DiscoverÍ alvöru talað!
Í alvöru talað!
Claim Ownership

Í alvöru talað!

Author: Gulla og Lydía

Subscribed: 48Played: 155
Share

Description

Í hlaðvarpinu Í alvöru talað! tölum við um allar hliðar mennskunnar með dass af fíflagangi. 


Stjórnendur hlaðvarpsins eru vinkonurnar Lydía og Gulla. Miðaldra mæður að láta móðan mása.  Lydía er sálfræðingur og jógakennari en Gulla er förðunarfræðingur, áhugaleikari og tískudrós.


Markmið hlaðvarpsins er að gera gagn í samfélaginu með því að skapa rými til þess að sameinast í mennskunni. Við tölum um allar hliðar manneskjunnar og samfélagsins. Um það sem er erfitt og það sem er auðvelt, um það sem er skemmtilegt og það sem er minna skemmtilegt í bland við það að hlæja hátt. 

8 Episodes
Reverse
Við ákváðum óvænt og með engum fyrirvara að taka upp þátt þar sem við töluðum um það hvernig upplifun það var að búa til podkast. Hvenær og hvernig varð hugmyndin til? Hvernig hefur gengið? Hvað hefur verið erfitt í ferlinu og hvað hefur verið auðvelt?Skemmtilegur þáttur þar sem orkustigið og gleðin er mikil. Lydíu og Gullu liggur mikið á hjarta og langar að þakka hluta af því góða fólki sem hjálpaði okkur að láta podkast drauminn rætast. Góða skemmtun!Ert þú ekki örugglega að fylgja ok...
Taugakerfið og streita

Taugakerfið og streita

2024-06-1201:01:52

Við höldum áfram að tala um streitu, en núna skoðum við hvernig taugakerfið tengist streitu. Í þættinum setur Lydía aftur á sig sálfræðingshattinn og fræðir Gullu og hlustendur um taugakerfið. Gulla segist ekkert vita um taugakerfið, en Lydía fæst við taugakerfi fólks í vinnunni alla daga.Hvað er þetta taugakerfi? Hvernig virkar það? Hvað þýðir að vera strekktur á taugum? Hvernig hefur streita og áföll áhrif á taugakerfið? Gulla ásamt hlustendum fá svör við öllum þessum spurningum í þæt...
Hæ og takk fyrir að hlusta.Þessi þáttur af Í alvöru talað! er frábrugðinn öðrum. Þetta er stuttur þáttur, svokallaður örþáttur, sem inniheldur stutta hugleiðslu fyrir þig. Komdu þér fyrir í ró og næði og njóttu þessarar hugleiðslu. Hún getur hjálpað þér að róa taugakerfið aðeins og að tengjast þér betur. Hugleiðslan er gjöf frá mér til þín. Njóttu vel! Kveðja, Lydía.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á...
Tölum um gleði

Tölum um gleði

2024-06-0650:04

Í þessum þætti af Í alvöru talað! fjöllum við um gleði frá ýmsum hliðum. Er gleði bara viðbrögð okkar við því sem gerist eða getum við stjórnað henni sjálf? Getum við bætt lífið okkar með því að reyna að auka gleðina?Lydía og Gulla upplifa gleðina á ólíkan hátt. Gullu er eðlislægt að bæta gleði og fíflaskap inn í flest sem hún gerir en Lydía á það til að upplifa lífið með of miklum alvarleika. Er Gulla í bullinu? Hvað segir sálfræðingurinn?Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðl...
Í þessum þætti af Í alvöru talað! skoðum við saman hvort það skiptir okkur einhverju máli að hugsa um útlitið. Hverju getur það breytt og hverju getur það ekki breytt. Er það að hugsa um útliði yfirborðskennt prjál eða er það öflugt verkfæri til sjálfsástar. Þrusulíflegar samræður um útlit þar sem Gulla kennir okkur alls konar trikk og hlær að því að Lydía viti ekki hvað rótarsprey er.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi)...
Hvað er streita?

Hvað er streita?

2024-05-3101:16:08

Við elskum að tala um streitu! Í þættinum setur Lydía á sig sálfræðingshattinn og fræðir Gullu og hlustendur um streitu. Hvað streita er, hvernig mismunandi streituvaldar geta valdið álagi ásamt því að við ræðum það hvað hægt er að gera til þess að minnka streitu, hlúa að sér og finna jafnvægið. Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramStef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.
En hver er þessi Lydía?

En hver er þessi Lydía?

2024-05-3001:18:18

Í þættinum kynnumst við Lydíu Ósk, sem er annar stjórnanda hlaðvarpsins. Lydía segir frá lífi sínu og hvað hefur mótað hana og gert að þeirri manneskju sem hún er í dag.Lydía er þriggja barna móðir, sálfræðingur og jógakennari. Hún er sterk og dugleg kona með það markmið að minnka streituna í samfélaginu. Í æsku var hún ábyrgðarfullur nörd sem fannst hún ekki passa inn í hópinn í skólanum.Lydía hefur mest alla ævina haft of mikið að gera og hefur tvisvar sinnum misst heilsuna, í fyrra ...
Hver er þessi Gulla?

Hver er þessi Gulla?

2024-05-3001:20:491

Í þættinum kynnumst við Gullu, sem er annar stjórnanda hlaðvarpsins. Gulla segir frá lífi sínu og hvað hefur mótað hana og gert að þeirri manneskju sem hún er í dag.Gulla er tveggja barna móðir, förðunarfræðingur, áhugaleikari og grallaraspói með ólæknandi áhuga á öllu sem tengist tísku og förðun. Hún hress, skemmtileg og klár kona sem elskar að hjálpa öðrum konum að auka sjálfstraust sitt í gegnum föt og förðun. Hún ólst upp í Árbænum og átti góðar og traustar vinkonur en heimilisaðstæður vo...
Comments