Mæðgurnar fá til sín leikkonuna, BYKO-konuna og þúsundþjalasmiðinn Önnu Margréti Káradóttur. Þær tala um móðurmissi, minningar og símtöl sem mættu vera fleiri og lengri.
Mæðgurnar eru komnar aftur eftir Tene og allskonar. Ebba leggur próf fyrir Helgu! Hversu vel er hún að sér í slangrinu?
Ebba og Helga fá mæðgurnar Guðbjörgu Thoroddsen, leikara, og Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, gallerista, í heimsókn og ræða samband þeirra, fjölskyldufundi, listina og margt margt fleira.
Ebba og Helga svara spurningum sem hafa brunnið á hlustendum! Ert þú með spurningu fyrir mæðgurnar? Skildu eftir komment! Tæknin var aðeins að stríða okkur við gerð þessa þáttar, ekkert alvarlegt en stundum er hljóðið aðeins off.
Helga og Ebba tala um áhyggjur, breytt hlutverk og ýmislegt fleira sín á milli. Helga og Stefán, tæknimaður, tala um sjónvarpsþætti. Síðan fá mæðgurnar til sín góða gesti, Lilju Katrínu útvarpskonu á Bylgjunni og Sigurjónu, mömmu hennar, spákonu og fyrrum kennara. Þær ræða allt á milli himins og jarðar, þar með talið fortíð Lilju og lögreglunar…