Hluthafaspjallið | S02E35 | Áhugavert að fá Landsbankann og Landsvirkjun í skráningu
Description
Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir í samtali við Sigurð Má Jónsson að mikil tækifæri séu í skráningu ýmissa stærri fyrirtækja í eigu ríkisins og tiltekur þar sérstaklega Landsbankann og Landsvirkjun. Nú þegar flest fjármálafyrirtæki landsins eru skráð í kauphöllina er margt sem bendir til þess að það geti verið heppilegt að spegla rekstur Landsbankans við rekstur annarra fjármálafyrirtækja í kauphöllinni. Um leið gæti Landsbankinn verið áhugaverð fjárfesting og sala á hlutnum fært ríkissjóði mikilvægar tekjur. Skráning Landsvirkjunar myndi auka vægi kauphallarinnar verulega að sögn Magnúsar og draga að athygli erlendra fjárfesta og greinanda. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/






















