Asgeir Olafsson Lie - Podcast

Life coach listening to strangers talk about their life.

10 bestu / Guðmundur Felix Grétarsson S11 E7

Við áttum virkilega gott spjall um það sem Felix hefur gengið í gegnum frá því fyrst að hann var lítill strákur sem mótaði líf hans að hluta, að stóra slysinu þegar hann var aðeins 25 ára gamall og missti báðar hendur sínar í hræðilegu vinnuslysi.  Allt slysið er rakið til dagsins í dag þegar hann er kominn með tvo handleggi. Hvernig breytir svona lífsreynsla honum? Kemur hann sterkari undan þessu áfalli eða ekki?  Og þá hvernig? Guðmundur lýsir þessu einkar vel. Eins og þjóðin þekkir þá er hann í framboði til Forseta Ísland og segir hann frá sínum hugmyndum hvernig embættið gæti orðið enn betra. En hann talar afar vel um forvera sinn sem nú stígur niður, Guðna Th. og mærir hann mjög.  Hann langar í aukið lýðræði og vinna fyrir alla hópa þjóðfélagsins í þágu þess að allir hafa það jafn gott. Sem er fallegt.   Hvað móður sína Gullu varðar, sem settist við hlið hans eftir slysið og hefur ekki vikið þaðan síðan segir hann hana vera þá manneskju sem á stærstan þátt í því  að hann sé á lífi í dag og sparar hann ekki orðin þar.  Það er magnað og frelsandi að fá að sitja og hlusta á hann tala og segja frá þessari ótrúlegu lífsreynslu sinni,  Hvernig hann steig upp.  Hvað olli því að 15 árum síðar varð hann fyrstur allra í heiminum að fá grædda á sig tvo handleggi ? Lífsreynslusaga í sinni allra bestu mynd. Guðmundur er eins maður segir, verðugur frambjóðandi sem hefur margt fram að færa.  Er manngóður og sækist í enn meiri náungakærleik.  Hægt er að mæla með hans framboði inni á Island.is.  Eitt er ljóst að eftir viðtalið ertu fljótur að gera það.  Takk Guðmudur Felix og takk þú fyrir að hlusta á 10 bestu!

04-19
02:35:30

10 bestu / Þorsteinn Bachmann S11 E6

Í sjötta þætti elleftu seríu fæ ég til mín einn af mínum uppáhalds leikurum Þorstein Bachmann. Ég hef fylgst með honum í gegnum árin og það kemur upp úr krafsinu, eða eftir 3 og halfs klukkutíma spjalls, að við erum ekkert ólíkir að mörgu leiti.  Spjallið er létt en tekið af yfirborðinu frekar snemma og þar vildum við vera báðir tveir sem eftir lifði.  Við förum í gegnum mest allt sem hann hefur verið að gera, ræðum málin djúpstæð og einlæg og Þorsteinn hefur komist að því að það er betra að leggja EGO-ið til hliðar þegar kemur að því að lifa. Hann segir okkur hvers vegna. Hann kemur með ráð til að geta verið í núinu sem þú hlustandi góður getur nýtt þér.  Við tölum milkið um Vonarstræti sem er hans eiginlega fyrsta stóra breik í bíómyndum þar sem hann leikur Móra. Hvernig náði hann karakternum svona vel? Hann segir okkur söguna hvenær hann fékk handritið i hendurnar og lagið sem átti svo að vera í bímyndinni og kenndi honum að finna karakterinn sinn ennfrekar.  Það var merkilega gaman og fróðlegt að heyra. Hann segir okkur frá því þegar hann sagði Jodie Foster frá því hvenær hann ákvað að leggja fyrir sig listina að leika en þau léku saman í True Detective. Hann sendi prufu i það verkefni frá Spáni í fjölskylduferð. Brilliant:) Jodie Foster var hluti af þeirri ákvörðun þegar hann var lítill strákur og þar kemur bíómyndin Taxi Driver við sögu og pabbi hans heitinn.   Hvort velur hann ef hann þyrfti að velja? Sviðið eða bíómyndir? Og af hverju?  Allt þetta og svo miklu miklu meira í opinskáu og fallegu spjalli sem við áttum saman ég og Þorsteinn. Takk Þorsteinn Bachmann og takk fyrir að hlusta á 10 bestu.   

04-17
03:33:36

10 bestu / Sumarliði Helgason - Summi Hvanndal S11 E5

Í dag var mikið rætt um tónlist eðlilega. En Sumarliði er í nokkrum hljómsveitum í dag og hefur haldið alls kyns viðburði og heldur því áfram. Eyrarrokk og Norðurljósin svo eitthvað sé nefnt.  Hann talar um fjöslkylduna sína sem er samheldin, hvernig hann kynntist konunni, hvaða lag var vinsælast þegar þau hittust fyrst og börnin sín þrjú. Ekki margir vita að elsti sonur hans er að vinna með risasatórum nöfnum í bransanum, sko erlendis.  Sonur hans á þrjár platínum plötur (yfir milljón eintök seld) og vinnur þetta allt úr stúdíóinu sínu í Rimasíðunni. Eitt lag hans á yfir 250 milljón streymi á Spotify og á hann samning við SONY risann. En annars er margt framundan hjá Summa, Tenerife, semja, gigg út árið með öllum hljómsveitunum sínum í bland, Hann hlustar á allt og ef það er gott og vel samið þá höfðar það til hans.  Hann er með sín 10 lög og svo förum við líka yfir lögin sem hann hefur samið sjálfur. Örugglega mörg þar sem koma á óvart. Margir hittarar. Algerlega frábært spjall við mætan mann Summa Hvanndal. Hvernig varð Hvanndalsnafnið til? Allt kemur fram. Takk fyrir gott spjall og takk fyrir að hlusta:)

04-11
02:35:58

10 bestu / Óliver Andri Ásgeirsson S11 E4

Það sem gerir þennan þátt aðeins frábrugðinn fyrri þáttum er að viðmælandinn er sonur þáttarstjórnanda. Óliver Andri Ásgeirsson. Farið var um víðan völl, mikið staldrað við i tónlist og var sér umraeða um "lánuð" lög eða svokölluð sömpl sem var gaman að velta sér uppúr.  Gömlu lögin og þau nýju spiluð og rædd. Lögin hans Ólivers fengu ad vera með og var það krefjandi fyrir hann ad velja þau. Við hófum hins vegar þáttinn á lifandi umæðu um tilkynningu Jóns Gnarrs á Facebook um yfirvofandi tilkynningu hans a þriðjudag eftir páska kl 20:00 hvort hann fari fram eða ekki i komandi forsetakosningum.  En feðgarnir deila sameiginlegri aðdáun á Jóni og hans verkum. Einnig tónlistarmanni sem er á listanum hans Ólivers sem þeir hafa séð LIVE í Oslo á sínum tíma. Óliver stundar nám í arkítektúr í LHÍ og segist loksins hafa gaman af skóla. Hafa fundið sína hillu með öllu því góða sem því fylgir.   Hann bjó um tima í San Fransisco þar sem hann nam og spilaði fótbolta á styrk.   En fleiri höfuðhögg í boltanum leiddu til ákvarðanar sem hann þurfti að taka og var verulega erfið en skilaði honum þangað sem hann er í dag.   Það er margt framundan hjá þessum unga manni.  Skemmtilegt spjall feðga um margt sem hvor annar vissi ekki um hinn.   Gamlar minningar rifjaðar upp og alvarlegri málefni einnig. Takk fyrir að hlusta!  

03-31
02:08:20

10 bestu / Magnús Rúnar Magnússon S11 E3

Maggi Exit. Allt varðandi Exit ævintýrið og allar hinar hljómsveitirnar. Hann hefur trommaði í þeim nokkrum.  Einni sem heitir Hún andar sem margir í senunni segjast miða sig við og vera þá allra bestu. Magnús tók risaákvörðun einn daginn og viðraði hugmyndina við konuna sína að verða heimavinnandi svo hann gæti sinnt stelpunum þeirra betur. Hann sér ekki eftir þeirri ákvörðun í dag og segir það ferli hafa verið bæði þroskandi og gefandi eftir tuttugu ára starf hjá sama fyrirtæki.  Hann stendur á tímamótum. Hann er að verða fimmtugur og er að taka möguleg næsku skref út í kosmósið.  Margt framundan hjá Magga.  Hvað er næst? Eyrin, alkóhólisminn sem hann ólst upp við, æskan, konan, börnin og auðvitað rokkið. Þetta kemur allt fram í þessu líflega viðtali við síungann Magga. Takk fyrir frábært spjall Maggi.  Takk fyrir að hlusta á 10 bestu!  

03-25
02:24:50

10 bestu / María Ellingsen S11 E2

María Ellingsen segir okkur frá ferlinum sínum sem leikkona, höfundur og leikstjóri.  Hún útskrifaðist úr leiklistarskóla í New York flutti svo heim aftur þar sem hún landaði hlutverki í kvikmyndinni Foxtrot og fór svo þaðan til New York aftur. Þar fann hún umboðsmann sem sendi hana i prufur sem skiluðu allar call back-i sem kom henni svo til Hollywood. 170 þáttum í sápuóperunni Santa Barbara og þremur Hollywood myndum síðar flutti hun heim aftur.  Hún er gift Christopher Lund ljósmyndara og grunaði ekki að vera að gifta sig í annað sinn 55 ára gömul. Frábært spjall við Maríu Ellingsen sem tekur við lífinu eins og það kemur.  þú getur fylgst með Maríu á www.mariaellingsen.is Takk fyrir að hlusta!  

03-14
01:28:00

10 bestu / Hrund Hlöðversdóttir S11 E1

Í fyrsta þætti mínum í nýrri seríu þá kíkir til mín skólastýran, rithöfundurinn og þúsundþjalasmiðurinn Hrund Hlöðversdóttir. Hún leikur, útsetur, skrifar, syngur og dansar og hún kann að spila á harmonikku!  Hún hefur skrifað þrjár bækur og þrátt fyrir að fá neitanir frá bókaútgáfum eftir fyrstu bókina sína, gaf hún hana samt út og  demdi sér í að skrifa aðra bók sína í þríleik og er sú þriðja að koma út á næstu vikum með útgefanda.   Vel gert Hrund!  Hún er að taka kúvendingu á ákveðnum kaflaskilum í lífi hennar sem hún segir vera sitt tækifæri.  Hún sagði upp vinnu sinni sem skólastjóri og sér ekki eftir því.  Hún flyst erlendis á næstu mánuðum og ætlar að skrifa og láta kosmósinn og vindana sjá um hvert hún fer í kjölfarið.  Hrund flutti inn í nýja íbúð og ákvað að hafa ekki sjónvarp á heimilinu sínu.,  Hún segir það vera frelsandi og tímagefandi. Það verður hægt að fylgjast með henni á samfélagsmiðlum í því sem sem hún ætlar að taka sér fyrir hendur.  Nánar inn á www.hrund.net.  Hún heldur tónleika 4 mai nk í Laugaborg Eyjafjarðarsveit og er spennt. Þar tvinnur hún saman bækurnar sínar og tónlist. Til að ljúka sögulokum þar og hefja nýja sögu í kjölfarið erlendis.  Takk fyrir gott spjall Hrund og takk fyrir að hlusta! 

03-11
02:31:22

10 bestu / Birna Bald S10 E9

Birna er mikil íþróttakona. Hún ólst upp á brekkunni og er ein þriggja systkina en þau voru fjögur. Hún segist hafa verið mikill gaur og upplýsir hver fyrsta ástin í lífi hennar var. Hann á að vita það en eftir þetta spjall þá veit hann það þar sem hún nafngreinir hann :)   Birna missti bróður sinn þegar hún var rétt um tvítugt og hann tuttugu og eins árs. Hún deilir með okkur sorgarferlinu eftir að hann tók sitt eigið líf.   Hvernig er að missa einhvern svo nákominn sér og læra að lifa með því? Þann 6. ágúst 2023 er dagurinn sem breytir lífi Birnu þegar hún lendir í alvarlegu rafskútuslysi þar sem ekkert var vitað með framhaldið í dágóðan tíma.  Henni fannst eins og hún hefði eyðilagt líf sitt að taka skutluna undir áhrifum áfengis.  Hún fer með okkur skref fyrir skref í gegnum ferilinn sinn sem íþróttakona, þegar hún varð heimsmeistari í íshokký , þrefaldur íslandsmeistari í blaki eftir að hafa lagt skóna á hilluna og slysið sem mótaði líf hennar upp á nýtt.  Gaf henni annað tækifæri.  Hún segist breytt eftir það en heldur eins og hún getur í Birnu sem er spontant, hress og segir oftar já en nei. Hér er frábært spjall við þessa ungu konu sem langar að að gera allt í lífinu og er bara rétt að byrja. Takk fyrir að hlusta á 10 bestu!  

03-04
02:48:24

10 beste / Nicolai Horntvedt Kristensen, håndball S1 E1

Nicolai er den første til Mølla som kommer på besøk i den splitter nye podcast - serien,  Dine 10 beste. 10 bestu (Islandsk)  har vært populært på Island siden 2018 der de startet i radio, men siden 2021 har den vært kjørt igjennom podcast. Vil du være med? Ta med deg dine 10 favoritt låter, ta med deg godt humør og si oss allt du kan om deg! Nicolai starter denne journyen i Norge.  Jeg leter etter flere deltakere fra Norge. Hvem har lyst til å være med?  Det er bare å kontakte meg direkte på: asgeirasgeir(at)gmail.com

02-21
01:48:44

10 bestu / Sveppi - Sverrir Þór Sverrisson S10 E8

Frábær þáttur. Hvernig varð allt til? Þessi gæi hefur skapað margt sem orðið er "cult" á skjánum.   Af hverju gekk hann hringinn í kringum landið? Hvernig kom hugmyndin til hans og hvernig gekk...að ganga? Hvernig fékk Auddi óvart vinnu á Popptíví?  Á Ásgeir Kolbeins nafnið á FM 95Blö? Steypustöðin, Algjör Sveppi brandið, Sveppamyndirnar, Cannes hátíðin, Santa Barbara, Montpellier, Dr.frúin, börnin, staðan núna, framtíðin og... er Draumurinn að koma á skjáinn aftur?  Hvað et að snáðast?  Það er margt nýtt sem þú lærir um manninn Sverri Þór þessar mínútur. Hann hefur leikið í mörgum þáttum, kvikmyndum og á sviði. Hvað er í uppáhaldi hjá honum frá leikhúsinu og af hverju það verk? Sátum í tæpar 3 klst.  Hefðum  getað tekið 6 klst auðveldlega.  Takk fyrir gott spjall Sveppi. Takk fyrir að hlusta!  

02-20
03:02:56

KSÍ framboð til formanns 2024 / Vignir Már Þormóðsson

Vignir kom og kynnti sig fyrir okkur í góðu spjalli. Hvaðan er hann og hvað hefur hann verið að gera sl árin? Af hverju ætti hann að taka formannsstólinn á laugardaginn? Vignir hefur rekið fleiri veitingastaði i gegnum tiðina og nú siðast hótel.  Hann er akureyringur, ættaður að austan og á aðsetur í Reykjavík. Hann er giftur Hörpu Steingrímsdóttur og hann segir okkur frá fjölskylduhögum, uppvextinum, börnunum og svo ræðum við framboðið vel. Ef þig langar að kynnast þessum sómapilti að norðan betur,  getur þú gert það hér og haft gaman af.  Takk Vignir fyrir að kíkja til mín i spjall og gangi þér vel á laugardag! Megi sá besti vinna! 

02-19
01:45:58

10 bestu / María Heba, leikkona S10 E7

María Heba er stödd a Akureyri ad taka þàtt i uppsetningu leikritsins ...and Björk off corse eftir Þorvald Þorsteinsson. Hún fer yfir sína tíð sem leikkona, móðir og eiginkona. Þau hjónin, Kristófer Dignus og hún,  eiga saman þrjú börn og hafa verid saman í 30 ár. María fagnar timamotum á árinu og segir okkur öll vera nógu góð og ættum að læra að skilja það betur. Hún lék i kvikmyndinni Okkar eigin Oslo og í sjónvarpsþáttunum Systrabönd og hlaut fyrir þau hlutverk Edduna.  Svo hefur hún tekid þátt i alls kyns uppfærslum.  Hún starfar sem flugfreyja í dag og langaði alltaf að verða dansari.  Hún elskar gott karaokí og góðan dans vid goða tonlist. Það var gaman og gott að setjast niður með Maríu Hebu og kynnast henni betur. Takk María fyrir frábæran eftirmiðdag og kæri hlustandi takk fyrir ad hlusta a 10 bestu.

02-13
02:21:42

10 bestu / Axel Flovent (IN ENGLISH) S10 E6

Since Axel has almost 800.000 monthly listeners on Spotify, and most of his followers do not speak icelandic, is why we do this interview in english. Where does this guy come from? He comes from a small place in Iceland.  Why and how all this success? Is he happy about where he stands today as an artist and for what he has done so far? Could he get even bigger if he used social media to advertise himself? If so why doesnt he? We talked alot about his music and off course his 10 favorite songs (name of the show, 10 bestu)  Axel Flovent is a steady growing artist with potential to become a big star. Thats my take on him.  New LP is coming. Yes.  His life and his music and everything in between in this podcast.  Thank you for listening wherever you are in the world,  and thank you Axel Flovent for a great talk and for being such a good person you are.  

02-07
02:39:12

10 bestu / Björn Grétar Baldursson - Pabbalífið S10 E5

Mikið var gaman og nærandi að tala um pabbahlutverkið sem pabbi við annan pabba.   Björn Grétar var kominn á þann stað i lífinu að vilja ekki vera pabbi, og tímapunkturinn þegar honum var boðið að fara breytti lífi hans til þess sem það er í dag.  Hann stofnaði Pabbalífið og breytti hugsjón sinni alveg til föðurhlutverksins.   Hann segir okkur allt fra þvi hvernig hugmyndin varð til og hvort hann hefði grunað hversu stórt verkefni þetta yrði.   Þegar Björn Grétar var þriggja ára gamall lifði hann og fjölskyldan hans af snjóflóðið í Súðavík.  Hús þeirra fór undir og er þetta alveg hreint mögnuð frásögn. Hann opinberar sig tónlistarlega í viðtalinu, mögulega syngur hann,  og er alveg til í að segja hlutina eins og þeir eru.  Hann segist ekki vera fullkominn pabbi en hann hefur breytt sér til betri vegar þannig að aðrir feður líta til hans og hlusta þegar hann talar.  Ég er einn af þeim pöbbum.  Björn Grétar er magnaður í alla staði. Takk fyrir að hlusta á 10 bestu :) 

02-06
02:46:12

10 bestu / Hildur Eir Bolladóttir S10 E4

Í fjórða þætti í þessari seríu fékk ég til mín kvenskörunginn Hildi Eir.  Við fórum yfir hennar vegferð og fjölskylduhagi.  Hildur hefur tvisvar sinnum greinst með krabbamein.  Hvernig sérð þú lífið öðruvísi eftir slíka reynslu? Er munur á því hvernig lífið er metið í dag en var? Vinnan hennar er sóknarprestur hjá Akureyrarkirkju og þar starfar hún á daginn. Hún brennur fyrir það starf, en ætlaði að verða eitthvað allt annað en prestur þegar hún var yngri. Gaman var að heyra söguna hvernig hún ákvað að setja á sig hvíta kragann.   Henni þykir gaman að skrifa og hefur hún gefið út ljóðabækur.  Svo má búast við meiru þar í komandi framtíð.  Sem eru góðar fréttir fyrir þá sem hafa lesið bækurnar hennar. Og alla hina líka sem eiga það eftir.  En hvað það verður, verður að koma í ljós. Það var virkilega gaman að tala við hana um lífið, um dauðann og allt þess á milli.  Hildur er merkilega skemmtileg kona.  Þú þarft bara að hlusta og þá samþykkir þú það:) Takk fyrir að hlusta á 10 bestu. 

01-31
02:58:32

10 bestu / Heimir Örn Árnason S10 E3

Heimir er formaður bæjarráðs, þjálfari KA -Þórs í handboltanum og til næstum 30 ára verið þjálfari. Heimir Örn kíkti í gott spjall. Við fórum yfir feril hans í handboltanum og ég spurði hann hvers vegna hann væri með æðstu þjálfaragráðuna í handboolta ef hann ætlar ekki að nota hana. Allt opið í þeim efnum segir Heimir.   Hann á þrjú börn og tók að sér nýtt hlutverk þegar hann náði oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir síðustu kosningar. Ég hef þekkt Heimi lengi en hann kemur á óvart og það ætti í raun ekki að koma á óvart að hann kemur á óvart.  En hann gerði það duglega í þættinum þegar hann ákvað að syngja eitt af sínum uppáhaldslögum í 10 bestu. Sá fyrsti sem gerir það.  Það hefur hann aldrei gert áður.  Hann er maður orða sinna, vill taka samtalið,  og þorir að henda í eitt lag sem reyndar var tekið upp (one take) í stúdíói hjá góðvini hans úr boltanum Degi Sigurðssyni. Frábært spjall við góðan dreng. Ekki missa af þessu! Takk fyrir að hlusta á 10 bestu.

01-12
02:40:10

10 bestu / Ægir Örn Leifsson - hjá THULU S10 E2

Ægir kom og sagði okkur allt frá þessu spennandi, frábæra og ört vaxandi fyrirtæki sínu Þulu. Af hverju verslar heilbrigðiskerfið í Noregi við fyrirtæki staðsett á Norður Íslandi? Hvað þykir honum gaman að gera og dunda sér við? Hann er giftur Dagnýju sinni og eiga þau saman 3 börn. Hann ólst upp á brekkunni og stundaði hann íþróttir eitthvað frameftir en hætti snemma og fann fjölina aftur í hlaupum, skíðum og allri útivist. Alveg hreint frábært spjall við mann sem er á jörðinni og tekur lífinu með jafnaðargeði þrátt fyrir að vera að reka risastórt fyrirtæki. Bestu þakkir Ægir fyrir að mæta í 10 bestu!

06-08
02:18:38

10 bestu / Guðmundur Ómarsson - Gummi í Eldhafi S10 E1

Fyrsti viðmælandi minn í tíundu seríu er Guðmundur Ómarsson. Hann hefur brallað ýmislegt en er hvað þekktastur fyrir fyrirtæki sitt Eldhaf sem hann stofnaði á sínum tíma og hefur nú selt að fullu. Hann á og rekur isbúðina í miðbæ Akureyrar og hannar öpp fyrir Apple svo eitthvað sé nefnt.  Það eru breyttir tímar hjá fjölskyldunni en þau flytjast búferlum til Spánar þar sem ný tækifæri eru velkomin. Hann segir okkur frá því þegar hann hætti að drekka og hvernig líf hans breyttist.  Hann var nær dauða en lífi vegna myglu og hefur ekki náð sér að fullu síðan. Hann er með 10 laga rokklista en hann segist vera mjúkur inn á milli á sínum eldri árum samt ekki nema rétt rúmlega fertugur. Frábært spjall við Gumma í Eldhafi. Hann segir okkur söguna sína alla. 

06-02
02:47:22

10 bestu / MOLI - Siguróli Kristjánsson S9 E9

Moli kom til mín og sagði mér frá því þegar hann fékk þetta viðurnefni, Moli.  Hver það var sem ,,á heiðurinn" að nafngiftinni og hvernig það kom til. Í dag er sonur hans kallaður Moli og eitt af barnabörnunum hans var skírt Moli.  Hann á bráðum 10 barnabörn.  Hann sagði að það hefði verið Páfinn sem gaf leyfi á það.  Moli vann í fiski í 36 ár og hefur þjálfað alla tíð með.  Hann á farsælan feril með Þór og yngri landsliðum okkar.  Af hverju hélt hann ekki áfram í boltanum?  Hvernig var að alast upp í bótinni? Hann starfar í frábæru forvarnarverkefni fyrir KSÍ og ferðast hann um landið með það og hefur hefur snúið sér að því að reka Gistiheimilið LAVA apartments og svo tóku þeir feðgar og sá þriðji við Backpackers sem er orðinn vinsælasti staðurinn á Akureyri í dag að mínu mati. Hann reyndar viðurkennir að það sé svo frúin sem gerir síðan allt.  Frábært viðtal við mann sem trúir á það að heimurinn geti orðið betri á hverjum degi.   

04-25
02:46:16

10 bestu / Gestur Einar Jónasson S9 E8

Gestur Einar er leikandi léttur alltaf. Hann hefur leikið á sviði og í kvikmyndum og hann elskar tónlist. Hann er komin á eftirlaun og dundar sér við ýmislegt eins og að smíða pínulítil hús svo eitthvað sé nenft. Það er býsna fróðlegt að skauta veginn sem hann hefur farið með honum. Hann er meistari í frásögn stórskemmtilegur. Allt fengum við að vita um aðkomu hans að tveimur íkonískustu kvikmyndum sem framleiddar hafa verið á Íslandi. Hann hefur leikið í þeim báðum. Lítið hlutverk í annarri og Gogga sem allir þekkja úr Stellu í orlofi.  Takk fyrir að hlusta á 10 bestu !

02-01
02:43:20

Recommend Channels