miklu fjárbindingu og fjárfestingarþörf sem er í sjávarútvegi umfram margar aðrar greinar. Ritstjórarnir benda á að stjórnvöld kusu að hafa varnarorð greinarinnar að engu og héldu sínu striki með stórhækkun veiðigjalda en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi 14. júlí síðastliðinn. Það sem blasir nú við er að sjávarútvegurinn verður að aðlaga sig að breyttu umhverfi eins og við sjáum nú þegar í uppsögnum. Því miður mun hækkun veiðigjalda kalla á aðgerðir hjá fyrirtækjunum, þetta kemur fram í samdrætti í fjárfestingum og hagræðingu í rekstri. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/