DiscoverFókus
Fókus
Claim Ownership

Fókus

Author: DV

Subscribed: 105Played: 3,000
Share

Description

Fókus er birtur í hljóði og mynd vikulega á dv.is. Þátturinn er í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur.
119 Episodes
Reverse
Gestur þáttarins er ísdrottningin Ásdís Rán. Umsjón hefur Guðrún Ósk Guðjónsdóttir blaðamaður.
Linda Sæberg hefur undanfarin ár gengið í gegnum dimma dali en með aðdáunarverðum hætti tekist á við öll vandamál með bjartsýni og von að leiðarljósi. Hún er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV, þar sem hún opnar sig um baráttuna við brjóstakrabbamein, áfallasögu sem mótaði líf hennar í tvo áratugi og þá djúpu umbreytingu sem hún gekk í gegnum þegar hún fann styrk í andlegum málum og spiritúalisma. Í dag talar hún opinskátt um óttann, vonina, bataferlið og nýtt líf – sem leiddi hana að ástinni, fjölskyldu og draumaheimili sem hún segir að alheimurinn hafi fært henni þegar hún var loksins tilbúin.
Körfuboltakonan Sylvía Rún Hálfdanardóttir greindist með áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD) þegar hún var sautján ára gömul. Greiningin opnaði augu hennar fyrir ýmsu úr æsku hennar sem var vísbending um hvað var að hrjá hana. Um tíma var hún orðin fárveik en blessunarlega leitaði hún sér hjálpar og tókst með baráttuandann að vopni að komast í gegnum þetta skeið. Í dag er hún á góðum stað og er með ýmis tæki og tól til þess að glíma við röskunina.Sylvía er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV, þar sem hún ræðir opinskátt um hvernig líf hennar breyttist í kjölfar greiningarinnar, fyrstu einkenni, þegar hún varð það lasin að hún þurfti að hætta að æfa og vinna, og einnig hvernig baráttuandinn frá körfunni kom henni í gegnum erfiðasta kaflann. Hún er mætt aftur á völlinn með Ármanni og deilir lífi sínu með OCD á TikTok.
Gunnar Dan, rithöfundur og verslunarstjóri Handverkshússins, trúir því staðfastlega að mannkynið sé ekki eitt í alheiminum. Gunnar var að gefa út bókina UFO101 og er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Hann ræðir um reglulegar heimsóknir geimvera til jarðar – líka til Íslands. Hann segir frá mismunandi tegundum geimvera, meintum samningum þeirra við stórveldi og íslensku brottnámstilfelli. Gunnar lýsir jafnframt eigin andlegri reynslu sem hann telur tengjast vitundarvakningu mannkynsins og yfirnáttúrulegum skilaboðum utan úr geimnum.
Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón Rúnar Sveinsson er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Hann ræddi um ýmsar tegundir netsvindls í þættinum, hvað skal varast og hvað sé gott að vita. Hann hvetur fólk til að vera gagnrýnið en svindlin eru sífellt að verða þróaðri og fágaðri. Það eru heilu hóparnir sem vinna við að hafa af öðrum fé og þó sumir hópar séu viðkvæmari en aðrir þá geta allir lent í þessu. Hann nefnir dæmi um að einstaklingar hafa tapað tugum milljóna í slíkum svindlum og fyrirtæki yfir hundrað milljónir, bara á þessu ári.
Tónlistarkonan Paradísa er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Hún heitir fullu nafni Dísa Dungal og er fyrrverandi fegurðardrottning og íþróttafræðingur.Líf Paradísu snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði árið 2022. Það hafði gríðarleg áhrif á hana, ekki bara líkamleg heldur einnig andleg en Paradísu fannst fótunum kippt undan henni. Hún gat ekki lengur sinnt starfi sínu né stundað áhugamál sín, hún var týnd þar til hún fann nýjan tilgang; að semja tónlist. Hún tók upp listamannanafnið Paradísa og hefur gefið út þrjú lög og er plata væntanleg þann 8. nóvember næstkomandi. Paradísa ræðir einnig um þátttöku sína í fegurðarsamkeppnum í þættinum, en hún segist bæði hafa góða og slæma reynslu af slíkum keppnum. Hún segist hafa séð og upplifað alls konar óviðeigandi hegðun gagnvart saklausum ungum keppendum.Allt þetta og miklu meira í þætti vikunnar.
Hanna Birna Valdimarsdóttir, 33 ára, var læknisfræðileg ráðgáta í mörg ár áður en hún var greind með POTS-heilkenni. Hún er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.Hanna Birna fékk fyrstu einkennin fyrir rúmlega áratug síðan þegar hún gekk með dóttur sína. Einkennin gerðu aftur vart við sig á meðgöngu sonar hennar en mætti Hanna Birna dómhörku í heilbrigðiskerfinu og var spurð hvort hún væri „alltaf svona vælin“ þegar hún lýsti áhyggjum sínum. Nokkrum dögum eftir settan dag fékk Hanna Birna blóðtappa í lungun, sonurinn var tekinn með bráðakeisara og næsta sem hún man er að vakna í öndunarvél. Það liðu sex ár þar til hún fékk loksins greiningu eftir mikil veikindi. Það var viss léttir að fá loksins útskýringu á því sem var að hrjá hana, en þetta markaði einnig upphaf krefjandi baráttu, bæði við sjúkdóminn og kerfið sem á að styðja hana en þann 1. október síðastliðinn hættu Sjúkratryggingar Íslands að niðurgreiða vökvagjöf til POTS-sjúklinga.Undirskriftarlistinn: Áskorun til heilbrigðisyfirvalda að endurskoða ákvörðun um stöðvun niðurgreiðslna vökvagjafa v. POTS  https://island.is/undirskriftalistar/e36c2fea-40fd-405a-b836-64143cf347b3
Markaðsstjórinn og áhrifavaldurinn Viktoría Rós Jóhannsdóttir opnar sig í viðtalsþættinum Fókus og segir frá átakanlegri lífsreynslu sem mótaði hana. Þrátt fyrir venjulega æsku varð hún fyrir kynferðisofbeldi sem barn af hendi barnapíu, áfalli sem hún vann ekki úr fyrr en mörgum árum síðar. Í kjölfarið fylgdu erfið sambönd, áfengisvandamál og flókin fjölskyldumál varðandi faðerni sonar hennar, en í dag hefur Viktoría snúið lífi sínu við með sjálfsvinnu og stuðningi AA. Hún ræðir fortíðina, baráttuna við fíknina og hvernig hún byggði sig upp á ný í einlægu og áhrifaríku viðtali.
Hekla, 25 ára, var um árabil afreksíþróttakona í frjálsum íþróttum og bjó um tíma í Texas þar sem hún lagði nám við West Texas A&M háskólann og keppti fyrir hönd skólaliðsins. Þegar hún var átján ára gömul vildi hún ná lengra í greininni og ákvað að kaupa matarplan frá fitness þjálfara. Hún myndaði fljótlega óheilbrigt samband við mat og þróaði með sér átröskun sem tók yfir líf hennar. Hún hefur verið í bata síðan í byrjun árs og líður vel. Hún vill segja sína sögu til að vekja athygli á þessum falda en því miður allt of algenga sjúkdómi, hún barðist í hljóði í mörg ár og veit að það eru fleiri í sömu stöðu.Hekla hefur verið að vekja athygli á TikTok fyrir að ræða hreinskilið og hispurslaust um baráttu sína og bataferli. Hún sýnir frá því sem hún borðar í bata og minnir áhorfendur alltaf á að matur er bensín, nauðsynlegur til að halda manni gangandi.
Athafnakonan Katla Hreiðarsdóttir, betur þekkt sem Katla í Systur og makar, er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Fyrir rúmlega ári síðan var Katla alvarlega að íhuga að hætta eftir sautján ára rekstur. Það voru erfiðir tímar, bróðir hennar var að berjast við illvígt krabbamein og hún var ólétt af þriðja barninu á stuttum tíma. Reksturinn var líka í lægð en það hefur verið krefjandi undanfarin ár að halda úti framleiðslu á Íslandi. En Katla vildi ekki gefast strax upp og þakkar hún Hrólfi bróður sínum heitnum fyrir að hafa hvatt hana áfram og minnt hana á hvað sé mikilvægt í þessu lífi.
Guðrún Helga Sørtveit, áhrifavaldur og eigandi fyrirtækisins Fyrsta árið, er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.Í þættinum opnar Guðrún sig um móðurhlutverkið, þegar hún fékk utanlegsfóstur sem varð til þess að fjarlægja þurfti annan eggjastokkinn og gleðina og kvíðann sem hún upplifði þegar hún varð fljótlega aftur ólétt. Hún segir frá báðum meðgöngunum og fæðingunum og ræðir einnig einlæg um fæðingarþunglyndi, samfélagsmiðla og margt fleira.
Við vörum við efnisinnihaldi þáttarins, fjallað er um ofbeldi, kynferðisofbeldi, fíkniefnaneyslu og sjálfsvíg. Kokkurinn og hnefaleikastjarnan Kara Guðmundsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Saga Köru er lituð af áföllum og erfiðleikum, en þetta er líka sigursaga og vonarsaga fyrir fólk í svipuðum aðstæðum og ástvini þeirra.
Áhrifavaldurinn Steffý Þórólfsdóttir upplifði erfiða tíma á sinni fyrstu meðgöngu. Hún var illa stödd andlega, meðal annars vegna áreitis og eineltis, og hafði miklar áhyggjur af því hvort að það myndi hafa áhrif á frumburðinn í móðurkviðnum. Hún hefur fjallað um þessa reynslu sína á samfélagsmiðlum, svo athygli hefur vakið, og segir að tilgangurinn hafi verið sá að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að huga að andlegri heilsu mæðra.Steffý er gestur í Fókus, viðtalsþætti DV, þar sem hún fer ítarlega yfir þetta tímabil, hvernig það byrjaði og þróaðist. Hún deilir sinni upplifun og áhrifunum sem þetta hafði á hana. Hún þakkar sérstaklega Píeta samtökunum og Bjarkarhlíð fyrir hjálpina og stuðninginn.
Einkaþjálfarinn, athafnakonan og áhrifavaldurinn Hafdís Björg Kristjánsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Fókus snýr aftur eftir sumarfrí og í fyrsta þætti ræðir Hafdís einlæg um að finna sig eftir erfiðleika, vinkonumissi og hvernig er að verða fyrir netníði þegar hún var á dimmum stað.Hún opnar sig einnig um æskuna, að verða móðir ung og fæðingarþunglyndi.
Söng- og leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir ræðir um mörgu hliðar móðurhlutverksins, tónlistar- og leiklistaferilinn, harkið og gamanið, ástina og lífið með ADHD í Fókus, viðtalsþætti DV.
Myndlistarkonan Helena Reynisdóttir flutti heim til Íslands frá Berlín eftir um fimm ára dvöl. Flutningurinn markaði ákveðin tímamót í lífi hennar. Þá var hún nýkomin úr fimm ára sambandi þar sem hún var beitt andlegu ofbeldi. Hún ákvað nýlega að stíga fram í myndbandi á TikTok og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Andlegt ofbeldi er gjarnan falið, tabú að tala um og mikil skömm sem getur fylgt því, en þó hún hafi ekki verið með líkamlega áverka þá var hún undir lok sambandsins búin að missa mikla þyngd, byrjuð að missa hárið og komin með útbrot um líkamann. Orkan nánast engin en erfiðast var að horfast í augu við að hún væri í ofbeldissambandi. Helena hefur alla tíð verið sjálfsörugg með sterkt bakland og datt aldrei í hug að hún gæti lent í þessum aðstæðum. En það er einmitt ástæðan fyrir því að hún ákvað að stíga fram og segja sögu sína í Fókus, viðtalsþætti DV. Hún vill vekja athygli á einkennum andlegs ofbeldis og vonandi hjálpa einhverjum í sömu stöðu.
Hárgreiðslumeistarinn Hermann Óli Bachmann Ólafsson er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.Hann ræðir um hvernig það var að alast upp sem samkynhneigður strákur þegar hommi var álitið niðrandi og ljótt orð. Hann ræðir einnig um hárgreiðsluferilinn og fyrirtækjareksturinn, sem hefur verið eins og rússíbani á köflum.Hermann opnar sig í einlægur um persónuleg mál, eins og barneignaferlið sem breyttist í þriggja ára martröð og skilnaðinn sem lífgaði hann við. Hann segir að það sem gerði útslagið var þegar hann heyrði að þáverandi eiginmaður hans hafði sagt öðrum karlmönnum að Hermann væri látinn til að auðvelda framhjáhaldið.
Tónlistarmaðurinn og kennarinn Svavar Elliði Svavarson kom nýlega heim frá Istanbúl í Tyrklandi, þar sem hann gekkst hann undir hárígræðslu á höfði.Hann segir frá öllu ferlinu, aðgerðinu og batanum í þættinum. Hann ræðir einnig stuttlega um tónlistarferilinn og fyrsta stefnumótið með unnustu sinni, sem byrjaði ansi erfiðlega en hann náði að rétta skútuna af og eiga þau í dag son.
Fanney Skúladóttir, markaðsstjóri, er gestur vikunnar í Fókus.Fanney varð móðir ung. Hún var ólétt af sínu fyrsta barni sautján ára gömul, en sonur hennar er einmitt sautján ára í dag. Áratugur leið þar til hún eignaðist annað barn, en hún eignaðist tvær stúlkur með árs millibili. Fanney hefur því bæði átt börn með löngu millibili og svo mjög stuttu og hún segir að hið síðarnefnda hafi vissulega verið mikið hark fyrstu árin.Samhliða barneignum hefur Fanney menntað sig og hlustað á innsæið um hvaða stefnu skal næst taka. Hún er stjórnmálafræðingur með MPA í opinberri stjórnsýslu, förðunarfræðingur, og með MS í markaðsfræði. Í dag starfar hún sem markaðstjóri Blush, heldur úti hlaðvarpinu Tvær á floti ásamt vinkonu sinni Söru Alexíu og deilir efni á Instagram og TikTok þar sem hún nýtur vinsælda.Fanney ræðir í þættinum um móðurhlutverkið. Hvernig var að vera ung móðir og að eignast síðan tvö börn með stuttu millibilli. Hvernig hún týndi sér sjálfri í hlutverkinu en fann sig á ný. Hvernig lífið breytist eftir þrítugt og hvaða ráð hún gefur öðrum konum í sömu stöðu.Allt þetta og mikið meira í þætti vikunnar.
Dimmey Rós Lúðvíksdóttir valdi hinseginleikann sem málstað til að vekja athygli á þegar hún keppti í Ungfrú Ísland í byrjun apríl. Hún þekkir það af eigin raun að verða fyrir fordómum en hún og kærasta hennar hafa þurft að þola mótlæti og áreiti vegna sambands þeirra. Dimmey er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.
loading
Comments