Mariupol öll á valdi Rússa og nýjustu vendingar í stríðinu
Update: 2022-05-17
Description
Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar og hefur því staðið yfir 82 daga, eða um tólf vikur. Strax á fyrsta degi innrásarinnar hófust sprengjuárásir rússneska hersins á hafnarborgina Mariupol í suðurhluta landsins, og daginn eftir hélt fótgöngulið í átt að borginni. Borgin var svo umkringd 1. mars og síðan þá hafa staðið yfir linnulaus átök í borginni. Rússneski herinn sprengdi meðal annars leikhús í borginni í loft upp um miðjan síðasta mánuð, þar sem almennir borgarar leituðu skjóls. Að minnsta kosti þrjú hundruð manns létust í þeirri árás einni saman. Innrásarliðið lét sprengjum, flugskeytum og stórskotahríð rigna yfir borgina og engu hlíft - hvorki íbúðahverfum, sjúkrahúsum né nokkru öðru. Þá sprengdi rússneski herinn upp barnaspítala og meðgöngudeild í borginni. Í þessari borg, sem áður taldi um hálfa milljón íbúa, er nú talið að um hundrað þúsund manns séu enn eftir. Við fjöllum um Mariupol og framtíð átakana í Úkraínu í dag, og ræðum við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Rússlands.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Comments
Top Podcasts
The Best New Comedy Podcast Right Now – June 2024The Best News Podcast Right Now – June 2024The Best New Business Podcast Right Now – June 2024The Best New Sports Podcast Right Now – June 2024The Best New True Crime Podcast Right Now – June 2024The Best New Joe Rogan Experience Podcast Right Now – June 20The Best New Dan Bongino Show Podcast Right Now – June 20The Best New Mark Levin Podcast – June 2024
In Channel