DiscoverÚt að hlaupa
Út að hlaupa
Claim Ownership

Út að hlaupa

Author: Marteinn Urbancic og Þorsteinn Roy Jóhannsson

Subscribed: 293Played: 5,208
Share

Description

Létt spjall um hlaup og hlaupasenuna á Íslandi og víðar sem tilvalið er að hlusta á í rólegum hlaupatúr!
111 Episodes
Reverse
Við fengum skýrslu frá Gurru Magg, ræddum Youtube rás Út að hlaupa og framhaldið þar, ræddum kórónusjúka Elísu á Tene og fórum yfir heilræði frá Zach Miller! 
#107 Smart íslandsmet

#107 Smart íslandsmet

2026-01-1247:05

Mættir aftur í Bose stúdíóið eftir dvöl erlendis. Fórum yfir síðustu hlaup hér heima og erlendis. Ræddum ótrúlegt íslandsmet Baldvins í Valencia, fórum yfir góð ráð hvernig best er að æfa yfir vetrartímann og slóum á hina margfrægu léttu strengi! 
Marteinn fékk Guðfinnu og Bibbu til að gera upp hlaupaárið með sér. Þau fóru um víðan völl, ræddu meðal annars samfélagsmiðla, hlaupasumarið, spáðu fyrir tímabilinu 2026 og slógu á rosalega marga létta strengi, enda enga þunga strengi að finna í Bose stúdíóinu! 
Við Út að hlaupa bræður fórum yfir árið hjá okkur og rifjuðum upp góðar hlaupastundir erlendis og hérlendis á árinu sem er að líða! 
Herra Bose (Sigurður Ólafsson) kíkti í Bose stúdíóið til okkar og spjallaði við okkur um hlaupaferilinn, lífsmótandi breytingar og ástríðuna fyrir hreyfingu. Við fórum einnig yfir Valencia maraþonið og slóum á létta strengi. Allt í þrjáðbeinni frá Bose stúdíóinu!  
Við Út að hlaupa bræður fórum yfir æfingar síðustu daga, svöruðum spurningum úr sal varðandi maraþon, Laugarveginn og margt fleira. Hugleiðingarnar og hlaupauppgjörið var á sínum stað ásamt allskonar yappi um hlaup! 
Glóðvolgur þáttur úr Bose stúdíóinu að þessu sinni. Hlaupauppgjörið á sínum stað, djúsí hugleiðingar, skóhornið, gjafaleikir og svo mætti lengi telja! 
#101 Soðin í svefn!

#101 Soðin í svefn!

2025-11-0601:17:00

Það var kátt á hjalla í Bose stúdíóinu í kvöld. Við fórum yfir NY maraþonið, heyrðum frá hlauparaunum Gurru Magg, ræstum út hvern gjafaleikinn á fætur öðrum og fórum yfir mikilvæg atriði varðandi Laugaveginn!  
Í þessum tímamótaþætti sem er lengri en hálfmaraþonið hans Almgren um daginn ræddum við hlaup í nánustu fortíð, fengum Víetnamskýrslu frá Marteini og opnuðum fyrir símann! 
Ævar Hrafn Ingólfsson mætti í Bose stúdíóið og fór yfir hlaupaferilinn. Allt frá því að geta ekki hlaupið verkjalaus yfir í að háleit markmið í maraþonum. Ævar talar um það hvernig er að vera maki hlaupara, áhuga sinn á hlaupaskóm, fer yfir Chicago maraþonið og ræðir hvað hlaup eru farin að skipta hann miklu máli í daglegri rútínu. 
#98 HM uppgjör!

#98 HM uppgjör!

2025-10-0602:11:03

Guðfinna okkar allra besta mætti í Bose stúdíóið og gerði upp HM í fjarveru Marteins sem er að taka út hlaupaleiðir í Víetnam!  
#97 Upphitun fyrir HM!

#97 Upphitun fyrir HM!

2025-09-2002:01:13

Þessa dagana er allt morandi í Heimsmeistaramótum. Við tökum upphitun fyrir HM í fjallahlaupum, farið yfir keppendur, brautirnar og möguleika Íslands. Einnig fórum við yfir HM í frjálsum íþróttum og fengum góðan gest í Bose stúdíóið alla leið frá Svíþjóð! Hlaupauppgjörið var að sjálfsögðu á sínum stað ásamt strava liðnum! 
Sigurður Örn Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Tri mætti í Bose stúdíóið í dag og ræddi við okkur um mælingar hjá Greenfit. Við Út að hlaupa bræður fórum báðir í álagspróf á dögunum og fengum Sigga til þess að fara með okkur yfir skýrslurnar í þráðbeinni ásamt því að fara vel út fyrir efnið. 
Hot takes varðandi Ironman, hlaupauppgjör síðustu keppna, Örstutt yfirferð á UTMB og svo margt fleira fyrir eyrun ykkar á dag! 
Reykjavíkurmaraþonið fékk stóran sess í þessum þætti, enda margt að ræða eftir helgina. Við fengum skýrslu frá paradís utanvegahlaupanna, Chamonix frá Guðfinnu, Evu og Tobba ásamt því að við gerðum upp síðustu helgi. Ekki láta þennan fram hjá þér fara! 
Marteinn er mættur aftur í Bose stúdíóið. 500 km hlaup, Reykjavíkurmaraþon, hitamálin varðandi ITRA stig, 6 maraþon á 6 dögum. Hvað meira er hægt að biðja um á þessum fína föstudegi? 
Fannar Guðmundsson mætti í Bose stúdíóið í dag í fjarveru Marteins og ræddi um Reykjavíkurmaraþonið, erfiðleika sem mótuðu hann fyrir lífstíð, ryfjaði upp margar góðar hlaupasögur ásamt því að gera upp síðustu hlaup og fara yfir allskonar heit málefni í hlaupasamfélaginu. Fannar er einn fyndnasti maður hlaupasamfélagsins og þótt víðar væri leitað þannig að góða skemmtun! 
Guðfinna okkar allra besta mætti til okkar Út að hlaupa bræðra og fór yfir síðustu hlaup, ræddi meiðslin sín og uppbygginguna fyrir HM ásamt svo ótrúlega margt annað! 
Ofurhlaupamömmurnar Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir og Gréta Rut Bjarnadóttir kíktu í spjall til okkar Út að hlaupa bræðra og ræddu við okkur um barneignir og hlaup. Við ræddum um að vera "kúplaðar út" úr hlaupunum, að koma sér aftur af stað eftir fæðingu, grindarbotninn, þvagleka, ótrúlegt hugarfar og hvernig miklar áskoranir hafa mótað þeirra líf. Við mælum mikið með því að hlusta á þessar frábæru manneskjur segja sína sögu í gegnum hlaupin! 
Við fórum yfir upplifanir okkar af Laugavegshlaupinu í ár ásamt því að taka helstu umræðupunkta hlaupsins fyrir og ræða þá fram og til baka. Einnig fórum við yfir eitthvað af því  sem framundan er í utanvegahlaupunum og fengum góða gesti í settið til þess að segja okkur frá góðgerðarverkefni fyrir Reykjarvíkurmaraþonið! 
loading
Comments (1)

Michael William

Love to listen it and enjoy a lot a great experience https://dicedreamsfreerollslink.com/

Nov 24th
Reply