DiscoverTölvuleikjaspjallið
Tölvuleikjaspjallið
Claim Ownership

Tölvuleikjaspjallið

Author: Podcaststöðin

Subscribed: 39Played: 1,425
Share

Description

Tölvuleikjaspjallið eru vikulegir þættir með almennum umræðum um tölvuleiki og leikjastefnur, umsögnum um leiki auk frétta úr tölvuleikjaheiminum.
258 Episodes
Reverse
Óvenjuleg ævintýri einkenna hinn afar áhugaverða karakter Nathan Drake. Það er einmitt það sem spilarinn fær í andlitið þegar fyrsti leikurinn í Uncharted fjórleiknum er settur í gang. Taumlaust ævintýri með endalausum möguleikum. Já góðir hlustendur, þið spurðuð og við svöruðum. Hér kemur fyrsti þátturinn okkar af (að minnsta kosti) fjórum um Uncharted leikina! Í þætti vikunnar fara Arnór Steinn og Gunnar í saumana á fyrsta leiknum, Drake‘s Fortune. Við ræðum plottið, persónur, byssuspil og margt, margt fleira. Það fylgir því höskuldarviðvörun með þessum þætti – við hlífum engu! Hefur þú spilað Uncharted? Spjöllum um hann! Þátturinn er í boði Elko Gaming.
29. Fallen Order

29. Fallen Order

2020-12-0201:03:21

Ekki skera þig úr, gleymdu fortíðinni og ekki treysta neinum. Þetta eru orðin sem Cal Kestis, padawan á tímum Jedi hreinsunarinnar þurfti að tileinka sér til að lifa af, hundeltur af veiðimönnum Veldisins.  Í þessum þætti ræða Arnór Steinn og Gunnar leikinn Star Wars: Fallen Order! Hann kom mjög á óvart þegar hann kom út í fyrra og í tilefni af eins árs afmæli leiksins þá rifja þeir hann upp. Hér stýrir maður fyrrnefndum Cal Kestis, en Veldið finnur hann eftir fimm ára feluleik og hann neyðist til að leggja á flótta. Með hjálp fyrrum Jedi meistara þarf Cal að bjarga lista yfir force-sensitive börn úr klóm Veldisins. Ef þú ert ekki búin/n að spila Fallen Order þá er þessi SPOILER FREE þáttur klárlega málið.  Þátturinn er í boði Elko Gaming og veitingastaðarins Le Kock!
6. Gömlu Góðu GTA

6. Gömlu Góðu GTA

2020-07-2255:20

Hver er raunverulega besti GTA leikurinn af þessum gömlu? Þá erum við að tala um Claude, Tommy Vercetti og Carl Johnson. Við stýrðum þessum snarbiluðu geðsjúklingum upp stiga glæpaheims Rockstar í þremur mis góðum leikjum.  GTA III átti sér stað í Liberty City og það þarf ekki að skafa af því - hann gjörbreytti tölvuleikjaspilun þegar hann kom út árið 2001. GTA Vice City kom út aðeins einu ári síðar með neonlýstri borg sem minnir á Miami. Strax voru verstu gallar III leystir og leikurinn algjörlega frábær. GTA San Andreas sópaði svo keppinautunum af borðinu árið 2004. Þrjár stórar borgir, fjölbreytt spilun og feykinóg af samfélagsádeilunni sem Rockstar getur heldur betur stært sig af. Arnór og Gunnar kryfja þessa þrjá leiki og kanna hvort þeir standist tímans tönn. Þeir eru ekki sammála um það hver þeirra er bestur, en hvað segir þú hlustandi góður? Hvaða gamli GTA leikur er bestur? Hver er verstur?  Lag: Aries Beats
Kept you waiting, huh?MGS 3 hefur verið endurgerður og heitir núna DELTA. Hvers vegna? Enginn veit.Arnór Steinn fær MGS sérfræðinginn Þorra Líndal til að ræða endurgerðina, hvernig hún jafnast á við upprunalega leikinn og hvort hægt sé að fá botn í hvað MGS snýst yfir höfuð um.Þorri mætti með ÚTPRENTAÐ FJÖLSKYLDUTRÉ. Hvað fannst þér um MGS Delta?Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Hvað leynist í þessari hvelfingu ...Borderlands 4 kom út um daginn og er strax HÖFÐINU hærri en nr 3.Arnór Steinn fékk Borderlands sérfræðinginn Loka til að ræða leikinn á alveg spoiler free hátt.Byssurnar, útlitið, karakterarnir og MARGT fleira í stútfullum þætti!Er þetta besti Borderlands leikurinn sem hefur komið út?Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Hvað er góð tölvuleikjakvikmynd? Þurfum við þær yfir höfuð?Arnór Steinn fær til sín góða gesti - Tomma Valgeirs og Kjartan sem stýra BÍÓFÍKLUM - frábært podcast um allt sem tengist bíómyndum.Frábært spjall um tölvuleikjakvikmyndir sem mun eiga við hvert einasta mannsbarn.Hver er þín uppáhalds tölvuleikjakvikmynd?Tjékkið endilega á BÍÓFÍKLAR á öllum helstu hlaðvarpsveitum!Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Delta Squad is in your house, bitch! Þáttur vikunnar er um GEARS OF WAR endurgerðina sem við getum spilað á öllum helstu tölvum í dag.Snorri Freyr er meðstjórnandi dagsins! Hann og Arnór Steinn ræða combattið, karakterana, ÞYNGDINA og allt um þennan frábæra leik.Er þetta góð endurgerð eða er of miklu breytt?Hvaða fleiri leiki viljið þið fá endurgerða?Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Hvað eru MMO leikir? Af hverju eru þeir svona vinsælir?Arnór Steinn fær til sín Hilmar Finsen sem starfar hjá CCP og spjallar við hann um þetta geysivinsæla fyrirbæri. Við erum að hita upp fyrir sérstakan EVE viðburð sem verður 18. september næstkomandi í Arena Gaming. Stay tuned!Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Fuhgeddaboutit ... bada bing ...Mafia The Old Country er stysti góði leikur ársins. Hann er samt fínn.Arnór Steinn og Gunnar ræða karakterana, combattið, útlitið og söguna í The Old Country. Biðjumst forláts á öllum ítölskum eftirhermum.Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Það er NÓG að gerast þó árið sé meira en hálfnað. Gamescom er í gangi og fullt af kynningum þar. Helst má nefna stiklu fyrir seríu 2 af Fallout þáttunum, meira gameplay úr Ghost of Yotei, DLC fyrir Kingdom Come Deliverance 2 og innlit í Resident Evil Requiem!Fáið fréttaskot Tölvuleikjaspjallsins beint í æð í þætti vikunnar!Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Myrkur Games voru svo sannarlega cookin' með þennan ...EOTE er loksins kominn út og fyrsti þátturinn okkar eftir gott sumarfrí er um einn eftirvæntasta leik ársins!Echoes of the End með Aldísi Amah Hamilton og Karli Ágústi Úlfarssyni í aðalhlutverkum kom út í GÆR.Tjékkið á þessum spoiler-lausa þætti og gáið hvers vegna Tölvuleikjaspjallið mælir hiklaust með þessum leik.Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Bjuggust ekki við þessu ...Arnór Steinn og Gunnar hittast í kjallaranum hans Arnórs og taka fyrstu hughrif sín af DEATH STRANDING 2.Þetta stóra tölvuleikjaár tekur enga pásu og sýnir enga miskunn. Annar tímamótaleikur er dottinn í tölvur spilara og allt er á fulltGátum ekki annað en tekið þátt fyrir ykkur, þannig - GJÖSSOVEL!Hvað fannst þér um Death Stranding 2?Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Kæru hlustendur, til hamingju með TVÖ HUNDRAÐ OG FIMMTUGASTA ÞÁTTINN!!!!Þetta er síðasti þátturinn okkkar fyrir gott sumarfrí. Arnór Steinn og Gunnar taka langt og gott spjall um leiki ársins.KCD2, Split Fiction, Clair Obscur, Oblivion og fleiri snilldarleikir á einu sterkasta ári sem við munum eftir.Tökum svo einnig fyrir hvað á eftir að koma út og hverju við erum spenntastir fyrir.Takk fyrir frábært vor og við sjáumst í ágúst!Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Í gær kom FYRSTI TRAILERINN fyrir næstkomandi leik Myrkur Games - ECHOES OF THE END út!Tölvuleikjaspjallið er að sjálfsögðu fyrst með fréttirnar - hér er viðtalið okkar við Halldór og Daða hjá Myrkur sem fá loksins að tala um best geymda leyndarmál Íslands síðustu ára!Hvernig er að geta loksins talað um leikinn? Hvaðan kemur innblásturinn að leiknum? Er underwater borð?Allt þetta í stútfullum þætti vikunnar!
Enn annar fréttaþáttur beinustu leið í eyrun ykkar!Arnór Steinn og Gunnar taka fréttir síðasta mánaðar. Helst í fréttum er að EA hefur myrt annað fyrirtæki undir sér og þar með hætt framleiðslu á Black Panther leiknum.Trailer fyrir nýjan 007 leik frá IO Interactive kemur í vikunni!Nightreign og Doom: Dark Ages eru að fá góða dóma!Þetta og meira í stúffullum fréttaþætti!Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Jack Black og Jason Momoa eru í Minecraft myndinni. Takk, 20. öldin.Arnór Steinn og Gunnar fjalla um þessa áhugaverðu mynd í þætti vikunnar.Er hún ömurleg? Kannski. Það eru nokkur góð móment en á heildina litið ...... hlustið bara á þáttinn.Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Stærsti litli leikur ársins er kominn út. Þú þarft að rata í gegnum hús sem breytist daglega. What the fuck.Arnór Steinn og Gunnar taka BLUE PRINCE fyrir í þætti vikunnar. Hann er skemmtilegur, þreytandi, áhugaverður, pirrandi og allt þar á milli.Arnór Steinn er með fína þýðingu og Gunnar er með GEÐVEIKA þýðingu.Spilaðir þú Blue Prince?Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Fyrir þau sem koma næst ...Leikur vikunnar er CLAIR OBSCUR - EXPEDITION 33, eða eins og Gunnar kallaði hann: Ég ætla að mála allan heiminn, elsku mammaTökum combat, tónlist og almennt spjall en pössum að hafa enga spoilera. Þið getið öll hlustað á þáttinn, líka þau sem hafa ekki spilað COE33.Hvað fannst þér um leikinn?Þátturinn er í boði Elko Gaming.
GTA VI seinkað þangað til í maí 2026 og enginn er í sjokki. Tökum gott spjall um trailerinn og hvað við viljum helst sjá.Tölum einnig um Oblivion, Clair Obscur og meira í stútfullum fréttaþætti!Takk til hlaðvarpsins 4. vaktin fyrir að leyfa okkur að taka upp á þeirra tíma. RISA love á ykkur!!!Þátturinn er í boði Elko Gaming.
Stans glæponahyski!Oblivion er kominn út aftur. Arnór Steinn er í skýjunum.Bríet Blær (Mass Effect 3 þátturinn!) kemur og spjallar við Arnór og Gunnar um Oblivion.Karakterarnir, klassarnir, umhverfið, stemmingin, stemmingin OG STEMMINGIN!Oblivion er frábær, punktur.Þátturinn er í boði Elko Gaming.
loading
Comments