DiscoverFjölskyldan ehf.
Fjölskyldan ehf.
Claim Ownership

Fjölskyldan ehf.

Author: Margrét Pála og Móey Pála

Subscribed: 68Played: 905
Share

Description

Margrét Pála og Móey Pála spjalla saman um fjölskylduna ehf, heimilislíf, uppeldi og er ekkert mannlegt óviðkomandi í þessu einlæga og skemmtilega hlaðvarpi. Fleiri fjölskyldumeðlimir kveða sér líka hljóðs enda er um Fjölskylduna ehf. að ræða. Margrét Pála setur sig í stellingar sem amma, senn langaamma og fær dótturdóttirin Móey Pála tækifæri til að spyrja ömmu um allt sem verðandi mæður velta fyrir sér 😊 Þær hafa kallað sig ömmgur (amma og dótturdóttir) frá því Móey var lítil stúlka en þær hafa alla tíð átt afar sterkt og sérstakt samband. Hlustendur fá einnig einstakt tækifæri til að kynnast því og fylgja meðgöngu Móeyjar og öllu sem fylgir þessu hamingjuríka og í senn krefjandi hlutverki; foreldrahlutverkinu! Margrét Pála, eða Magga Pála eins og hún er landsmönnum kunn, er frumkvöðull í menntamálum á Íslandi, höfundur Hjallastefnunnar og ötull talsmaður barna. Hún brennur fyrir uppeldi sem og Móey Pála, dótturdóttir hennar, en hún er uppeldis- og menntunarfræðingur.Tónlistarstef þáttarins er eftir Valgeir Guðjónsson og þættirnir eru teknir upp í stúdíó Lubba Peace undir stjórn Inga Þórs Ingibergssonar.

63 Episodes
Reverse
Nýtt líf kviknar

Nýtt líf kviknar

2020-04-2831:14

Magga Pála er að verða LANGamma! Hún fékk elsta barnabarnið, tilvonandi móðurina með sér í hlaðvarpsgerð. Hér í fyrsta þætti spjalla þær um heimsbyltinguna og hamingjuna sem fylgir hverju nýju barni, um Fjölskylduna ehf, verkaskiptingu á heimili og allt uppeldis stússið sem fylgir fyrstu mánuðunum. Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Fleiri fjölskyldumeðlimir taka til máls með MP-unum um Kórónaveiruna. Mamman með börnin fimm lýsir ástandinu á heimilinu í sóttkví. Sú 14 ára hefur áhyggjur af eldra fólkinu í fjölskyldunni en þeirri 7 ára þykir veiran ekki bara neikvæð. Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
MP-in hugleiða tilveruna eftir að barnið mun fæðast. Þarf barnið sér herbergi, hvað með hjálpartæki eins og snuddu og pela? Á alltaf að bregðast við gráti ungbarna og á fólk að skipta sér af annarra manna börnum?Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Nú spjalla MP-in um röð, reglu og rútínu í uppeldin. Þar á meðal er samræming innan fjölskyldu, hlusta afi og amma á ungu foreldrana? Og hvað með kyn barnsins, skiptir það einhverju máli?Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Tilvonandi foreldrar ákveða hvort þeir vilja vita um kyn barnsins og hvort og hvernig eigi að láta aðra vita af kyninu. Af hverju skiptir þetta svona óskaplega miklu máli, hvernig er staðan með gömlu kynhlutverkin og hvað með fleiri kyn en bara þessi tvö hefðbundnu?Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Ungabörn eru svo ógn viðkvæm og bjargarlaus og viðkvæmnin fer ekkert frá þeim þótt árunum fjölgi. Þess vegna er erfitt að hafa marga forseta í skólanum og smáræðis áfall í samskiptum getur haft meiri áhrif en við fullorðna fólkið áttum okkur á.Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Amman kemur úr felum með framtíðarplönin, tilvonandi foreldrar deila reynslu og upplifun af ólíkum bakgrunni og hvernig pabbinn upplifir sig öruggari á Íslandi en í lögregluríkinu USA. Loks velta hjónakornin því fyrir sér hvernig verður að eignast barn af blönduðum kynþætti.(Helmingur þáttarins er á ensku).Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Stækkandi bumba og þreyta gerir vart við sig hjá verðandi móður en verður hún ekki að harka af sér og vinna fram á síðasta dag? Amman deilir smíðareynslu og loks missa þær sig í umræðu um mátt og vald tugumálsins og orðanna sem við veljum að nota með börnum. Katlan hefur skýra sýn á orðanotkun og á vel valin lokaorð.Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Grundvallarfærni á fyrstu æviárunum er að læra að ganga, að tala - og haga sér vel í samskiptum. Allt þetta lærist af góðum fyrirmyndum, stuðningi, hvatningu og eftirfylgd - en hegðunarþjálfunin gleymist. Hvernig eru aðstæður fyrir hegðunarþjálfun? Hver á að gæta barnsins? Má ekki ruglast og gera gott úr öllu? Munum að lífið er dálítið rugl.Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Nú tekur hin 7 ára Katla við af stóru systur sinni sem uppeldislegur ráðgjafi í umræðu um tilfinningar. Eru ekki allar tilfinningar í boði? Og eru börn ekki jafn frábær þótt þau séu ekki alltaf glöð? Og hvað er til ráða hjá 7 ára ungmenni sem tekst á við tilfinningar sínar?Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Tvær systur og amma mættu á gullvagninum í stúdíóið - raunverulega úti að aka, nokkuð sem þær þekkja vel innan sinnar ADHD fjölskyldu. Þær trúa hlustendum fyrir vandræðalegum augnablikum í hvatvísi sinni og mótstöðuþrjóskuröskun og einhverfurófið kemur líka til umræðu. En spurt er; af hverju þarf þessi hugtök og greiningar yfirhöfuð?Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
6 vikur þar til nýja barnið fæðist og tilvonandi móðir þrjóskast við í fullri vinnu. Amman snýr aftur úr sumarfríi eftir rúmlega tveggja vikna fjör fyrir norðan, lengsta sumarfrí hennar í 20 ár. “Baby Shower” er framundan og hvað á það fyrirbæri að heita á íslensku? Og hvað með ADHD og lyfjagjöf?Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Verslunarmannahelgi og sumarfrí enn í algleymingi, ekki öllum til jafn mikillar gleði og hamingju. Sumir fylgja fyrirmælum ríkisstjórnarinnar og ferðast um landið, aðrir eru að vinna og enn aðrir ,,mygla" í sófanum. Góður gestur kemur í þáttinn og tekur þátt í sumarfrísumræðunni.Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Hvaða foreldri á það ekki til að gleyma sér í símanum? Börn eiga að vera litlir athyglisrukkarar sem berja á símadyrnar þegar þau finna að foreldrar hverfa inn í annan heim og hafa þar með yfirgefið þau. Munið að hamingjan á heimilinu og gæði parasambandsins er mesti áhrifavaldurinn fyrir þroska og velferð barnsins. Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Áramót í aðsigi

Áramót í aðsigi

2020-08-1632:42

Hin dásamlega óregla sumarfrísins er nú víkjandi rétt eins og björtu næturnar. Nú þarf röð, reglu og rútínu til að öllum börnum takist sem best til í opinbera lífinu í leik- og grunnskólum. Fjölskyldan og skólarnir bera ábyrgð á að byggja upp öruggt kærleiksríkt samband sín á milli svo að öllum geti liðið sem best. Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Ástfangin enn á ný

Ástfangin enn á ný

2020-08-3032:13

Barnið er fætt! Það þýðir að Magga Pála er orðin langamma og Móey Pála er orðin mamma. Magga Pála segir frá fæðingu dóttur sinnar, þá elstu dóttur hennar og loks nýfædda barninu. Hvað er líkt með öllum þessum fæðingum? Hvað er ólíkt?Einnig ræðir Magga Pála handtök og siði sem erfast á milli kynslóða og þá vinnu sem fer í að halda því sem er af hinu góða og því sem raunverulega þarf að sleppa.Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Ömmgurnar þrjár, Magga Pála, Móey Pála og sú nýfædda, komu í hljóðver ásamt föðurnum nýbakaða honum David. Foreldrarnir segja hlustendum fæðingarsöguna og hvaða tilfinningar bærðust innra með þeim. Einnig ræða þau hvernig lífið er núna með nýjum fjölskyldumeðlim og hvernig það er að vera með nýfætt barn á tímum Covid. Hvernig er svo lífið með barninu? Hvernig gengur að drekka? En að sofa? Skiptast mamma og pabbi á? Sú sem er yngst og best á bænum, fær hún að stjórna?Athugið kæru vinkonur og vinir að þátturinn er á ensku.//The great grandmother Magga Pála, the parents Móey Pála and David came to the studio with the newborn baby girl. The parents share the birth story and talk about all the emotions that are entwined with this miracle. They also talk about how life has changed after the birth and what it is like to have a new born baby during the times of Covid. Listeners also get a glimpse of the breastfeeding, sleeping routine and who it is that actually controls life these days.Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Magga Pála, Móey Pála og sú litla spjalla saman í hljóðveri. Þær ræða tilfinningatengsl, vinnuna að vera í fæðingarorlofi og hvernig lífið aðlagast nýjum einstaklingi. Magga Pála segir tilfinningaþrungna sögu af rofnum tilfinningatengslum, hversu erfið lífsbaráttan gat verið árum áður og hversu mikið hefur breyst til hins betra. Hafið vasaklút við hendina kæru hlustendur. Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Fjórar kynslóðir sátu saman í hljóðveri og ræddu hvernig síprjónandi nýbökuð amma upplifir sitt hlutverk. Þær ræddu einnig eitthvað sem er alveg nýtt í fjölskyldunni: spennuna yfir því hvernig litla stúlkan verður á litinn. Þarf að tala um ólíkt litaraft? Og hvernig er rétt að nálgast það? Mikilvægt og hjartnæmt spjall sem endranær. Hlustið kæru vinir og munið að gefa þættinum stjörnur og deila honum áfram. Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
Róhildur Slök

Róhildur Slök

2020-09-2635:26

Mál málanna er nafn litlu stúlkunnar, hvað á barnið að heita? Hvernig á að velja rétt nafn? og skiptir nafnið máli upp á persónuleika barnsins? Í lok þáttarins fær Katla að deila nafninu með ykkur. En ömmgurnar ræða margt fleira og ekki síður mikilvægt. Nú er Móey Pála ein heima á daginn með litlu stúlkuna og David er farinn að vinna. Hvernig skiptast þá heimilisverkin? Og hvernig er að aðlagast nýjum takti?Fjölskyldan ehf á InstagramFjölskyldan ehf á facebookStyrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn. Fjölskyldan ehf á facebook Fjölskyldan ehf á InstagramNetfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com
loading
Comments (1)

Heiða Lára

En hvað þetta er skemmtilegt og einlægt viðtal, svo rétt og satt.

Jul 12th
Reply
Download from Google Play
Download from App Store