Þetta helst

Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Þóru Tómasdóttur.

Hvaða máli skiptir sigur Kalush Orchestra fyrir Úkraínu?

Í fyrsta þætti Þetta helst fjallar Guðmundur Björn Þorbjörnsson um sigur Úkraínu í Eurovision, hið pólitíska landslag keppninnar og hvaða þýðingu sigurinn hefur fyrir Úkraínumenn. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

05-16
19:49

Mariupol öll á valdi Rússa og nýjustu vendingar í stríðinu

Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar og hefur því staðið yfir 82 daga, eða um tólf vikur. Strax á fyrsta degi innrásarinnar hófust sprengjuárásir rússneska hersins á hafnarborgina Mariupol í suðurhluta landsins, og daginn eftir hélt fótgöngulið í átt að borginni. Borgin var svo umkringd 1. mars og síðan þá hafa staðið yfir linnulaus átök í borginni. Rússneski herinn sprengdi meðal annars leikhús í borginni í loft upp um miðjan síðasta mánuð, þar sem almennir borgarar leituðu skjóls. Að minnsta kosti þrjú hundruð manns létust í þeirri árás einni saman. Innrásarliðið lét sprengjum, flugskeytum og stórskotahríð rigna yfir borgina og engu hlíft - hvorki íbúðahverfum, sjúkrahúsum né nokkru öðru. Þá sprengdi rússneski herinn upp barnaspítala og meðgöngudeild í borginni. Í þessari borg, sem áður taldi um hálfa milljón íbúa, er nú talið að um hundrað þúsund manns séu enn eftir. Við fjöllum um Mariupol og framtíð átakana í Úkraínu í dag, og ræðum við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Rússlands. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

05-17
18:05

Ahmadreza Djalali og pólitískur þrýstingur stjórnvalda í Íran

Læknirinn og fræðimaðurinn Ahmadreza Djalali, sem hefur verið í haldi í Íran frá árinu 2016, getur á hverri stundu búist við því að vera tekinn af lífi fyrir sakir sem mannréttindasamtök telja að eigi ekki við rök að styðjast. Djalali, sem er með íranskt og sænskt ríkisfang, er einn af fjölmörgum í haldi íranskra stjórnvalda sem eru með tvöfalt ríkisfang, annað þeirra íranskt. Þessir fangar virðast flestir nýttir til að beita pólitískum þrýstingi á önnur lönd. Hallgrímur Indriðason fréttamaður, fjallar um mál Djalali. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

05-18
18:32

Bikarinn á loft á Hlíðarenda í fyrsta sinn í fjóra áratugi

Í dag er það helst að Valsmenn eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla, eftir sigur á Tindastólsmönnum í oddaleik úrslitaeinvígisins á Hlíðarenda í gær. Þetta er í fyrsta sinn í tæp fjörutíu ár sem Valsmenn hampa bikarnum eftirsótta. Já, Valsmenn hafa ekki riðið feitum hesti í körfuboltanum, undanfarna áratugi, en undanfarin ár hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fyrsti Íslandsmeistaratitill kvenna í körfuknattleik vannst í apríl 2019 en liðið varð einnig bikarmeistari sama ár. Annar Íslandsmeistaratitill félagsins í körfuknattleik kvenna bættist í safnið árið 2021. Og nú er sá stóri kominn karlamegin líka. Til ræða þennan uppgang í körfunni á Hlíðarenda og þennan langþráða sigur Valsmanna, eru hingað komnir tveir gallharðir stuðningsmenn Vals, og stjórnarmenn, Grímur Atlason og Svali Björgvinsson. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

05-19
17:49

Breytt heimsmynd eftir heimsfaraldur

Magnús Geir Eyjólfsson fjallar um breytta heimsmynd eftir Covid-19 faraldurinn í Þetta helst í dag. Í upphafi árs glitti í endalokin á Covid-19 faraldrinum og sáu fjármálaráðherrar heimsins í hillingum að varpa fram háum hagvaxtartölum eftir botn síðustu ára. En svo hófst innrás Rússa í Úkraínu og má segja að Pútín hafi ekki eingöngu varpað sprengju á úkraínskar borgir heldur einnig sprengjum á heimshagkerfið. Í stað betri tíðar með blómum í haga róa fjármálaráðherrar heims nú lífróður í baráttu við síhækkandi hrávöruverð, áður óséða verðbólgu og versnandi lífskjör. Rétt eins og faraldurinn á þetta að heita tímabundið ástand en nú eru málsmetandi menn farnir að tala um að áhrif þessara heimssögulegu viðburða verði varanleg. Magnús Geir ræðir við Björn Berg Gunnarsson, hagfræðing. Pistillinn var upphaflega fluttur í fréttaþættinum Heimskviðum, laugardaginn 21. maí. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

05-23
16:33

Biden lofar að koma Taívan til varnar

Spennan á milli Kína og Taívan hefur ekki verið meiri í fjörutíu ár. Kínverjar hafa að undanförnu aukið vígbúnað sinn nærri Taívan og varnarmálaráðherra landsins telur líklegt að Kínverjar ráðist inn í landið á næstu árum. Í gær sagði svo Joe Biden Bandaríkjaforseti að Bandaríkin væru reiðubúin til að skerast í leikinn og koma Taívan til varnar - til dæmis með herstyrk sínum, gerði Kína innrás í landið. Yfirlýsingar forsetans hafa vakið fjölmargar spurningar og gert flókin mál flóknari ef eitthvað er. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

05-24
16:05

Umdeild útlendingalög

Til stendur að vísa 300 flóttamönnum og hælisleitendum af landi brott. Sú ákvörðun stjórnvalda hefur verið harðlega gagnrýnd, sem og nýtt frumvarp dómsmálaráðherra til útlendingalaga. Við ræðum um málið við Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðing, sem þekkir lögin út og inn, en hann telur að breytingatillögurnar séu til þess fallnar að skerða réttindi umsækjenda. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

05-25
19:12

Þrír mánuðir frá innrás Rússa í Úkraínu

Þrír mánuðir eru frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu. Við fjöllum um stríðið, afleiðingarnar og stöðuna í Úkraínu ásamt Jóni Ólafssyni, prófessor og sérfræðingi í málefnum Rússlands, í Þetta helst í dag. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

05-30
16:43

Hatursorðræða og laga- og réttarkerfið

Eins og ófá dæmi hafa sýnt að undanförnu er hatursorðræða og -tjáning útbreitt samfélagsmein. Meinsemd sem virðist heldur færast í aukana. Í síðustu viku könnuðum við orsakir hatursorðræðu - báðum Eyrúnu Eyþórsdóttur, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og doktor í mannfræði, að varpa ljósi á hvers vegna fólk viðhefur hatursfull ummæli. Í dag ætlum við að beina sjónum okkar að öðrum þætti vandamálsins: Þeim samfélagslegu úrræðum sem hægt er að grípa til þegar hatursfull ummæli eða tjáning hefur verið viðhöfð. Hvaða lagalegu úrræði standa til boða, hversu langt - eða skammt - þau duga - og hvort gera þurfi úrbætur og þá hvaða. Viðmælandi okkar í dag er Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

05-31
17:49

Depp gegn Heard

Við fjöllum í dag um réttarhöldin í meiðyrðar- og skaðabótamáli bandaríska leikarans Johnny Depp, gegn fyrrum eiginkonu sinni, leikkonunni Amber Heard. Réttarhöldunum er nýlokið, en þau vöktu athygli heimsbyggðarinnar enda var sýnt frá þeim í beinni útsendingu. Guðmundur Björn ræðir við Sonju Sif Þórólfsdóttur, blaðamann á Morgunblaðinu, um þetta flókna mál. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

06-01
19:16

Skotárásir I: Skotárásin í Uvalde í Texas

Um miðjan maí myrti átján ára maður tíu og særði þrjá í stórmarkaði í Buffalo í New York í Bandaríkjunum, í árás sem lögregluyfirvöld lýsa sem hreinum og klárum rasískum hatursglæp. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Skotárásin var þá ein sú mannskæðasta í Bandaríkjunum það sem af er ári - jafnvel þótt hún væri númer 198 á þeim rúmlega nítján vikum sem þá voru liðnar af árinu. Það átti þó eftir að breytast viku síðar. Þann tuttugasta og fimmta maí myrti annar átján ára árásarmaður nítján börn og tvo kennara í skotárás í skóla fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í bænum Uvalde í Texas. Á annan tug særðust. Árásarmaðurinn var skotinn til bana á vettvangi. Árásin í Uvalde er sú mannskæðasta frá því að tvítugur árásarmaður myrti tuttugu og sex í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut fyrir tíu árum. Tuttugu fórnarlambanna voru sex og sjö ára börn. Á næstu dögum förum við yfir skotárásir, áhrif þeirra og afleiðingar, vopnasölu og -aðgengi, kenningarnar um hvers vegna þær eiga sér stað og hvað er hægt að gera í Þetta helst. En fyrst fjöllum við um Texas. Katrín tekur nú við. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

06-02
15:35

Meiðyrðamál Veðurguðsins

Við fjöllum um aðdragandann að meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar veðurguðs, sem hann tapaði í vikunni fyrir héraðsdómi. Dómurinn virtist koma mörgum að óvörum fyrst um sinn, en síðan hafa lögspekingar margir sammælst um að hann sé í samræmi við, og mögulega til marks um, breytta tíma. Lögmaður Ingólfs vill áfrýja dómnum, sem hún telur rangan. Sunna Valgerðardóttir, nýr liðsmaður Þetta helst, fer yfir málið. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

06-03
16:52

Skotárásir II: Skotvopnalöggjöf

Við fjöllum áfram um skotárásir í Þetta helst. Í dag einblínum við á skotvopnalöggjöf og eld heitar umræður og deilur um skotvopnaeign í Bandaríkjunum. Hart hefur verið tekist á um málið í áraraðir. Löggjöfin er æði frjálslynd í samanburði við önnur ríki heims og rétturinn til að eiga og bera vopn er verndaður í annarri grein stjórnarskrárinnar, þótt einnig sé deilt um það. Von margra, sér í lagi Demókrata, er sú að árásirnar verði loks til þess að gripið verði til aðgerða; löggjöfinni breytt og hún bætt. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

06-07
16:14

Umdeildar ófrjósemisaðgerðir I

Fyrsta löglega ófrjósemisaðgerðin á Íslandi var gerð árið 1938, sama ár og lög sem heimiluðu slíkar aðgerðir voru sett. Lögin voru í gildi í tæp 40 ár og voru skráðar 726 ófrjósemisaðgerðir á tímabilinu, nær allar flokkaðar sem vananir, en fjórar voru afkynjanir á körlum til að koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér kynferðislega. 120 aðgerðir voru gerðar vegna andlegs vanþroska eða geðveiki þess sem lagðist undir hnífinn. 59 einstaklingar voru gerðir ófrjóir án þess að veita samþykki sitt fyrir því. Tilefni umfjöllunarefnisins er afhjúpun Danska ríkisútvarpsins á lykkjuhneykslinu á Grænlandi, þar sem þúsundir unglingsstúlkna voru gerðar ófrjóar með lykkjunni, án samþykki þeirra og vitundar. Mörg hafa bent á að þó íslensk stjórnvöld hafi sem betur fer ekki beitt viðlíka læknisfræðilegu ofbeldi á þegnum landsins, þá sé margt í sögu okkar sem ber að skoða. Þetta er fyrri þáttur af tveimur í Þetta helst um ófrjósemisaðgerðir og lykkjuhneykslið á Grænlandi. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

06-08
18:29

Skotárásir III: Hvatinn

Við höldum áfram umfjöllun okkar um skotárásir í Þetta helst. Í dag ræðum við við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, og spyrjum hana út í hvatanna og tilefnin að baki skotárásum. Sér í lagi fjöldaskotárásum, eins og þeirri sem átti sér stað í grunnskóla í Uvalde í Texas undir lok síðasta mánaðar. Þar sem maður myrti tuttugu og einn, þar af nítján börn undir tíu ára aldri. Skyttan sjálf var átján ára. Raunar einkennir lágur aldur lang lang flesta skotárásarmenn í grunnskólum. Það og kyn þeirra - en flestir þeirra eru piltar undir átján ára aldri. En hvernig gerist þetta? Hvernig gerist það að einstaklingur ákveður að beita vopni gegn annarri manneskju í samfélagi eins og Bandaríkjunum, sem á svo margan hátt er líkt okkar? Hvað þá gegn fjölda fólks? Gegn börnum? Hverjir fremja skotárásir og hvað knýr þá áfram? Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

06-09
19:35

Umdeildar ófrjósemisaðgerðir II

Íslenska ríkið hefur greitt skaðabætur til fólks sem var gert ófrjótt án vitundar sinnar eða samþykkis, á grundvelli úreltra laga. Ófrjósemisaðgerðir hafa verið gerðar á að minnsta kosti 50 íslenskum konum án þess að þær veittu fyrir því samþykki, er fram kom í skýrslu sem lögð var fyrir Alþingi og hefur verið rifjuð upp núna í tenglsum við ofbeldið sem Danir beittu grænlenskum stúlkum með getnaðarvarnarlykkjunni. Í seinni þætti Þetta helst um umdeildar ófrjósemisaðgerðir verður rætt við sagnfræðinginn Unni Birnu Karlsdóttur, sem vann skýrsluna fyrir Alþingi fyrir tuttugu árum síðan um ófrjósemisaðgerðir sem voru gerðar á Íslandi hér fyrr á tímum. Er eitthvað líkt með aðförum herraþjóðarinnar Dönum gegn ungum stúlkum á Grænlandi og þeim aðferðum sem var beitt hér á landi fram til 1975, varðandi ófrjósemisaðgerðir á fólki sem ekki þótti æskilegt til undaneldis? Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

06-10
16:09

Skotárásir IV: Hið illa

Við höfum fjallað um skotárásir að undanförnu í Þetta helst: árásina í Uvalde í Texas, tíðni skotárása, deilur um vopnaeign, pólitík og tilefni og hvatir að baki slíkum voðaverkum. Í dag ljúkum við þeirri umfjöllun með því að ræða við Sólveigu Önnu Bóasdóttur, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Háskóla Íslands, um hið illa. Illskunni hefur verið kennt um ófá voðaverk. Við spyrjum Sólveigu Önnu út í birtingarmyndir illskunnar, mótvægið við henni og hvort sé í raun sterkara - þegar allt kemur til alls: Hið góða eða illa? Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

06-13
17:23

Mál ónefnda fótboltamannsins, Gylfa Sigurðssonar

Tæpt ár er liðið frá því að Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti knattspyrnumaður íslenskrar fótboltasögu, var handtekinn á heimili sínu í Manchester, grunaður um kynferðisbrot. Á þessum 11 mánuðum hefur Gylfi ekki leikið fótbolta, hvorki með félagsliði sínu Everton né íslenska landsliðinu. Hann sætir farbanni í Bretlandi, sem hefur ítrekað verið framlengt, og er sagður fara huldu höfði í einhvers konar skjólshúsi í London. Gylfi hefur ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum ytra, lögreglan í Manchester gefur ekkert út nema stöku setningar um framlengingu farbanns og ætlað brot Gylfa gegn ótilgreindum ólögráða einstaklingi, er mjög svo á reiki. Everton ætlar ekki að framlengja samninginn við hann, fréttist fyrir nokkrum dögum. Í Þetta helst skoðum við það litla sem vitað er um mál ónefnda fótboltamannsins frá Íslandi. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

06-14
18:28

Vitnaleiðslur vegna árásarinnar á þinghúsið 6. janúar

Um þessar mundir fara fram opinberar vitnaleiðslur rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra. Nefndin sakar Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa skipulagt og undirbúið valdaránstilraun hins æsta múgs sem réðst inn í þinghúsið sjötta janúar 2021. Trump hafði þá verið með háværar kenningar um að Demókratar hefðu beitt kosningasvindli í nýafstöðnum forsetakosningunum - og því hefði Joe Biden sigrað þær. Þessar kenningar viðraði hann við hvern sem heyra vildi. Þá krafðist forsetinn fráfarandi þess að Mike Pence, varaforseti hans, kæmi í veg fyrir að Biden tæki við embættinu. Þó án árangurs, enda var slíkt aldrei á færi varaforsetans. Það er meðal annars vegna þessa sem rannsóknarnefndarmeðlimir telja Trump hafa verið einn helsta og mikilvægasta hvatamann árásarinnar. En varaformaður nefndarinnar segir Trump hafi tendrað bálið sem leiddi til innrásarinnar. Hingað til hafa tveir af sjö dögum opinbera vitnaleiðsla rannsóknarnefndarinnar farið fram - og ýmislegt verið dregið fram í dagsljósið. Þriðja fundinum, sem átti að fara fram í dag, var frestað til morguns vegna formsatriða. Þá stendur til að varpa ljósi á tilraunir Trumps til að knýja Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, til að koma í veg fyrir að þingið staðfesti réttmætt kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. Katrín fer yfir fyrstu tvo daga vitnaleiðslanna, aðdragandann, árásina og eftirmálana. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

06-15
16:03

Ósáttu óperusöngvararnir

Dómsmál óperusöngkonu gegn Íslensku óperunni verða á dagskrá í Þetta helst í dag. Það hefur gustað hressilega um Íslensku óperuna undanfarin misseri vegna vangreiddra launa til söngvara og stjórnunarhátta. Tvö dómsmál hafa farið í gegn um kerfið, harðorðar yfirlýsingar sendar á víxl og óumdeilt er að orðspor þessarar rúmlega fertugu sjálfseignastofnunar beðið hnekki í látunum. Forsvarsmenn Óperunnar hafa ekki veitt viðtöl vegna dómsmálsins féll nýlega í Landsrétti, fyrr en nú. Sunna ræðir við Pétur J. Eiríksson stjórnarformann Íslensku óperunnar, sem vill gjarnan að þjóðaróperu verði komið á fót og finnst ljótt og ósanngjarnt hvernig ráðist hefur verið persónulega á óperustjórann í tengslum við dómsmálin. Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

06-16
17:22

Recommend Channels