DiscoverVeistu hvað?
Veistu hvað?
Claim Ownership

Veistu hvað?

Author: RÚV

Subscribed: 314Played: 3,135
Share

Description

Veistu hvað? er vikulegur þáttur um alls konar sem þú veist ekkert um, veist mjög mikið um, ættir að vita meira um eða er bara einfaldlega skemmtilegra að vita. Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir reyna að leiða þig (og hvort annað) í sannleikann, sem tekst yfirleitt betur með hjálp góðs gests. Þátturinn er á dagskrá RÚV streymisins, öll fimmtudagskvöld klukkan 21.
48 Episodes
Reverse
ASMR

ASMR

2018-05-3101:00:00

Veistu hvað ASMR stendur fyrir? Það vita Gummi og Vigdís allavega... núna. Rætt er um svokallað „heilakitl“, tilkomu hugtaksins, samfélag ASMRara og fleira áhugavert. Gummi og Vigdís reyna að lýsa tilfinningu sem þau finna ekki sjálf en fá íslenska ASMR-listamanninn Ingibjörgu Aldísi Hilmisdóttur til að hjálpa sér. Hún er einnig þekkt sem Nordic Whisper í ASMR-heiminum. Linkur á YouTube-rás Ingibjargar: https://www.youtube.com/channel/UCgwJntW3LwxouttnTcaZ3Zw Uppáhalds ASMR-myndband Vigdísar: https://www.youtube.com/watch?v=orD6yIilR0A&t=384s Umsjónarmenn og klipping: Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir Stef: Bjarmi Hreinsson
D&D

D&D

2018-06-0701:00:00

Veistu hvað þú átt að gera þegar tröllið neitar að hleypa þér yfir brúna? Gummi og Vigdís reyna að komast að því í þætti sem fjallar um spunaspilið Dungeons and Dragons (ísl. Drekar og dýflissur). Gummi lærir um tilkomu spilsins, gagnrýni í gamla daga og jákvæð áhrif þess í dag og Vigdís lærir enska orðið „barbarian“. Gestur þáttarins er Þorsteinn Mar Gunnlaugsson erkinörd og stjórnandi facebookhópsins Roleplayers á Íslandi. Alea iacta est! Umsjónarmenn og klipping: Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir Stef: Bjarmi Hreinsson
Skátar

Skátar

2018-06-1401:00:00

Veistu hvað skátar taka með sér í ljós? Svarið kemur í ljós (hehe) í þessari skátasprengju! Gummi var eitt sinn skáti og þarf ekki að vera það ennþá frekar en hann vill, en Vigdís hefur aldrei verið í skátunum þrátt fyrir einkar skátalegt yfirbragð. Inga Auðbjörg Straumland kíkir í heimsókn og kennir Gumma og Vigdísi eitt og annað um útilegur, tevur og skátaútgáfur af gömlum Eurovisionlögum! Umsjónarmenn: Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir Stef: Bjarmi Hreinsson
Chili

Chili

2018-06-2101:00:00

Veistu hvað sterkasti chili pipar í heiminum heitir? Hefurðu heyrt um Chili Klaus? Það veit Vigdís ekki eða neitt annað um chili-bylgjuna sem hefur tröllriðið netheimum síðustu misseri. Gummi er hinsvegar búinn að rannsaka kapsaísín og Scoville skalann og með hjálp Björns Teitssonar chili-sérfræðings reyna þau að komast til botns í því hvers vegna fólk leggur á sig þá þolraun að borða ómannlega sterka pipra. Tenglar: Facebook-hópurinn Ég ann chili: https://www.facebook.com/groups/268766466581646/ Vúlkan vefverslun: http://vulkan.karfa.is/ Umsjónarmenn: Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir Stef: Bjarmi Hreinsson
LiFe Stream

LiFe Stream

2018-06-2801:00:00

Veistu hvað er pirrandi að gera sér ferð að kaffikönnu sem er svo tóm!? Gummi og Vigdís velta fyrir sér beinni útsendingu og spennunni, en jafnframt áhættunni, sem fylgir því að sýna líf sitt í beinni. Aron Már Ólafsson, oft þekktur sem Aronmola, deilir reynslu sinni af ólíkum miðlum og ráðum til þáttastjórnenda um hvað þurfi til að halda áhorfendum áhugasömum. Umsjónarmenn: Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir Stef: Bjarmi Hreinsson
Hagmælska

Hagmælska

2018-07-0501:00:00

Veistu nú hvað vísa er? því Vigg'og Gummi svara hlaðvarpsþáttinn þennan hér skalt hlust'á - ekki fara! Vigdís og Guðmundur reyna að átta sig á algengustu bragarháttum á Íslandi eins og ferskeytlunni góðu sem er notuð í elstu rímum Íslands. Greindarvísitala Guðmundar tekur stökk við nýja og hávísindalega aðferð og Vigdís fer á lúða-egotripp. Svona geta kvæðin kallað fram ólíka þætti í manni. Hagyrðingurinn Unnur Halldórsdóttir kíkti í heimsókn og henti frá sér sögum og fyrripörtum án vand-kvæða. Umsjónarmenn: Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir Stef: Bjarmi Hreinsson Sérstakar þakkir fær Ragnar Ingi Aðalsteinsson.
Hundarækt

Hundarækt

2018-07-1201:00:00

Veistu hvað eru til mörg hundakyn í heiminum? Það veit Vigdís en það gerir hana ekki hæfari hundapassara. Guðmundur fær skýrari mynd af hundAsýningum og hleypir fram nýrri hlið sinni sem sálgreinir. Gestur þáttarins er Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, hundaræktandi og -eigandi. Hún segir frá starfi félagsins, ræktun á Íslandi og kostum þess að eiga lítinn eða stóran ferfætling. Þáttur þessi er tileinkaður Birtu. Umsjónarmenn og klipping: Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir Stef: Bjarmi Hreinsson
Skrafl

Skrafl

2018-07-1901:00:00

Veistu hvað kúlomb er? Ekki Hildur Lilliendahl heldur, en hún er samt með það skrifað í sérstakt skjal í símanum sínum. Skjal sem er fullt af skrítnum orðum sem hún reynir að læra utanbókar, því hana grunar að einn daginn muni gagnast henni að geta lagt KÚLOMB fyrir fullt fullt fullt af stigum í mikilvægum skraflleik. Í þætti dagsins fræðast Guðmundur og Vigdís um skrafl-samfélagið á Íslandi, tildrög þess að nýr orðapoki er nú notaður í íslensku skrafli og ástæðu þess að Lenku-verðlaunin eru afar eftirsótt hjá ákveðnum skröflurum. Veistu hvað? er vikulegur þáttur um alls konar sem þú veist ekkert um, veist mjög mikið um, ættir að vita meira um eða er bara einfaldlega skemmtilegra að vita. Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir reyna að leiða þig (og hvort annað) í sannleikann, sem tekst yfirleitt betur með hjálp góðs gests. Þátturinn er á dagskrá RÚV streymisins, öll fimmtudagskvöld klukkan 21. Stef: Bjarmi Hreinsson
Súrdeigsbrauð

Súrdeigsbrauð

2018-07-2601:00:00

Veistu hvað er erfitt að skera súrdeigsbrauð? Gummi veit hvað það reynir á og heldur að það sama gildi um að tala um brauð í klukkutíma. En viti menn! Brauð á sér fleiri hliðar en botninn. Það er heimspekilegt, sögulegt, trúarlegt, samfélagslegt, nú og auðvitað skemmtilegt! Gestur þáttarins er Ragnheiður Maísól, súrdeigsnörd, bloggari og listakona. Hún talar um hveiti, hita, tímann og vatnið og opnar sig um samband sitt við mæður sínar. Umsjónarmenn: Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir Stef: Bjarmi Hreinsson
Survivor

Survivor

2018-08-0201:00:00

Veistu hvað þarf til að verða bestur í Survivor? Vigdís og Gummi reyna að skilja hvað það er sem gerir þessa þætti svo vinsæla að seríurnar verða bráðum orðnar 37 talsins. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson kíkir í heimsókn og ræðir taktík, pólitík og sambandsslit sem hafa orðið í þessum leik sem virðist sakleysislegur í fyrstu, en háalvarlegur þegar betur er að gáð. Stef: Bjarmi Hreinsson
ABBA

ABBA

2018-08-0901:00:00

Veit mamma þín hvað „þriðja hlustunarstig ABBA“ er? Samkvæmt gesti þáttarins, Adolfi Smára Unnarssyni er hún að öllum líkindum á því núna. Gummi og Vigdís tala um upphaf, miðju og endi ABBA áður en Adolf Smári (Dolli) stígur inn og gýs upp fróðleik og sítrónukristal. Hann greinir þessa farsælu hljómsveit sem fagurfræðilegt fyrirbrigði þar sem sænsk þjáning er klædd í þröngan glimmerbúning. Umsjónarmenn: Guðmundur Felixson og Vigdís Hafliðadóttir Stef: Bjarmi Hreinsson
Drag

Drag

2018-08-1601:00:00

Veistu hvað Meatball, Hedda Lettuce og David LaPoop eiga sameiginlegt? Þær eru allar dragdrottningar! Sú síðastnefnda er reyndar ekki til í alvörunni en við hvetjum verðandi dragdrottningar að nýta þetta stórkostlega nafn. Í þættinum í dag fjöllum við um drag. Sigurður Heimir Guðjónsson, betur þekktur sem Gógó Starr kíkir í heimsókn og við lærum um Siggu flipp, sem er hlédræg skrifstofudama sem elskar að fara á froðudiskótek.
Að rusla

Að rusla

2018-08-2301:00:00

Veistu hvað það er mikið af mat í heiminum sem fer til spillis? Spoiler alert: Það er einn þriðji af öllum þeim mat sem við framleiðum. Í þættinum í dag fjöllum við um hina pólitísku gjörð að rusla (e. dumpster diving). Hlynur Steinsson ruslmeistari og freeganisti segir okkur frá heitasta gámnum í bænum og gefur hlustendum nokkur ráð um hvernig megi lifa lífi sínu án þess að kaupa hluti. Spoiler alert: Þar koma óskilamunir mikið við sögu.
Skylmingar

Skylmingar

2018-08-3001:00:00

Veistu hvað má ekki gera í skylmingum? Gummi kemst að því en tileinkar sér ekki þann drengskap sem tíðkast í þessari merku íþróttagrein sem keppt var í á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum. Gestur þáttarins er Þorbjörg Ágústsdóttir, margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari í höggsverði og fyrrum þjálfari Vigdísar. En garde, prêt, allez!
Twitter

Twitter

2018-09-0601:00:00

Veistu hvað þarf til að vera fyndinn á Twitter? Það vita Gummi og Vigdís ekki en þeim tekst samt að tala mjög mikið um það. Berglind Festival twitterstjarna segir okkur sín myrkustu tístleyndarmál og Steiney Skúla og Villi Neto ofurnotendur koma líka við sögu. #twitter #podcast #podcastlife #funny
Að fara í sund

Að fara í sund

2018-09-1301:00:00

Veistu hvað Ísland á marga ólympíufara í sundi? Ekki Vigdís og Gummi enda er það ekki til umræðu í þættinum. Umræðuefnið er ekki íþróttagreinin, ekki sagan, ekki hringrásarkerfi sundlauga. Bara að fara í sund. Auk nokkurrra staðreynda að vísu. Gestur þáttarins er að þessu sinni hvorki áhugamanneskja né sérfræðingur um efnið. Hún heitir Rannveig Lind Bjargardóttir og hún fílar einfaldlega ekki að fara í sund .
K-pop

K-pop

2018-09-2001:00:00

Veistu hvað BTS, HOT og EXO eiga sameiginlegt? Veistu hvers vegna svona mörg nöfn á K-pop hljómsveitum eru skammstafanir? Vigdís er ekki sannfærð um gæði tónlistarinnar en Gummi reynir að sannfæra hana um gæði þessarar geysivinsælu tónlistarstefnu. Aldís Amah Hamilton kíkir í heimsókn og ræðir hinar ljósu og myrku hliðar kóreska tónlistarbransans og við heyrum mjög margar útgáfur af Gangnam Style. Eiginlega allt of margar útgáfur af Gangnam Style.
Réttir

Réttir

2018-09-2701:00:00

Veistu hvað fjallkóngur gerir? Gummi og Vigdís vissu það ekki þó svo að réttir og smölun séu enn í dag stór hluti af hausti fjölmargra Íslendinga. Líneik Jakobsdóttir, gestur þáttarins, segir frá eirðarleysi í smölun, marblettum og túristum í réttum. Rétt er að vara við miklu orðagríni. Haha RÉTT! Viltu dilk?
CrossFit

CrossFit

2018-10-0401:00:00

Veistu hvað eru mörg CrossFit box í heiminum? Það eru allavega fleiri CrossFit box á Íslandi en armbeygjurnar sem Vigdís getur tekið í röð. Gummi og Vigdís fræðast um vörumerkið sem hefur tröllriðið líkamsræktarheiminum og laðað að sér brjálæðinga - nei, afsakið - þátttakendur úr öllum áttum. Evert Víglundsson, einn upphafsmaður CrossFit á Íslandi, talar um hreyfingu af svo mikilli sannfæringu að Gummi og Vigdís enda með að kíkja á æfingu.
Memes

Memes

2018-10-1101:00:00

Veistu hvað lagið All Star með Smashmouth passar vel við Glaðasti hundur í heimi? Umræðuefni þáttarins er fyrirbærið „meme“ (ísl. mem, jarm, farandbrandari, mím) í öllu sínu veldi! Nei kannski í hálfu sínu veldi. Eða jafnvel bara einum nítugasta. Þetta er flókið dæmi. Á meðan Vigdís segir Gumma frá uppruna orðsins, upphafi meme-sins og reynir að rekja söguna hatar Gummi internetið. Karl Ólafur Hallbjörnsson meme-nörður kemur með heimspekilegar vangaveltur um fyrirbærið, greinir frá myrkum hliðum þess og lætur Gumma hata internetið enn meira. EN. Svo er sungið!
loading
Comments (1)

Sæmundur Rögnvaldsson

Ótrúlega skemmtilegt og fróðlegt podcast. Mæli með!

Jun 17th
Reply
Download from Google Play
Download from App Store