DiscoverHeitt á könnunni með Ása
Heitt á könnunni með Ása
Claim Ownership

Heitt á könnunni með Ása

Author: Ási

Subscribed: 438Played: 6,509
Share

Description

Ási heldur áfram að spjalla á léttu nótunum við áhugavert fólk sem tengist á einn eða annan hátt.
49 Episodes
Reverse
Tónlistarfólkið og vinirnir Elín Sif Hall og Reynir Snær Magnússon mættu til mín í virkilega áhugavert og skemmtilegt spjall um tónlistina og lífið yfir rjúkandi heitum kaffibolla.Elín er nýútskrifuð leikkona og getur fólk séð hana á leika listir sínar í borgarleikhúsinu í sýningunni 9 líf. Ásamt leiklistinni er Elín frábær tónlistarkona en hefur hún gefið út mörg lög og er eitt hennar vinsælasta lag lagið vinir sem fengið hefur að hljóma á útvarpsstöðum undanfarið.Reynir er gítarséní og er h...
#48 - Diljá & Steini

#48 - Diljá & Steini

2023-06-0101:22:34

Söngkonan, orkuboltinn og eurovision farinn Diljá Pétursdóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt vini sínum og samstarfsmanni, tónlistarmanninum og söngvaranum Þorsteini Helga Kristjánssyni og var að sjálfsögðu rjúkandi heitt á könnunni.Eins og allir íslendingar ættu að vita flutti Diljá framlag íslands í Eurovision þetta árið og stóð hún sig ekkert eðlilega vel með kraftmikilli framkomu sinni á sviðinu. Þorsteinn er einnig söngvari úr Garði og gefur Diljá ekkert eftir o...
Tónlistarmennirnir og vinirnir Júlí Heiðar Halldórsson og Kristmundur Axel Kristmundsson mættu til mín í stórskemmtilegt spjall um tónlistina, lífið og tilveruna og var að sjálfsögðu boðið upp á rjúkandi heitt á könnunni og með því.Júlí Heiðar hefur verið að gera það virkilega gott í íslensku tónlistarsenunni undanfarin ár en er hann svo sannarlega ekki við eina fjölina felldur en er hann einnig menntaður leikari ásamt því að vera bankastarfsmaður hjá Arion Banka í fullu starfi.Kristmundur Ax...
Frumkvöðlarnir, business píurnar og vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir mættu til mín í stórskemmtilegt spjall og var að sjálfsögðu boðið uppá rjúkandi heitt kaffi og meðí.Eyrún og Olga hafa verið bestu vinkonur frá því þær voru saman í 8. bekk í Árbæjarskóla en hefur sú vinátta þróast yfir í frábært samstarf sem hófst allt þegar þær voru saman í fæðingarorlofi og hönnuðu Minningarbókina sem óx heldur betur í höndunum á þeim og stofnuðu þær saman barnavöruverslunin...
Leikarinn, grínistinn og uppistandarinn Vilhelm Neto mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt samstarfskonu sinni og vinkonu tónlistarkonunni, grínistanum og uppistandaranum Vigdísi Hafliðadóttur.Villi Neto hefur verið áberandi ansi lengi í íslensku samfélagi en kom hann fyrst uppá sjónarsviðið í gegnum samfélagsmiðlana og var hann duglegur við að senda frá sér sketsa sem slógu rækilega í gegn. Í dag er Villi menntaður leikari og starfar við Borgarleikhúsið ásamt því að v...
#44 - Anna Marta & Lovísa

#44 - Anna Marta & Lovísa

2023-04-2701:37:28

Frumkvöðlarnir, þjálfararnir, orkuboltarnir og tvíburasysturnar Anna Marta Ásgeirsdóttir og Lovísa Ásgerisdóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og komu heldur betur færandi hendi með brakandi ferskt súkkulaði með kaffinu.Anna Marta hefur verið þjálfari í mörg ár lengi vel hjá Hreyfingu en hún færði sig nýverið yfir til WorldClass og er einn vinsælasti hóptímakennarinn þar, ásamt því að taka að sér fólk í næringarþjálfun. Í covid bankaði svo tilboð til hennar sem hún gat einfaldl...
Söngdívurnar og vinkonurnar Elísabet Ormslev og Stefanía Svavarsdóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og var að sjálfsögðu boðið uppá rjúkandi heitt kaffi og meðí.Þær hafa báðar verið áberandi undanfarin ár í íslensku tónlistarsenunni en má segja að Íslendingar urðu fyrst varir við einstaka sönghæfileika Elísabetar þegar hún keppti hér um árið í Voce Ísland. Stefanía steig ung, eða aðeins sextán ára, sín fyrstu skref í bransanum með Stuðmönnum, hvorki meira né minna en hafði hún...
#42 - Óli Gunnar & Arnór

#42 - Óli Gunnar & Arnór

2023-04-1302:09:41

Leikararnir, rithöfundarnir, samstarfsfélagarnir, vinirnir og frændurnir Óli Gunnar Gunnarsson og Arnór Björnsson mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og var að sjálfsögðu rjúkandi heitt á könnunni. Óli og Arnór hafa verið miklir vinir allt frá því þeir muna eftir sér og voru þeir ungir farnir að láta af sér kveða í leiklistar heiminum en voru þeir aðeins níu ára þegar þeir stigu fyrst á svið í Fúsa froskagleypi í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Nokkrum árum síðar eða aðeins 13 og...
Flugþjónarnir, Draumfararnir, tónlistarmennirnir og vinirnir Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson mættu í virkilega skemmtilegt spjall yfir rjúkandi heitum bolla.Birgir Steinn hefur verið að gera virkilega góða hluti í músíkinni undanfarin ár en hefur tónlist hans náð að teygja sig langt út fyrir landsteinana og er hans vinsælasta lag á spotify með yfir 41 milljón spilanir, hvorki meira né minna. Ásamt því að sinna sólóferlinum er hann einnig annar meðlima hljómsveitarinnar Draumfar...
Tónlistarmennirnir, rappararnir og vinirnir Gauti Þeyr Másson og Helgi Sæmundur Guðmundsson mættu til mín í virkilega skemmtilegt og áhugavert kvöld spjall.Gauti eða Emmsé Gauti eins og flestir kannast við hann er einn okkar allra vinsælasti tónlistarmaður undanfarinna ára en skaust hann hratt upp á stjörnuhimininn árið 2016 og hefur gefið út hvern smellinn á fætur öðrum.Helgi Sæmundur er annar meðlimur rappdúósins Úlfur Úlfur en þeir hafa unnið hörðum höndum undanfarið við að klára nýja plöt...
Skemmtilegustu tvíburabræður landsins Gunnar Helgason og Ásmundur Helgason kíktu til mín í spjall yfir rjúkandi heitu kaffi og meððí.Gunnar er einstaklega fjölhæfur listamaður en er hann leikari, leikstjóri og rithöfundur og ættu flestir íslendingar að þekkja hann til dæmis úr hinu ódauðlega dúói Gunni og Felix. Þó Gunni sé alls ekki hættur að koma fram hefur fókusinn hans færst örlítið til og er hann nú okkar fremsti barnabókahöfundur og hefur hann skrifað hverja metsölubókina á fætur annarr...
Stórleikararnir, spaugstofubræðurnir og vinirnir Örn Árnason og Pálmi Gestsson mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall yfir kaffibolla og með því.Örn hefur verið áberandi í leiklistar og skemmtanaiðnaði Íslands frá því 1982 þegar hann útskrifaðist úr leiklistaskólanum. Lengst af hefur hann starfað við Þjóðleikhúsið en svo var hann á sínum tíma fastagestur heima í stofu allra barna sem Afi, ásamt því að hafa tekið að sér ýmis hlutverk í kvikmyndum.Pálmi er líkt og Örn einn okkar allra ást...
Hressustu Stjúpmæðgur landsins, Inga Lind Karlsdóttir og Arnhildur Anna Árnadóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall um allt milli himins og jarðar yfir rjúkandi heitu kaffi og meðí.Inga Lind er einn stofnanda og eiganda framleiðslufyrirtækisins Skot en framleiða þau sjónvarpsefni og auglýsinga en hefur Inga Lind sjálf verið viðriðin sjónvarp nánast alla sína fullorðins tíð en sem dæmi má nefna morgunsjónvarpið á Stöð tvö, Ísland í dag og Biggest loser ísland svo fátt eitt sé nefnt...
Athafnakonurnar, áhrifavaldarnir, LXS-dívurnar og vinkonurnar Ína María Einarsdóttir og Magnea Björg Jónsdóttir mættu til mín nú á dögunum í mjög skemmtilegt spjall yfir rjúkandi kaffi og meðí.Ína er með annan fótinn heima á Íslandi og hinn í Vilnius í Lettlandi þar sem maðurinn hennar er atvinnumaður í körfubolta en var hún sjálf ansi efnileg í körfunni á sínum tíma. Þegar hún er á Íslandi kennir hún forfallakennslu og er orðið nóg að gera hjá henni í ljósmyndun.Magnea er þessa stundina að s...
Podcaststjörnurnar, athafnakonurnar og vinkonurnar Sólrún Diego, Lína Birgitta og Gurrý mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall um allt milli himins og jarðar. Það er sjaldnast dauð stund hjá þeim stelpunum en eru þær allar með mörg járn í eldinum og vilja hafa dagana sína fjölbreytta. Sólrún og Lína eru rétt í þessu að útskrifast úr námi sem þær fóru saman í bifröst, viðskiptafræði með áherslu á markaðsmál og samfélgasmiðla, og er Sólrún nýtekin við markaðsmálum Vonar og Bíum Bíum ...
Hlaðvarpsstjörnurnar, athafnakonurnar, fyrrum fjölmiðlakonurnar og vinkonurnar Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall nú á dögunum.Nadine og Þórhildur byrjuðu báðar ungar í fjölmiðlum og urðu fljótt þekktar fyrir einstaklega vandaðann flutning á fréttaefni tengt mannlegu hliðinni og má sem dæmi nefna að þær hafa báðar unnið til verðlauna, Nadine fyrir rannsóknarblaðamennsku og Þórhildur blaðamannaverðlaunin sama árið. Ásamt fréttamennskunni...
#33 - Bergdís & Tinna

#33 - Bergdís & Tinna

2023-02-0201:25:16

Leikkonurnar og vinkonurnar Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og var að sjálfsögðu rjúkandi heitt á könnunni.Bergdís og Tinna útskrifuðust báðar frá leiklistarskólanum Rose Bruford í Englandi en voru þó ekki á sama tíma í námi og kynntust ekki fyrr en nokkru eftir að þær útskrifuðust þegar Tinna mætti til Bergdísar í prufu fyrir leikrit sem Bergdís var að setja upp með leikhópnum Spindrift. Tinna stóð sig það vel í prufunum a...
Skemmtikrafturinn, leikarinn og dagskrárgerðamaðurinn Sólmundur Hólm Sólmundsson mætti til mín ásamt æskuvini sínum, ljósmyndaranum Baldri Kristjánssyni í stórskemmtilegt spjall yfir rjúkandi heitum bolla.Sóli hefur verið einn allra vinsælasti skemmtikraftur landsins undanfarin ár, en fyrir utan að halda uppistönd og skemmta í veislum hefur hann stjórnað fjlöldanum öllum af sjónvarpsþáttum og leikið í kvikmyndum og þáttaröðum, nú síðast í HBO þáttaröðinni The Flight attendant.Baldur er ekki s...
Tónlistarmennirnir, Hittkóngarnir og vinirnir Herra Hnetusmjör og Þormóður Eiríksson mættu til mín í frábært spjall núna í vikunni.Herra Hnetusmjör er eins og flestir íslendingar vita einn allra vinsælasti tónlistarmaður landsins og hefur hann verið það undanfarin ár. Nú geta svo áskrifendur stöðvar 2 fengið Herran í heimsókn í stofuna á öllum föstudagskvöldum þar sem hann er einn af dómörum Idolsins.Þormóður er einn allra eftirsóttasti produsent landsins um þessar mundir en hefur hann unnið ...
#30 - Friðrik Dór

#30 - Friðrik Dór

2023-01-0501:26:501

Í þætti dagsins fékk ég til mín einn af mínum betri vinum, söngvarann og tónlistarmanninn Friðrik Dór Jónsson í spjall um lífið og tilveruna.Friðrik hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins en hefur hann gefið út hvern hitarann á fætur öðrum allt frá því hann gaf út Hlið vil hlið árið 2009.Við Frikki vorum saman í árgangi í Versló en kynntumst við fyrst þegar Frikki mætti í prufur fyrir skólahljómsveitina sem trommari án þess þó að vera byrjaður í skólanum og höfum vi...
loading
Comments 
Download from Google Play
Download from App Store