Hluthafaspjallið | S02E30 | Brim tekur heila skeið af Lýsi og spennandi tímar framundan
Description
Ein eftirtektaverðustu fyrirtækjakaup ársins áttu sér stað þegar Brim hf. keypti allt hlutafé Lýsis hf. fyrir samtals 30 milljarða króna. Ritstjórarnir, Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson, fara vandlega yfir kaupin, aðdragandann, sögu félagsins og hvaða áhrif hækkun veiðileyfagjalda hefur á söluna. Kaupverðið mun skiptast jafnt í reiðufé og hlutabréf í Brim hf. Frá heildarverðmæti hlutafjár dragast vaxtaberandi skuldir Lýsis hf. sem námu rúmum 5,2 milljörðum króna þann 30. júní 2025. Fréttir voru af því að um skeið hefðu menn skoðað möguleika á að skrá Lýsi í Kauphöllina en að endingu lagði Brim fram tilboð sem ekki var hafnað. Erlendir aðilar höfðu áhuga en það er fagnaðarefni að félagið verði áfram í íslenskri eigu. Um leið styrkist hluthafahópur Brims og kaupin styrkja hráefnisstöðu Lýsis og færa Brim lengra upp virðiskeðju sjávarafurða.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/