Discover
Með lífið í lúkunum
Með lífið í lúkunum
Author: HeilsuErla
Subscribed: 483Played: 9,814Subscribe
Share
© 2026 Með lífið í lúkunum
Description
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.
Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
143 Episodes
Reverse
Í þættinum ræðir Erla við Sölva Frey Valdimarsson, nýútskrifaðan dúx Menntaskólans við Hamrahlíð, sem veiktist á mjög dularfullan hátt þegar hann var í 10.bekk. Eftir að hafa gengið á milli lækna og annara fagmanna eins og barnalækna, taugalækna, heimilislækna, sjúkraþjálfara, naprapata, heilara, nálastungu og margra fleira fann hann loksins bót meina sinna eftir 10 kvalarfulla og krefjandi mánuði. Sölvi segir okkur frá þessari erfiðu lífsreynslu sinni og stefnir nú sjálfur á nám ...
Smá pepp frá HeilsuErlu inn í árið 2026. Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Í þessum stutta Heilsumola útskýrir Sigrún hvað Hjartsláttarbreytileiki (HRV) er og hvernig við getum mælt hversu sterk Vagus taugin er og bætt svokallað Vagal tone með öndun. Heilsumolinn er framhald af viðtali nr. 105. Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Í þættinum ræðir Erla við Sigrúnu Haraldsdóttur stofnanda Happy hips um Vagus taugina (Flökkutaugina), bandvef, ofþanið taugakerfi, hraðann í nútíma samfélagi, öndun, líkamsvitund og hvernig hægt er að núllstilla taugakerfið. En hvað er Vagus taugin? Vagus taugine að Flökkutaugin eins og hún er líka nefnd er oft séð sem “umferðarstjórnandi”, þar sem hún er mikilvæg samskiptabraut milli líkamans og heilans en hún vinnur við að stýra öndun, hjartslætti, vöðvum, meltingu, koki, raddböndum...
Á næstu dögum fer í loftið alveg frábært viðtal við Sigrún Haraldsdóttur eiganda Happy hips um Vagus taugina. Hún talar meðal annars um mikilvægi öndunar til þess að róa taugakerfið og býður ykkur hér upp á stutta öndunaræfingu sem þið getið nýtt ykkur hvar og hvenær sem er. Box öndun (Kassaöndun) 6-4-8-4. Sigrún Haraldsdóttir leiðir okkur í gegnum áhrifaríka öndunaræfingu til þess að róa taugakerfið. Innöndun á 6 sek- halda inn andanum í 4 sek- fráöndun á 8 sek og svo halda aftur í 4 s...
Sjáumst í Himnastiganum í Kópavogi á nýársdag. Síðustu þrjú ár (á nýársdag) hef ég haldið viðburð í Himnastiganum sem er nú orðinn ómissandi hefð fyrir marga. Í þessum örstutta Heilsumola segi ég frá því hvernig þetta byrjaði allt á 365 Himnastigum árið 2023, sem urðu svo 1000 Himnastigar árið 2024 og loks 2025 Himnastigar árið 2025. Á nýársdag 1.janúar 2026 ætlum við að endurtaka leikinn hafa gaman saman og vekja athygli á mikilvægi daglegrar hreyfingar. Öll eru velkomin og við æ...
Í þættinum ræðir Erla við Sigurjón Erni Sturluson, íþróttafræðing, ofurhlaupara og frumkvöðul um æsku hans og hvernig hún hefur mótað hann, heilsuvenjur, jarðtengingu, kríur, föstur, næringarþéttni, ranghugmyndir í samfélaginu, tilgang lífsins og fleira. Sigurjón er eigandi UltraForm og er einnig með hlaupaþjálfun og lífsstílsþjálfun. Hann hefur reynt flest á eigin skinni til að komast að því hvernig hægt sé að hámarka heilsu og deilir þekkingu sinni á Instagram og Facebook. Þátturinn er un...
Í þættinum ræðir Erla við Sonju Sif Jóhannsdóttur, íþróttafræðing um lýðheilsu, heilaheilsu, endurhæfingu eftir höfuðhögg, Vagus taugina, mikilvægi öndunaræfinga, næringarþéttni, svefn, hreyfingu, spennandi rannsókn sem hún gerði á heilsu sjómanna og margt fleira. Sonja starfar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands, hún er íþróttakona og mögnuð heilsufyrirmynd. Hún hefur starfað í „heilsubransanum" í yfir 30 ár. Ekki missa af þessu frábæra spjalli við þessa fróðu konu. Þát...
Í undirbúningi mínum fyrir HM í ólympískum lyftingum stakk Kári þjálfari upp á því að við myndum taka smá hlaðvarpsspjall um vegferðina. Úr varð skemmtilegur og óhefðbundinn þáttur þar sem að ég er ekki spyrillinn heldur er þetta spjall um muninn á ólympískum lyftingum og kraftlyftingum, hvers vegna styrktarþjálfun er mikilvæg fyrir alla og hvers vegna ólympískar lyftingar eru frábær stuðningur við aðrar íþróttagreinar. Svo ræðum við auðvitað um undirbúninginn fyrir mótið, ferðalagið á HM, ke...
Í þessum þætti ræðir Erla við Önnu Sigurðardóttur sálfræðing um triggera eða kveikjur. Leitast er við að svara ýmsum áhugaverðum spurningum. Hvað eru triggerar? Hver ber ábyrgð á því að við triggerumst? Afhverju bregðumst við við á ólíkan hátt og hvað getum við gert í kjölfarið? Hvað er áfallasteita? Hvað er kveikjuviðvörun? Trigger getur verið leiðavísir að ósýnlegum sárum og tækifæri til sjálfsvitundar. Viðbrögð okkar eru samspil af líffræðilegri næmni, sögulegri reynslu og persónuleika og ...
Skemmtilegt spjall við Önnu Sigurðardóttur sálfræðing um tengslin eða sambandið við okkur sjálf. Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Í þessum Heilsumola ræðir Erla við Önnu Sigurðardóttur sálfræðing um þörfina fyrir það að hafa stjórn. Hvað liggur að baki? Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Á næstunni kemur út þáttur um triggera eða kveikjur. Frábært viðtal við Önnu Sigurðardóttur sem lýsir á mannlegan og um leið faglegan hátt hvað gerist í líkamanum og afhverju þegar við ,,triggerumst". Hér kemur ein stutt hugleiðsla sem hægt er að nýta við þessar aðstæður. Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Í þættinum ræðir Erla við Silju Úlfarsdóttur um lífið, sorgina, missir, áföll, mikilvægi íþrótta, eldmóð, fyrirmyndir og margt fleira. Farið er yfir allan tilfinningaskallann frá hlátri til gráturs. Silja er að eigin sögn íþróttapönkari sem brennur fyrir málefni sem tengjast íþróttum og hefur verið mikill jáhrifavaldur í þeim málefnum síðustu ár. Hún er algjör gleðisprengja, vinur vina sinna, stórkostleg mamma og er með alveg magnaðann og smitandi drifkraft. Á nokkurra ára tímabili dund...
Í þættinum ræðir Erla við Guðmund Björnsson föður sinn og heilsufyrirmynd um starfsferil hans sem læknir, lífstíl, lágkolvetna mataræði, heilbrigðiskerfið, mikilvægi þess að hugsa vel um heilsuna, vera ekki fastur í vítahring þess að þurfa að taka þátt í öllu sem er í boði, stressaðu sig ekki of mikið og taka hlutunum ekki of alvarlega. Guðmundur er sérfræðingur endurhæfingarlækningum og hefur starfað á ýmsum sviðum á sinni starfsævi, t.d. á slysadeild Borgarspítalans, í heilsugæslu og í áhöf...
Í þættinum ræðir Erla við hina dásamlegu Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur um lífið og tilveruna, að alast upp hjá einstæðum föður, eldmóð í starfi, mikilvægi þess að setja mörk, hvernig það er að eiga tvíbura, hættulega ímynd ofurkonunnar, metnað, dugnað og þrjósku. Ragnhildur Steinunn er líklega flestum landsmönnum kunnug enda hefur hún verið ein öflugasta sjónvarps- og dagskrárgerðarkona landsins í yfir 20 ár. Nýjasta verkefni hennar er heimildarmyndin Takk Vigdís sem hún hefur unnið hörðum...
Hugleiðingar HeiluErlu á mánudagsmorgni! Ert þú að gera of miklar kröfur til þín? Ert þú að brjóta þig niður þegar allt fer ekki eins og þig langar? Hvaða boltum ert þú að halda á lofti? Er hægt að leggja einhverja til hliðar tímabundið? Ert þú að sýna þér mildi? Ert þú að stefna á ,,vegginn"? Hvað nærir þig? Hvað hentar þér akkúrat núna? Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Í þættinum ræðir Erla við nöfnu sína Erlu Súsönnu Þórisdóttur og þakklætisdrottningu. Erla Súsanna er með heimasíðuna Töfrakistan og gaf fyrir nokkrum árum út Þakklætisdagbókina, sem er verkfæri sem getur hjálpað þér að innleiða hugarfar þakklætis inn í daglegt líf. Erla er að eigin sögn fróðleiksfús manneskja, jarðbundin en líka fiðrildi, lífsglöð og jákvæð. Henni þykir gaman að grúska í og skoða hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Hún stafaði sem grunnskólakennari í 13 ár og var ...
Hvernig væri að breyta gömlum venjum sem eru ekki að gagnast þér lengur? Þessi áskorun snýst um að velja sér EITT atriði sem mun hafa jákvæð áhrif á heilsu þína og gera það daglega eða vikulega (fer eftir þínu markmiði) fram til 1.janúar 2026. Þú getur annað hvort bætt einhverju góðu inn í líf þitt eða tekið út eitthvað sem er að hafa neikvæð áhrif á heilsuna. Þetta getur t.d verið að bæta inn daglegu þakklæti, hreyfingu, lesa í 15 mínútur eða taka út áfengi, sykur, hætta að taka síman...
Í þessum heilsumola fer Erla yfir praktísk atriði fyrir alla sem hafa áhuga á því að koma á námskeið hjá Ungbarnasundi Erlu í Suðurbæjarlaug. Ungbarnasund hefur gífurlega jákvæð áhrif á heilsu barna, líkamlega, andlega og félagslega. Ungbarnasund örvar hreyfiþroska barna og styrk, stuðlar að betri svefni og matarlyst, örvar skynfæri barnsins og hækkar streituþröskuld. Einnig styrkir ungbarnasund tengslamyndun foreldra og barna sem hefur áhrif á líðan og heilsu bæði foreldra og barns til...





















