Brotkast - Brot úr þáttum og opnir þættir

Brotkast er efnisveita þar sem dagskrárgerðarmenn eru óháðir auglýsendum og svara eingöngu til áskrifenda sinna. Þannig bjóðum við upp á heilbrigðari umræðu sem verður ekki nauðbeygð undir háværan hóp róttæklinga á Twitter. Hægt er að kaupa áskrift á brotkast.is þar sem allt efnið er inni með aðeins einni áskrift.

Harmageddon | S03E54 | Umdeild ritlaun listamanna

Heitar umræður um listamannalaun rithöfunda blossuðu upp í vikunni eftir að Samtök skattgreiðenda birtu samantekt um úthlutanir síðustu 25 árin. Sýnist sitt hverjum. En þegar öllu er á botninn hvolft virðist þessi útgjaldaliður ríkissjóðs ekki vera sá sem við þurfum að hafa mestar áhyggjur af. Við ræðum einnig um úrræðaleysi fyrir börn í fíknivanda, menningarlegt alræði, gjaldþrot fjölbreytileikastefnunnar og ofsóknir gegn kristnum í Nígeríu í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

10-01
18:17

Fullorðins | S02E25 | Ekki taka mig of alvarlega

Þórhallur Þórhallsson er skemmtikraftur og leiðsögumaður. Þórhallur kom til okkar og ræddi um uppeldið, kvíðann og hvernig var að vera sonur eins ástsælasta leikara þjóðarinnar, Ladda.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-30
04:00

Blekaðir | S02E09 | Pétur Þór

Pétur Þór Einarsson kom til Óla í spjall, en Pétur er gestaflúrari á Studio Creative og hefur farið í tattoo skóla í Berlín.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-29
03:06

Hluthafaspjallið | S02E30 | Brim tekur heila skeið af Lýsi og spennandi tímar framundan

Ein eftirtektaverðustu fyrirtækjakaup ársins áttu sér stað þegar Brim hf. keypti allt hlutafé Lýsis hf. fyrir samtals 30 milljarða króna. Ritstjórarnir, Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson, fara vandlega yfir kaupin, aðdragandann, sögu félagsins og hvaða áhrif hækkun veiðileyfagjalda hefur á söluna. Kaupverðið mun skiptast jafnt í reiðufé og hlutabréf í Brim hf. Frá heildarverðmæti hlutafjár dragast vaxtaberandi skuldir Lýsis hf. sem námu rúmum 5,2 milljörðum króna þann 30. júní 2025. Fréttir voru af því að um skeið hefðu menn skoðað möguleika á að skrá Lýsi í Kauphöllina en að endingu lagði Brim fram tilboð sem ekki var hafnað. Erlendir aðilar höfðu áhuga en það er fagnaðarefni að félagið verði áfram í íslenskri eigu. Um leið styrkist hluthafahópur Brims og kaupin styrkja hráefnisstöðu Lýsis og færa Brim lengra upp virðiskeðju sjávarafurða.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-27
09:11

Harmageddon | S03E53 | Fordómar gagnvart einhverfum

Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að auka slagkraft í rannsóknum á einhverfu og orsökum hennar. Framtakið hefur mætt harðri gagnrýni og er í raun túlkað sem fordómar gegn einhverfum og afneitun á tilvist þeirra. Við veltum fyrir okkur hvort viðbrögðin séu birtingarmynd þess að við lifum á öld fáránleikans þar sem öllu er á rönguna hvolft? Einnig förum við í þessum þætti yfir tískuorðið “bakslag” í jafnréttismálum, deilur um olíuleit á Drekasvæðinu, landsþing Viðreisnar, stóra Jimmy Kimmel málið og hvernig sannleikurinn er orðinn að öfgahægri konsepti.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-24
15:03

Fullorðins | S02E24 | Helgi lifir Poly lífsstíl

Helgi Jean Claessen er hlaðvarpsstjórnandi og lífsstílsþjálfi sem lifir óhefðbundnu lífi. Hann á sér nokkra rekkjunauta, drekkur ekki áfengi og hleypur nakinn úti í náttúrunni. Við fengum hann í mjög gott spjall um lífið og tilveruna.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-22
05:28

Hluthafaspjallið | S02E29 | Stoðir í Kauphöllina

Eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins skoðar nú þann möguleika, ef aðstæður reynast hagfelldar, að ráðast í skráningu í Kauphöllina innan fárra vikna en áform Stoða gera þá ráð fyrir að sækja sér á annan tug milljarða í aukið hlutafé frá nýjum fjárfestum. Jón Sigurðsson forstjóri Stoða hefur meðal annars nefnt að með skráningu á markað væri hægt að nýta hlutabréf félagsins sem gagngjald í stærri viðskiptum. Búið er að ganga frá ráðningu á fjórum fjármálafyrirtækjum til að vera Stoðum til ráðgjafar við þá vinnu, meðal annars Landsbankanum. Helstu skráðu eignir Stoða eru: Síminn, Arion og Kvika og Stoðir leika stórt hlutverk í fyrirhugaðri sameiningu Arion og Kviku. Óskráðar eignir eru einnig athyglisverðar, meðal annars 35% hlut í First Waters, Bláa lóninu og Arctic Adventures.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-20
03:22

Harmageddon | S03E52 | Hatursspúandi boðberar kærleikans

Eins hryllilegt og morðið á Charlie Kirk var þá hafa viðbrögð vinstri manna kannski verið sínu verri. Hvers vegna er ekki hægt að fordæma morð á ungum fjölskylduföður án fyrirvara? Í þætti dagsins förum við ítarlega yfir atburði síðustu viku frá því að Charlie Kirk var skotinn og hvernig hin vestræni heimur hefur brugðist við.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-17
06:01

Hluthafaspjallið | S02E28 | Gervigreindin og metár í sjávarútvegi

Sjávarútvegssýningunni lauk í Laugardalshöll fyrir helgi en segja má að þangað komi allir sem láta sjávarútveginn sig einhverju varða. Fulltrúi Hluthafaspjallsins mætti á vettvang og kemur til baka fullur af fréttum af sjávarútveginum. Það stefnir í gott ár í sjávarútvegi vegna einstakra markaðsaðstæðna, það selst allt sem íslenskur sjávarútvegur framleiðir. Góð makrílveiði var einnig til mikilla bóta og ef loðnan gefur sig þetta árið þá munu menn verða sáttir en svo kemur hækkun veiðigjalda til framkvæmda um næstu áramót. Það er merkilegt að fylgjast með hinni einstöku þróun í íslenskum sjávarútvegi sem birtist í sýningu sem þessari. Að þessu sinni vakti gervigreindin mikla athygli en nokkur fyrirtæki eru að þróa byltingarkenndan búnað á því sviði, meðal annars á sviði hafrannsókna.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-15
07:48

Fullorðins | S02E23 | Vill afglæpavæða neysluskammta fíkniefna

Gauti Þeyr Másson betur þekktur undir sviðsnafninu Emmsjé Gauti, er rappari, hlaðvarpsstjórnandi og skemmtikraftur. Í þætti dagsins tölum við um allt milli himins og jarðar, lífið hans hingað til, málefni líðandi stundar, eins og trans og Charlie Kirk og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-12
04:52

Harmageddon | S03E51 | Skömm þeirra er mikil

Komið er í ljós að fordæmingarnar og reiðiofsabylgjan sem helltist yfir Snorra Másson í síðustu viku var öllum þeim sem tóku þátt til mikillar skammar. Snorra varð það á að spyrja spurninga um trúarkennisetningar sem engin má efast um án þess að verða útskúfaður. Við ræðum líka í þessum þætti um mótmæli síðustu vikna, refsiaðgerðir gegn rússum sem bitna á íslensku hátæknifyrirtæki, eyðslu ríkissjóðs í gæluverkefni aktívista, hatursglæpi gegn hvítum og byltingu unga fólksins í Nepal.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-10
06:00

Fullorðins | S02E22 | Sævar Daníel Kolandavelu | Þátturinn í heild sinni

Sævar Daníel Kolandavelu - Fertugur Tamílskur Íslendingur úr Villingaholtshrepp sem borðar skyr og stundar hugleiðslu ásamt öðru, segir frá. Hann segir frá æsku sinni, rappinu, fíkninni og baráttu sinni fyrir að ná heilsu eftir mikinn heilsubrest.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-08
01:30:14

Fullorðíns | S02E22 | Heimilið, glóðaraugu, bjór, vottar

Sævar Daníel Kolandavelu - Fertugur Tamílskur Íslendingur úr Villingaholtshrepp sem borðar skyr og stundar hugleiðslu ásamt öðru, segir frá. Hann segir frá æsku sinni, rappinu, fíkninni og baráttu sinni fyrir að ná heilsu eftir mikinn heilsubrest.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-07
04:59

Harmageddon | S03E50 | Siðafárið í kringum Snorra Másson

Það sem gerir transumræðuna erfiða er ekki efnið sjálft heldur hvernig hún er alltaf stöðvuð áður en hún hefst. Að mála allar gagnrýnisraddir sem óvini er ekki leiðin til að verja réttindi. Sá sem ekki trúir á Jesú Krist er ekki að afneita tilvist kristinna manna og sá sem trúir ekki á Íslam er ekki að afneita tilvist múslima. Hvers vegna er þá sá sem trúir að kynin séu tvö sagður afneita tilvist transfólks?Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

09-03
04:19

Bjórkast #1

Jón Þormar, Helgi Bjarnason, Sverrir Helgason og Bassi Maraj ræða málin.

08-30
02:28:28

Hluthafaspjallið | S02E27 | Veiðigjöldin grafa undan arðsemi sjávarútvegsins

Síldarvinnslan birti uppgjör sitt í vikunni en kannski vakti mesta athygli gagnrýni forstjórans, Gunnþórs Ingva­sonar, um átökin um veiðigjöld á tíma­bilinu og að arðsemi greinarinnar væri ónóg. Gunnþór sagði að það lægi nú fyrir að arð­semi eigin­fjár í sjávarút­vegi sé ekki ásættan­leg í saman­burði við aðrar at­vinnu­greinar. Í allri um­ræðu um arð­semi hefur algjörlega verið horft framhjá þeirri miklu fjár­bindingu og fjár­festingarþörf sem er í sjávarút­vegi um­fram margar aðrar greinar. Ritstjórarnir benda á að stjórn­völd kusu að hafa varnar­orð greinarinnar að engu og héldu sínu striki með stór­hækkun veiði­gjalda en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi 14. júlí síðastliðinn. Það sem blasir nú við er að sjávarútvegurinn verður að aðlaga sig að breyttu um­hverfi eins og við sjáum nú þegar í uppsögnum. Því miður mun hækkun veiði­gjalda kalla á að­gerðir hjá fyrir­tækjunum, þetta kemur fram í sam­drætti í fjár­festingum og hag­ræðingu í rekstri. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

08-30
07:41

Bjórkast #5 - Byrjar á mínútu 17:47

Jón Þormar, Helgi Bjarnason, Sverrir Helgason, Óttar Þorgríms og Kjartan Magnússon ræða málin.

08-29
03:27:24

Harmageddon | S03E49 | Aukin ógn vegna ofbeldisfullrar vinstri öfgahyggju

Skotárásum transaktívista hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum og jafnvel á Íslandi er róttæk hinseginheft farin að gera vart við sig. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, er einn fárra stjórnmálamanna sem þorir að ræða opinskátt um pólitík kynjahugmyndafræðinnar og uppsker auðvitað heiftugar árásir á sig í staðinn. Íslenskt réttarvörslukerfi virðist handónýtt þegar sakborningur í morðmáli fær fullan samskiptaaðgang að vitnum og þolendum áður en mál hennar er dómtekið og við ræðum einnig um gjaldþrot þýska velferðarkerfisins í Harmageddon þætti dagsins.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

08-28
13:02

Hluthafaspjallið | S02E26 | Þegar reynt var að stöðva útgáfu Tekjublaðsins?

Það hefur oft gengið á ýmsu við útgáfu Tekjublaðs Frjálsrar verslunar og aðilar úti í bæ reynt að koma í veg fyrir að blaðið birti upplýsingarnar. Gaukur Jörundsson, þáverandi umboðsmaður Alþingis, lagðist meira að segja yfir málið á sínum tíma eftir umkvartanir. Fjármálaráðuneytið gaf meira að segja út reglugerð um að það væri bannað að reikna upp úr álagningarskrám. Viðskiptablaðið hafði til margra ára horn í síðu Frjálsrar verslunar fyrri að gefa út upplýsingar um tekjur fólks. En svo keypti útgáfa Viðskiptablaðsins Frjálsa verslun og þá heyrðist annað hljóð í horni. Jón G. Hauksson var ritstjóri Frjálsrar verslunar í 25 ár og ef einhver einn maður er spyrtur við Tekjublaðið er það einmitt Jón G. Og viti menn; Sigurður Már Jónsson var á sínum tíma ritstjóri Viðskiptablaðsins. En er rétt að gefa út þessar upplýsingar. Þeir félagar fara hér yfir sögu Tekjublaðsins. Skemmtileg og fróðleg frásögn.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

08-24
18:22

Harmageddon | S03E48 | Leikskólakerfið á ábyrgð borgarinnar

Ekki er við leikskólastjórnendur að sakast í skelfilegu máli sem upp kom á leikskólanum Múlaborg í síðustu viku. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að leikskólar hafa verið reknir með viðvarandi niðurskurðarkröfu þannig að erfitt hefur verið að manna þessa skóla með góðu fólki. Við ræðum líka um gagnslaust kennaranám, brjálæðislega helstefnu borgarinnar gegn bílastæðum og kröfu BDSM fólk um að fá að vera meira sýnilegt í samfélaginu. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

08-20
20:53

Recommend Channels