DiscoverÞetta helstSkotárásir I: Skotárásin í Uvalde í Texas
Skotárásir I: Skotárásin í Uvalde í Texas

Skotárásir I: Skotárásin í Uvalde í Texas

Update: 2022-06-02
Share

Description

Um miðjan maí myrti átján ára maður tíu og særði þrjá í stórmarkaði í Buffalo í New York í Bandaríkjunum, í árás sem lögregluyfirvöld lýsa sem hreinum og klárum rasískum hatursglæp. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Skotárásin var þá ein sú mannskæðasta í Bandaríkjunum það sem af er ári - jafnvel þótt hún væri númer 198 á þeim rúmlega nítján vikum sem þá voru liðnar af árinu. Það átti þó eftir að breytast viku síðar. Þann tuttugasta og fimmta maí myrti annar átján ára árásarmaður nítján börn og tvo kennara í skotárás í skóla fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í bænum Uvalde í Texas. Á annan tug særðust. Árásarmaðurinn var skotinn til bana á vettvangi. Árásin í Uvalde er sú mannskæðasta frá því að tvítugur árásarmaður myrti tuttugu og sex í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut fyrir tíu árum. Tuttugu fórnarlambanna voru sex og sjö ára börn. Á næstu dögum förum við yfir skotárásir, áhrif þeirra og afleiðingar, vopnasölu og -aðgengi, kenningarnar um hvers vegna þær eiga sér stað og hvað er hægt að gera í Þetta helst. En fyrst fjöllum við um Texas. Katrín tekur nú við.

Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Comments 
loading
00:00
00:00
1.0x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

Skotárásir I: Skotárásin í Uvalde í Texas

Skotárásir I: Skotárásin í Uvalde í Texas