Discover
Límónutréð

54 Episodes
Reverse
Við höldum áfram að tala við kennara sem tóku þátt í EECERA ráðstefnunni í Brighton í ágúst. Í þættinum segja þær Eyrún Bjarnadóttir, leikskólakennari í Múlaborg, og Regína Laufdal Aðalsteinsdóttir, leikskólakennari í Suðurborg, okkur frá Erasmus+ verkefninu BeIn sem gengur út á það að byggja upp traust með foreldrum.
Límónutréð hitti Adrijönu Visnjic-Jevtic á EECERA ráðstefnunni í Brighton. Adrijana er dósent við háskólann í Zagreb, Króatíu. Hún er einnig forseti evrópudeildar OMEP samtakanna. Í þættinum segir Adrijana okkur frá rannsóknaráherslum sínum og starfi OMEP
Í þættinum segja þær Harpa Kolbeinsdóttir, leikskólastjóri í Stekkjarási og Unnur Henrysdóttir, leikskólakennari í Marbakka, okkur frá ráðstefnunni Vöxum saman sem haldin verður í Skátaheimilinu í Hafnarfirði 1. nóvember n.k.
Skráning fer fram í gegnum netfangið voxumsaman@gmail.com
Límónutréð fór á EECERA ráðstefnu í Brighton í byrjun september s.l. og tók upp nokkra þætti. Í þessum þætti hittum við nokkra íslenska þátttakendur og heyrum hvernig þeirra upplifun var af ráðstefnunni.
Næsta ráðstefna EECERA verður í lok ágúst 2025 í Bratislava, Slovakiu
Í þættinum segir Linda Ósk Sigurðardóttir, sérkennslustjóri í leikskólanum Hlíð í Reykjavík, okkur frá meistararannsókn sinni. Linda Ósk lauk meistaranámi í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf við Menntavísindasvið HÍ og í rannsókninni skoðaði hún móttöku og leiðsögn nýs starfsfólks í leikskóla.
Í þættinum heimsækjum við leikskólann Iðavöll á Akureyri og tölum við Önnu Lilju Sævarsdóttur leikskólastjóra. Við fórum um víðan völl enda á leikskólinn sér langa sögu og margt áhugavert er framundan í starfinu, t.d. eru kennarar að taka þátt í nýju verkefni sem tengist hæglæti og fljótlega verður opnuð ungbarnadeild í húsnæði grunnskóla í hverfinu.
Í þættinum segir Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarmiðju menntamála hjá Skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar, okkur frá starfi sínu. Fríða Bjarney segir okkur einnig frá doktorsrannsókn sinni sem þar sem hún skoðar námsrými fjöltyngdra barna í leikskólum. Þar sem Barnamenningarhátíð stendur nú yfir í Reykjavík, endum við á lagi hátíðarinnar 2023, Kæri heimur með hljómsveitinni Flott
Í þættinum segja þau Íris Hrönn Kristinsdóttir og Gunnar Gíslason okkur frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Þar er unnið að ýmsum áhugaverðum verkefnum sem m.a. tengjast leikskólastiginu.
Límónutréð heimsótti Dr. Rannveigu Oddsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri. Hennar sérsvið er málþroski og læsi og í þættinum fjallar hún um sínar rannsóknir sem tengjast málörvun og læsi í leikskólum.
Í þessum þætti heimsækjum við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi þar sem unnið er í út frá kenningu Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði og hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Þær Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri og Elín Friðriksdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, sögðu okkur frá starfinu í Uglukletti og hvernig það hefur þróast frá opnun leikskólans árið 2007.
Í þættinum segja þær Ína Dögg Eyþórsdóttir, Dr. Anna Magnea Hreinsdóttir og Dr. Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir frá raunfærnimati í leikskólakennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um þessar mundir er verið að meta þróunarverkefni um raunfærnimat sem unnið var á þessu skólaári og taka ákvarðanir um næstu skref.
Í þættinum segir Dr. Hrönn Pálmadóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, okkur frá rannsóknum sínum sem tengjast yngtu leikskólabörnunum. Hvað þarf að hafa í huga þegar leikskólastarf fyrir yngstu börnin er skipulagt?
Í þessum þætti heimsóttum við leikskólann Laufskála í Grafarvogi sem leggur áherslu á leiklist starfinu. Hildur Lilja Jónsdóttir leikskólastjóri, og Sigríður Jóna Clausen verkefnastjóri, sögðu okkur frá hvernig unnið er með leiklistina bæði í skipulögðum stundum og hvernig hún fléttast inn í daglegt starf.
Í þessum fyrsta þætti haustins komu fulltrúar starfshóps á vegum Mennta-og menningarmálaráðuneytsins um styrkingu leikskólastigsins og kynntu tillögur hópsins. Hópurinn leggur fram fjölþættar tillögur um hvernig efla megi skólastarf á leikskólastigi, m.a. um endurskoðun á aðalnámskrá leikskóla, reglugerð um starfsumhverfi leikskóla og byggingarreglugerð. Tillögurnar eru nú til umfjöllunar í ráðuneytinu, m.a. í samhengi við fyrstu innleiðingaráætlun nýrrar menntastefnu sem kynnt verður í haust. Hér má nálgast skýrsluna í heild sinni: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/08/23/Breytingar-sem-efla-leikskolastarf/
Í þættinum fáum við innsýn í leikskólastarf á Patreksfirði. Sigríður Gunnarsdóttir leikskólastjóri okkur frá hvernig starfinu í Arakletti og hvernig samfélagið allt tekur þátt í því.
Í þættinum segir Dr. Þórdís Þórðardóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, okkur frá nýrri bók sem fjallar um reynslu karla af leikskólastörfum. Bókin heitir Exploring Career Trajectories of Men in the Early Childhood Education and Care Workforce: Why They Leave and Why They Stay. Ritstjórar eru David L. Brody, Kari Emilsen, Tim Rohrmann og Jo Warin. Bókin byggir á niðurstöðum úr alþjóðlegri rannsókn sem fram fór í þrettán löndum víðs vegar um heiminn. Þórdís er meðhöfundur tveggja kafla í bókinni.
Nánari upplýsingar um bókina er að finna hér
Í þessum þætti fengum við fjóra kennara frá Menntavísindasviði til okkar, Dr. Kristínu Karlsdóttur, Önnu Katarzynu Wozniczka, Renötu Emilsson Pesková og Dr. Susan Rafik Hama. Þær segja okkur frá nýju námskeiði í leikskólakennaranáminu við sviðið þar sem leikskólakennaranemum með annað móðurmál en íslensku er boðið upp á samtalsvettvang um fagið.
Í þættinum segja þær Linda Rún Traustadóttir og Melkorka Kjartansdóttir okkur fá lokaverkefnum sínum sem nýverið hlutu viðurkenningu frá skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Linda Rún skoðaði áskoranir í starfi leikskólastjóra og Melkorka útbjó stafrænt fræðsluefni fyrir leiðbeinendur í leikskólum. Við óskum þeim báðum til hamingju með þennan glæsilega árangur
Límónutréð fór og hitti Salvöru Nordal sem situr í embætti umboðsmanns barna. Salvör sagði okkur frá því um hvað embættið snýst og hvers vegna það er mikilvægt. Heimasíða umboðsmanns barna er barn.is
Krikaskóli er samþættur leik-og grunnskóli í Mosfellsbæ fyrir börn á aldrinum 2ja - 9 ára. Þrúður Hjelm skólastjóri segir okkur frá sérstöðu skólans; hvernig hugmyndafræðin og húsnæðið og lóðin vinna saman.
Comments