Gagnaverið hlaðvarp

Gagnaverið er hlaðvarp um tækni og ýmsa króka og kima tengd tækni.

Gagnaverið - Samfélagsmiðlar partur 3

Þriðji og næst síðasti þátturinn um samfélagsmiðlana. Í þættinum í dag verður fjallað um pólitísku hliðina á samfélagsmiðlum, Cambridge Analytica, hvernig flokkar nýta sér samfélagsmiðla, fake news og svo margt fleira.

06-29
01:00:34

Gagnaverið - Samfélagsmiðlar partur 2

Í þættinum í dag er rætt um ritskoðun á samfélagsmiðlum, cancel culture og hvernig samfélagsmiðlar ná að sérsníða efnið að okkur. Gestur þáttarins var Arnór Steinn Ívarsson, félagsfræðingur, en hann var einnig gestur síðasta þáttar.

06-07
01:03:44

Samfélagsmiðlar - 1. hluti - Gagnaverið

TRIGGER WARNING - Þátturinn inniheldur umræðu um OnlyFans Fyrsti þáttur af þremur um samfélagsmiðla. Ræddum við Arnór Stein Ívarsson um samfélagsmiðla fortíðarinnar, áhrifavalda og OnlyFans. Hvað er þetta OnlyFans og er það skref í rétta átt? Hvað varð um MySpace? Hvað er málið með áhrifavalda í dag? Svörum þessum spurningum og fleirum í þættinum í dag.

04-28
01:29:52

Gervigreind - Gagnaverið

Í þættinum í dag ræðum við gervigreind, bæði hvað hún er á einföldu máli, hvað hún býður upp á og svo samfélags- og siðfræði hennar. Viðmælendur þáttarins voru Saga Úlfarsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir.

08-31
01:22:10

Raddstýring tækja - Gagnaverið

Í þættinum í dag verður fjallað um raddstýringu tækja, eins og Siri og Google Assistant. Hvernig virka þessi forrit og hvað er í gangi á Íslandi?

06-19
49:01

TikTok - Gagnaverið

Í þættinum í dag verður fjallað um samfélagsmiðilinn TikTok.

05-19
50:34

5G - Gagnaverið

Í þættinum í dag verður farið yfir 5G og hvaða áhrif það mun hafa á líf fólks. Um hvað snúast deilurnar milli Bandaríkjanna og Kína? Hversu mikil breyting er þetta frá 4G og 3G? Þurfum við ljósleiðara?

03-19
55:13

Rafíþróttir - Gagnaverið

Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Gagnaverið. Þátturinn er í umsjón Arnars Kjartanssonar, Maríu Rósar Kaldalóns og Jóhanns Hall.

03-03
59:25

Recommend Channels