4 vaktin

Við heitum Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Farestveit Ólafsdóttir og erum mæður á 4 vaktinni. Þegar við tölum um 4 vaktina þá erum við að vitna í þær vaktir sem við erum ósjálfrátt sett á í lífinu okkar. 1 vaktin er þá hefðbundinn vinnudagur, endurhæfing eða annað, 2 vaktin er það sem við þurfum að gera utan vinnutíma og 3 vaktin er huglæg og einsskonar verkstjórn yfir 2 vaktinni. Fyrir foreldra langveikra og eða fatlaðra barna þá er 2 og 3 vaktin umfangsmeiri og þess vegna ætlum við að tala um hana sem 4 vaktina. Við spjöllum um réttindi,þjónustu ofl og munum tala við aðra foreldra og fagfólk.

Hvað er skynúrvinnsla eða skynjun

Í þessum þætti tölum við um skynjun, skynúrvinnslu, skynnæmni og hvernig það getur birst og hvað getur verið til ráða og hvert er hægt að leita eftir frekari aðstoð. Við erum öll með mismunandi skynjun og sami einstaklingur geti bæði verið næmur fyrir ákveðnu áreiti eða skynjun en sóst í aðra skynjun. Þessi þáttur er í boði: Góðvildar - Góðvild hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Skynörvun verslun, Síðumúla 23 Sem sèrhæfa sig í að bjóða uppá gæða skynörvunarvörur fyrir bæði börn og fullorðna. Hlustendur hlaðvarpsins fá 15 % afslátt í netverslun skynorvun.is með kóðanum 4vaktin

10-16
44:33

PDA prófíll einhverfu - Spjall við móðir

Hún Hulda Margrét Eggertsdóttir kom til okkar í spjall en hún ásamt Maríu Baldursdóttir stofnuðu Facebook hópinn PDA-prófíll á einhverfurófi Ísland. Hulda þekkir PDA prófílinn vel af sinni eigin reynslu í móðurhlutverkinu og hefur líka lesið sig mikið til. Hún kemur með marga mjög góða punkta þegar kemur að uppeldi barna með PDA og líka sem geta nýst fagfólki sem vinnur með börnum og unglingum með PDA. Hefur þú heyrt um PDA prófíl í einhverfu? -Pathological demand avoidance eða öfgakennd forðun við kröfum Það sem mörgum finnst meira lýsandi og betra heiti er: -Persistent Drive for Autonomy Það er ekki til beinþýðing á Íslensku en það hefur verið þýtt: Óslökkvandi þörf fyrir sjálfstæði og það lýsir PDA ágætlega vel.

10-09
56:05

PDA prófíll einhverfu

Hefur þú heyrt um PDA prófíl í einhverfu? -Pathological demand avoidance eða öfgakennd forðun við kröfum Það sem mörgum finnst meira lýsandi og betra heiti er: -Persistent Drive for Autonomy Það er ekki til beinþýðing á Íslensku en það hefur verið þýtt: Óslökkvandi þörf fyrir sjálfstæði og það lýsir PDA ágætlega vel. Ef þið tengið við PDA sjálf eða sem foreldri þá er grúbba á Facebook sem heitir: PDA-prófíll á einhverfurófi Ísland Þátturinn er í boði: Góðvildar og Skynörvun verslun

10-02
41:43

Soffía Ámundadóttir - Umræða um ofbeldi ungmenna, hvað getum við gert?

Við fengum hana Soffíu Ámundardóttir til okkar en hún hefur verið mikill frumkvöðull í að opna umræðuna um ofbeldi ungmenna. Við verðum að taka erfiðu umræðuna um ofbeldi ungs fólks. Hvað getum við sem samfélag gert? Hvernig getum við hjálpað unga fólkinu okkar? Hún skrifaði meistararitgerð og um ofbeldi nemenda og ber hún nafnið "Við sættum okkur ekki við ofbeldi" : reynsla stjórnenda í grunnskólum Reykjavíkur. Soffía er kennari meðal annars og hefur unnið í um 30 ár með börnum og unglingum. Þar af í tæplega áratug í Brúarskóla sem er sérhæfður skóli fyrir börn sem þurfa hjálp vegna vanlíðunar sem brýst út í hegðunarvanda. Í dag vinnur hún á Stuðlum og Menntavísindasviði ásamt því að bjóða fagfólki upp á námskeið tengd ofbeldi nemenda. Hún talar um hver rótin getur verið, hvaða verkferlar þurfa að vera og að það að tala um ofbeldi megi aldrei vera tabú. 

09-24
01:11:48

Viðtal við Ástrós sem er einhverf móðir stráks með Dup15q heilkennið

Í þessum þætti kemur Ástrós til okkar en hún er 24 ára einhverf - ADHD (AUDHD) móðir sem á 11 mánaða gamlan strák sem er með heilkennið Dup15q. Hún segir okkur frá lífi fjölskyldunnar með barn með Dup15q og einnig frá móðurhlutverkinu sem einhverf móðir. Ástrós er bæði einlæg og virkilega skemmtileg.

09-16
01:00:22

Hvað er heilkennið Dup15q

Hefur þú heyrt um Dup15q?Í þessum þætti förum við yfir heilkennið og hvaða einkenni geta fylgt.

09-11
22:07

Mia Magic -Spjallið við Þórunni

Þórunn Eva kom og sagði okkur frá hvernig Mía Magic varð til og hvað er á döfinni. Þórunn er svo sannarlega búin að vinna frábær störf í þágu langveikra barna. Verkefnið hefur fengið mikla athygli og Þórunn hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf sín. Þórunn leyfir okkur líka að skyggnast inn í líf fjölskyldunnar með 2 langveik börn og hún einnig langveik. Við viljum hvetja alla sem hafa tök á að styrkja og styðja við Míu Magic í formi styrktar, fyrirtæki geta gefið gjafir fyrir Míuboxin og með að segja öðrum frá henni Míu.

09-04
01:15:34

Downs heilkenni - Spjall við Diljá Ámundardóttir Zoëga móðir

Í þessum þætti fáum við til okkar hana Diljá sem er forsetamamma Lunu sem er 6 ára gömul. Diljá er mikill aktvisti og hefur beitt sér mikið að jafnréttismálum. Við förum um víðan völl í umræðunum okkar og í heildina áttu við virkilega einlægt spjall. Því lífið er jú allskonar.

08-28
01:10:30

Down-heilkennið

Þessi þáttur fjallar um Down heilkennið. Okkur langar að benda á downs.is heimasíðu samtakanna. Félagið stendur fyrir og stuðlar að samveru félagsmanna, stendur fyrir og veitir fræðslu um Downs heilkennið og um hagsmunamál félagsins. Félagið sinnir réttindagæslu og gæti hagsmuna einstaklinga með Downs heilkenni á opinberum vettvangi og með beinum hætti þegar við á. Heilkenni er hópur af ýmsum einkennum sem geta komið fram í líkama fólks, eða heild einkenna. Down-heilkenni er ekki sjúkdómur eða galli en stundum fylgja heilkenninu heilbrigðisvandamál eða erfiðleikar. Down-heilkenni er eðlilega tilkomin litningasamsetning sem alltaf hefur verið til og er þekkt um heim allan, þvert á kynþætti, kynferði og félags- og efnahagslegar markalínur.

08-21
49:38

Sigrún ADHD og einhverfu markþjálfi eigandi Míró markþjálfun og ráðgjöf

Í þessum þætti kemur Sigrún sem er með Míró markþjálfun til okkar en hún er þroskaþjálfi og sérhæfir sig í ADHD og einhverfu markþjálfun. Einnig er hún lærður Yoga Nidra kennari og býður upp á Yoga Nidra tíma. Hún býður upp á einstaklingstíma og hefur verið með fjölda námskeiða ásamt því að sitja í stjórn ADHD samtakanna. Hún fékk sjálf ADHD greiningu á fullorðinsárum eftir að börnin hennar fóru í greiningarferli. Sigrún er mikil fagmanneskja, djúpvitur og hefur í mörg ár unnið með börnum, unglingum og fullorðum einstaklingum. Hún vann í skólakerfinu sem þroskaþjálfi í um 18 ár. Við förum um víðan völl í spjallinu okkar. Við mælum með að enginn missi af þessum þætti.

08-19
55:25

Spjallið við Góðvild

Í þessum þætti kemur Sigurður Hólmar Jóhannesson sem kemur að Góðgerðarfélaginu Góðvild sem var stofnað í desember 2016. Góðvild hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra.Góðvild kemur að ýmsum verkefnum. Viljum benda á: Hjálparlínu Góðvildar er þjónusta fyrir fjölskyldur langveikra barna. Fjölskyldur þurfa ekki að greiða fyrir þjónustuna. Við mælum svo sannarlega með að missa ekki af þessum þætti og heyra um allt það áhugaverða sem Góðvild kemur að.

07-17
01:09:31

Spjall við móður 2 drengja með Duchenne

Í þessum þætti kemur Sif til okkar í spjall. Hún er móðir 2 drengja með Duchenne. Duchenne er meðfæddur vöðvasjúkdómur og kemur nær einungis fram hjá drengjum.

07-12
01:15:28

Duchenne muscular dystrophy eða Duchenne vöðvarýrnun

Duchenne muscular dystrophy eða Duchenne vöðvarýrnun á íslensku og er algengasti vöðvarýrnunarsjúkdómurinn en það skal tekið fram að Duchenne er samt sem áður sjaldgæfur sjúkdómur.

06-30
35:05

Spjallið

Hér er einn spjallþáttur á léttu nótunum...

06-20
47:38

Saga einhverfunnar

Í þessum þætti stiklum við á stóru í sögu einhverfunnar. Þetta er því miður ofboðslega sorgleg saga að mörgu leyti en okkur finnst mikilvægt að tala um hana til að við getum fagnað því að við séum komin lengra og einnig til að við getum átt samtalið um hvernig við getum gert enn betra.

06-09
50:18

Masking

Hvað er að maska? Í þessum þætti förum við yfir hvað það er að maska og hvaða afleiðingar það getur haft fyrir einhverfa.

05-22
25:45

Að stimma

Hvað er stimm og að stimma? Þessi þáttur er stuttur þáttur þar sem við útskýrum hugtakið stimm.

05-21
11:04

Skólaforðun eða Skólahöfnun?

Hvað er skólahöfnun? Við viljum taka út orðið skólaforðun vegna þess að okkur finnst það vera að segja að barnið sé vandinn en ekki að það sé ekki verið að mæta þörfum barnsins. Hvernig getum við unnið með þessum hóp barna?

05-15
30:49

Kjörþögli

Hefur þú heyrt um kjörþögli? Í þessum þætti tölum við um kvíðaröskunina kjörþögli. Hver eru einkenni, hvert er hægt að leita og hvernig er hægt að vinna með kjörþögli.

05-07
29:25

Liðveisla og stuðningsfjölskylda

Í þessum þætti förum við yfir hvað liðveisla og stuðningsfjölskylda er og hver markmiðin með því úrræði er.

04-30
37:35

Recommend Channels