6. Gömlu Góðu GTA
Description
Hver er raunverulega besti GTA leikurinn af þessum gömlu?
Þá erum við að tala um Claude, Tommy Vercetti og Carl Johnson. Við stýrðum þessum snarbiluðu geðsjúklingum upp stiga glæpaheims Rockstar í þremur mis góðum leikjum.
GTA III átti sér stað í Liberty City og það þarf ekki að skafa af því - hann gjörbreytti tölvuleikjaspilun þegar hann kom út árið 2001.
GTA Vice City kom út aðeins einu ári síðar með neonlýstri borg sem minnir á Miami. Strax voru verstu gallar III leystir og leikurinn algjörlega frábær.
GTA San Andreas sópaði svo keppinautunum af borðinu árið 2004. Þrjár stórar borgir, fjölbreytt spilun og feykinóg af samfélagsádeilunni sem Rockstar getur heldur betur stært sig af.
Arnór og Gunnar kryfja þessa þrjá leiki og kanna hvort þeir standist tímans tönn. Þeir eru ekki sammála um það hver þeirra er bestur, en hvað segir þú hlustandi góður? Hvaða gamli GTA leikur er bestur? Hver er verstur?
Lag: Aries Beats