Jesúbarnið er um það bil að fæðast undir Úranusi og vitringarnir eru stressaðir. Vill María gull, reykelsi og myrru eða vill hún kannski bara fá að vera í friði? Það er ekki gaman að vera fastur í hvalsmaga, það veit Jónas öðrum betur. Kynæsandi örleikrit dregur fram hliðar í persónuleika Halldóru sem ekki hafa sést áður. Steinunn spyr hvernig það hefði verið, hefði Oliver Twist verið Guðmundsson.
Gætu Íslendingar vanist því að hafna búningum lífsins og ganga um naktir? Matvöruverslanir á föstudegi, sjáið þetta fyrir ykkur? Tæknihornið hefur göngu sína því þegar konur sem eru búnar með einn þriðja af ævinni búa til podcast þurfa þær að gefa sig tækninni gjörsamlega á vald. Dóra deilir reynslusögu sem má ekki fara lengra. Hvað getum við lært af frumbyggjaþjóðum? Allt og meira til.
Í þessum þætti eru sálfræðingshæfileikar katta ræddir því heimili án katta er eins og spítali án hjúkrunarfræðinga. Steinunni dreymdi um að vera tökubarn og Halldóra ætlar að standa fyrir hópfjármögnun fyrir vísindagrein sem staðfestir með óyggjandi rökum að hún sé besta leikkona í heimi. Eru öll dýrin í skóginum vinir, já þangað til þeir taka upp á því að éta vini sína. Eru þau þá samt ennþá vinir? Ekki gott að segja.
Í þessum þætti ræða þær Steinunn Ólína og Halldóra mikilvægi þess að draga andann, nokkuð sem flestir gera hugsunarlaust. það kemur í ljós að áralangt svefnleysi Steinunnar stafaði af nálægð við hræðilega bók sem olli straumhvörfum í mannkynssögunni en hvað á að gera við hræðilegar skruddur, brenna þær, éta þær, selja þær eða...vá nú er vandi á höndum.ATH! Óheimilt er að skrifa fréttir fyrir vef- og fréttamiðla upp úr þessum þáttum nema að fengnu leyfi og í samráði við þáttastjórnendur.
Í þessum þætti podcastsins – Á ég að hend'enni – drekka þær vinkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína, sparneytið myntuvatn, þvælast um S-Afríku og Los Angeles, ræða barnauppeldi eða kannski ofeldi og kafa ofaní bókaskápa hvor annarrar þar sem bók Trevor Noah, Glæpur við fæðingu, kemur við sögu. ATH! Óheimilt er að vinna fréttir upp úr efni þáttanna fyrir prent eða netmiðla án samráðs og samþykkis þáttastjórnenda.