Auðnast

Félagsleg, andleg og líkamleg heilsa, velsæld og vinnustaðir, heilbrigðisvísindi, meðferð og ráðgjöf – ekkert er Auðnast óviðkomandi í þessum málaflokkum. Í hverjum þætti fara Ragnhildur og Hrefna yfir viðfangsefni sem tengist þeirra daglegu störfum í Auðnast. Þær miðla út frá reynslu sinni og þekkingu en einnig fara þær yfir hvað vísindin hafa til málanna að leggja. Í hlaðvarpsþáttunum taka þær Hrefna og Ragnhildur einnig á móti góðum gestum. Fagfólk sem sest í stólinn hjá þeim mun ræða um fjölbreytt málefni líðandi stundar, út frá fræðum og reynslu.   Ef þú hefur áhuga á að bæta líf þitt og heilsu, leggðu við hlustir.     Ragnhildur  er klínískur sálfræðingur, fjölskyldufræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd. Hún er auk þess með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum þar sem hún lagði áherslu á samningatækni.  Hrefna Hugosdóttir er hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, sérfræðingur í vinnuvernd og sáttamiðlari.   Saman stofnuðu þær Auðnast árið 2014 í þeim tilgangi að efla heilsu og velsæld fólks.   Auðnast vinnuvernd aðstoðar þinn vinnustað í að vera leiðandi í öflugu vinnu- og heilsuverndarstarfi. Við leggjum áherslu á árangur og arðsemi með því að efla félagslegt öryggi og sjálfbærni. Við beinum sjónum okkar m.a. að heilsu, samskiptum, streitu, fjarvistum og félagslegri sjálfbærni. Með nánu samstarfi og samvinnu búum við til framúrskarandi vinnustaði með betra umhverfi fyrir starfsfólk. og framúrskarandi vinnustaði.    Auðnast klíník veitir meðferð  og ráðgjöf í þeim tilgangi að efla líðan, öryggi og heilsu fólks 

Gremja – gagnlegt verkfæri eða gallagripur

Í þessum þætti förum við yfir hvað gremja er og hver er algeng uppspretta hennar. Við stiklum líka á stóru hvernig hægt er að draga úr gremju þegar hún er okkur ógagnleg og Hrefna segir okkur gremjusögu úr sínu lífi.  Bækur sem við mælum með:  The Destructive Power of Resentment: 30 Techniques to Overcome Relationship Resentment eftir Nancy Fagan Ressentiment: Its Phenomenology and Clinical Significance eftir John White

01-31
39:31

Heilsustraumar á vinnustöðum - Hvað hefur verið vinsælt og hvað mun gerast á næstu árum?

Í þessum þætti rýnum við í hvað hefur verið ríkjandi á vinnustöðum í heilsu og velferðarúrræðum síðastlðin ár. Við kíkjum líka örlítið í spádómskúluna og spáum fyrir líklegum straumum á komandi árum. Ef þú hefur áhuga á heilsu á vinnustöðum - skaltu leggja við hlustir.

01-31
26:40

Hvíld - Mikilvægasta verkfærið til þess að ná árangri?

Hvíld er mikilvæg grunnforsenda þegar kemur að því að nýta sköpunargleði, efla þrautseigju og komast farsællega gegnum streituvaldandi tímabil. Í þessum þætti verður farið yfir margvíslegar útgáfur af hvíld og hvernig þær nýtast með ólíkum hætti eftir því hvaða verkefni þú ert að fást við hverju sinni.  

12-27
41:24

Mörk - Mýtur og praktísk ráð

Að setja mörk er eitthvað sem við þekkjum öll en i þessum þætti förum við yfir það hvernig mörk eru mikilvæg þegar kemur að heilbrigði og vellíðan. 

12-04
43:11

Parsambönd- Hvernig líður ykkur í samskiptum?

Parsambönd- Hvernig líður ykkur í samskiptum? Við skyggnumst inn á Auðnast klíník og förum yfir algengar áskoranir í parsamböndum þegar kemur að samskiptum. Við skoðum ógagnlegar aðferðir í samskiptum en leggjum líka til gagnlegar leiðir sem öll pör geta tileinkað sér. Ekki láta þennan framhjá þér fara ef þú ert í parsambandi.

10-23
38:55

Félagsleg heilsa – Ertu nokkuð að gleyma henni?

Félagsleg heilsa – Ertu nokkuð að gleyma henni? Í þessum þætti ræðum við um mikilvægi félagslegra tengsla bæði í vinnu og einkalífi. Við skoðum hvað einkennir góða félagslega heilsu og hvernig vinnustaður getur með fimm einföldum leiðum eflt hana. Að auki forum við yfir skotheld ráð þegar kemur að því að efla og hafa eftirlit með þinni eigin félagsleguri heilsu    

10-10
42:02

Þrautseigja – Er hægt að þjálfa það?

Þrautseigja – Er hægt að þjálfa það? Í þessum þætti beinum við athyglinni að því hvernig best er að takast á við krefjandi aðstæður á sem heilbrigðastan hátt, þannig að það hjálpi okkur frekar en hindri. Við skoðum hvað fræðin leggja til og hvernig þú getur tileinkað þér aðferðir sem henta bæði í leik og starfi.  

10-10
31:41

Kulnun - Hvað er mikilvægt að vita?

Kulnun – Hvað er mikilvægt að vita.  Í þessum þætti köfum við ofan í viðfangsefnið kulnun og hvernig það getur birst með margvíslegum hætti inn á vinnustað. Við ræðum hvað stjórnendur og starfsfólk geta gert til að sporna gegn kulnun en líka hvernig hægt er að grípa inn í þegar við upplifum vanlíðan fólks á vinnustað.   

10-10
43:27

Geðheilbrigði og vinnustaðurinn

Geðheilbrigði og vinnustaðurinn. Í þessum þætti ræðum við hvers vegna það skiptir máli að vinnustaðir hlúi að geðheilbrigði starfsfólks, skoðum rannsóknir og kynnum praktísk ráð þegar kemur að góðri geðheilsu.  

10-10
31:53

Recommend Channels