Íslenski Draumurinn

<p>Þetta hlaðvarp er fyrir þá sem hafa áhuga á fyrirtækjarekstri, fjármálum, fjárfestingum og að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Í þáttunum setjumst við niður með íslenskum frumkvöðlum, viðskiptamönnum og einstaklingum sem hafa þorað að elta sína drauma og hafa náð langt á sínu sviði. Við förum yfir þeirra sögu, velgengnina og mistökin. Meira um hlaðvarpið inn á www.islenskidraumurinn.is</p>

10. Birgir Haraldsson - Norðurflug

Birgir Haraldson er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Nordurflugs sem er stærsta þyrluþjónusta landsins.

06-12
01:17:28

9. Haukur Skúlason - Indó

Haukur Skúlason er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Indó sem er fyrsti íslenski sparisjóðurinn sem hefur verið stofnaður frá 1991.

05-29
01:09:58

8. Sigurður Svansson - Sahara Auglýsingastofa

Sigurður Svansson er einn af eigendum og stofnandi Auglýsingastofunar Sahara.

05-16
01:19:25

7. Þorsteinn Ingi Einarsson - Steinabón og Garður Apartments

Þorsteinn Ingi Einarsson er eigandi og stofnandi Steinabón og Garður Apartments. Í viðtalinu fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars um fjárfestingar í fasteignum.

04-24
01:44:12

6. Guðmundur Óli Sigurjónsson - Matarkompaní og Eldabuskan

Guðmundur Óli Sigurjónsson er eigandi Matarkompaní, Eldabuskunar og einn af stofnendum Prepp up og Prepp barsins.

04-10
01:14:54

5. Nökkvi Fjalar - Swipe

Þáttur síðan 2020 Nökkvi Fjalar Orrason er stofnandi Áttunar og Swipe. Við settumst niður með Nökkva á skrifstofu Swipe og ræddum við hann um þær áskornanir sem hann hefur þurft að takast við og framtíðar plön hans í rekstrinum.

04-10
59:13

4. Magnús Sverrir Þorsteinsson - Blue Car Rental

Þáttur síðan 2019 Magnús Sverrir Þorsteinsson er stofnandi og eigandi Bílaleigurnar Blue Car Rental. Magnús eða Maggi í Blue eins og hann er stundum kallaður fór af stað með aðeins 5 bíla árið 2010 en síðan þá hefur bílaleigan vaxið gríðarlega og telur bílaflotinn yfir 2 þúsund bíla í dag, sem gerir Blue Car Rental eina af stærstu bílaleigum landsins. Við settumst niður með Magnúsi á skrifstofu Blue Car Rental í Keflavik og ræddum við hann um stofnun bílaleigunar, þær áskornanir sem hann he...

04-10
38:33

3. Einar Ingi Kristjánsson - Alpha Gym

Þáttur síðan 2019 Einar Kristjánsson er eigandi og stofnandi Alpha Gym í Keflavik. Við förum vel yfir hvernig þetta byrjaði allt saman og hvað varð til þess að hann ákvað að stofna sitt eigið fyrirtæki.

04-10
41:34

2. Steinþór Jónsson - Hótel Keflavik og Diamond Suites

Þáttur síðan 2019 Steinþór Jónsson er eigandi Hótel Keflavik og Diamond Suites. Hótel Keflavik er eitt elsta hótel landsins og Diamond Suites er fyrsta 5 stjörnu hótelið á Íslandi. Við tökum nokkur skref til baka og förum yfir hans viðskiptaferli frá því hann byrjaði í hótelbransanum og þangað sem hann er kominn núna.

04-10
43:30

1. Sigmar Vilhjálmsson - Íslenski Draumurinn

Þáttur síðan 2019 Sigmar Vilhjálmsson er gestur fyrsta þáttar af Íslenska Draumnum sem fór í loftið 2019. Í þáttunum er tekið viðtal við Íslenska frumkvöðla, viðskiptamenn og farið yfir þeirra viðskiptaferil þar sem hlustendum er gefin betri innsýn inn í heim þeirra sem hafa stofnað og rekið sín eigin fyrirtæki á Íslandi. Þættirnir eru gefnir út á allar helstu streymisveitur. Margir þekkja Sigmar Vilhjálmsson eflaust frá 70 mínútum, Idol Stjörnuleit eða sem einn af fyrri eigendum Hamborgara...

04-10
01:11:29

49. Helga Sigrún Hermannsdóttir - Dottir Skin

Gestur Íslenska Draumsins þessa vikuna er Helga Sigrún Hermannsdóttir, meðstofnandi og yfirmaður vísinda og vöruþróunar hjá Dottir Skin, hefur vakið athygli fyrir einstaka nálgun sína á snyrtivörur, þar sem sameinast djúp þekking á efnafræði, eigin reynsla af húðvandamálum og vilji til að skapa raunverulegar lausnir. Hún hefur alla tíð verið heilluð af húð, innihaldsefnum og þeirri spurningu hvað virkar í raun. Vegferð hennar sem frumkvöðull hófst ekki með fjárfestafundi eða viðskiptaáætlun, ...

12-02
01:59:16

48. Árni Jón Pálsson - Alfa Framtak

Í nýjasta þætti af Íslenska Draumnum tekur Sigurður á móti Árna Jóni Pálssyni, meðstofnanda og fjárfestingastjóra Alfa Framtaks, sem deilir einlægri og heillandi sögu sinni frá fyrstu skrefum í viðskiptalífinu yfir í það að leiða einn áhugaverðasta og öflugasta framtakssjóð landsins í dag.

11-18
01:57:40

47. Íslenski Draumurinn er kominn aftur

Við kynnum til leiks nýjan og stærri draum. Nýtt stúdíó og stærri hugmyndir. Í þessum stutta kynningaþætti tilkynnum við að Íslenski Draumurinn er hafinn á ný eftir stutt hlé. Við heyrum einnig hljóðbrot úr næstu tveimur þáttum, sem þú mátt ekki missa af. Fyrsta hljóðbrotið er úr þættinum með Árna Jóni Pálssyni, meðstofnanda og fjárfestingastjóra Alfa Framtak. Í þættinum deilir hann einlægri og heillandi sögu sinni frá fyrstu skrefum í viðskiptalífinu yfir í það að leiða einn áhugaverða...

11-04
03:10

46. Hekla Arnardóttir - Crowberry Capital

Í nýjasta þætti Íslenska draumsins ræðir Sigurður Sindri við Heklu Arnardóttur, meðstofnanda Crowberry Capital, sem hefur átt óvenjulega vegferð úr vélaverkfræði yfir í heim fjárfestinga og frumkvöðlastarfsemi. Hekla hefur starfað við fjárfestingar í nýsköpun í fjölda ára, fjárfest í fjölbreyttum hópi tæknifyrirtækja, og komið að byggingu sprotafyrirtækja sem hafa vaxið út fyrir landsteinana.

06-24
01:32:20

45. Sindri Már Finnbogason - TIX

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Íslenski Draumurinn ræðir Sigurður Sindri við Sindra Má Finnbogason, stofnanda og frumkvöðulinn á bak við miðasölukerfið Tix. Í þættinum greinir Sindri frá fyrstu kynnum sínum af forritun, uppbyggingu eigin hugbúnaðarfyrirtækis, og þeirri alþjóðlegu útrás sem fylgdi í kjölfarið. Ferill hans spannar þrjá áratugi og ber vott um óvenjulegan sjálflærdóm, seiglu og víðsýni í rekstri.

06-10
01:56:17

44. Litið til baka

Í nýjasta þætti Íslenska Draumsins lítum við aftur á þrjá áhrifamikla gesti sem komu í fyrstu þáttunum – hver með sína einstöku sögu, sýn og leið að árangri. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa lagt ótrúlega vinnu í að byggja upp rekstur frá grunni og eru allir ólík dæmi um hvað frumkvöðlastarf getur falið í sér. Hvort sem það er í hótelrekstri, bílaleigum eða fasteignastarfsemi – þá er eitt sem skín í gegn: þrautseigja, framtíðarsýn og drifkraftur. Í þessum þætti lítum á þegar Steinþór Jónsso...

06-03
31:35

43. Árið 2025 - Fyrri helmingur

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Íslenski draumurinn stígur Sigurður Sindri Magnússon skref til baka og fer yfir þrjá eftirminnilega viðmælendur sem hafa komið fram á árinu: Jónas Hagan Guðmundsson, Kristján Inga Mikaelsson og Hjálmar Gíslason. Þátturinn er áminning um breiddina og dýptina í íslensku frumkvöðlaumhverfi – og hversu mikla innblástur er að finna í þeim sem þora að láta til sín taka.

05-27
34:46

42. Hjálmar Gíslason - GRID

Í nýjasta þættinum af Íslenski draumurinn fáum við innsýn í ævintýralegt og lærdómsríkt ferðalag Hjálmars Gíslasonar – eins reynslumesta frumkvöðuls Íslands og stofnanda GRID, sem vinnur að næstu byltingu í töflureiknum. Hjálmar hefur áratugareynslu af því að umbreyta hugmyndum í raunverulegar vörur og fyrirtæki, og í þættinum deilir hann einlæglega sinni sögu – frá því að selja fyrsta tölvuleikinn sinn 14 ára gamall, yfir í að selja hugbúnaðarfyrirtæki sitt til stórfyrirtækis í Bandaríkjunum.

05-20
01:38:41

41. Emin Kadri - At­vinnu­maður í hnefaleikum

Í nýjasta þættinum af Íslenski draumurinn kynnumst við Emin Kadri, 22 ára atvinnuboxara sem þrátt fyrir ungan aldur er þegar orðinn þekkt nafn í íslenskri íþróttasenu. Emin hefur barist tvo atvinnubardaga – og unnið þá báða – og margir sjá hann sem einn efnilegasta hnefaleikamann Íslands. Lestu meira og skráðu þig á póstlistann á islenskidraumurinn.is

05-13
01:00:23

40. Valgerður Hrund Skúladóttir - Sensa

Í nýjasta þætti Íslenska draumsins hittum við Valgerði Hrund, framkvæmdastjóra Sensa og einn af stofnendum fyrirtækisins. Hún hefur í áratugi verið í fararbroddi íslenskrar upplýsingatækni og lýsir í viðtalinu ótrúlegri vegferð sinni frá Vesturbæ Reykjavíkur til þess að stýra alþjóðlegu tæknifyrirtæki með yfir 160 starfsmenn í 12 löndum. Skráðu þig á póstlistann og lestu meira á islenskidraumurinn.is

05-06
01:24:11

Recommend Channels