Með lífið í lúkunum

<p>Í hlaðvarpinu <em>Með lífið í lúkunum </em>fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.</p><p><br></p><p>Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.</p>

81. Náttúran kallar. Að gista í hellum, sofa undir berum himni, elda mat á hverum og baða sig á leyndum baðstöðum. Úlfar Jón Andrésson

Í þessu áhugaverða spjalli kynnumst við Úlfari Jóni Andréssyni sem fer ekki hefðbundnar leiðir í lífinu. Hann er fæddur og uppalinn í Hveragerði og býr þar ásamt eiginkonu sinni og tveimur litlum börnum. Við ræðum um uppeldið og lífsstíl hans sem felst mikið í útivist, t.d. að gista í hellum, sofa undir berum himni og jafnvel í snjóstormi, elda mat á hverum, skauta á gígjum og baða sig á leyndum baðstöðum. Úlfar og kona hans hafa börnin sín með í flestum ævintýrum sínum og draumurinn er...

02-08
01:21:20

Lífshlaupið, hvað er það? (Heilsumoli 16)

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. ÍSÍ styðst við ráðleggingar Embætti landlæknis um hreyfingu. Nánari upplýsingar um ráðleggingar um hreyfingu má finna á síðu Embætti Landlæknis. Lífshlaupið stendur fyrir: Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngr...

02-03
05:48

80. Heilsueflandi vinnustaðir og fyrirbyggjandi læknisfræði. Hilda Hrönn Guðmundsdóttir

Í þætti vikunnar ræðir Erla við Hildu Hrönn Guðmundsóttur sérnámslæknir í heimilislækningum um heilsueflandi vinnustaði, vellíðan, hamingju, viðhorf, menningu, kulnun, uppbyggingarleyfi, tækifæri á Íslandi og fleira. Hilda Hrönn starfar á Heilsugæslunni á Akureyri og brennur fyrir fyrirbyggjandi læknisfræði og lýðheilsu og hefur sérstakan áhuga á heilsu lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt. Hún segir meðal annars frá því hvernig hugmynd hennar að rannsóknar- og gæðaverk...

02-01
51:22

79. Í alvöru talað! Streita, kulnun, áföll og sjálfsvinna. Gulla og Lydía Ósk

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum, spjallar Erla við stórskemmtilegu vinkonurnar, Gullu og Lydíu Ósk sem halda úti hlaðvarpinu Í alvöru talað! Í þættinum ræða þær meðal annars um áföll, erfiða æsku, kulnun, streitu, veikindaleyfi, skömm, nauðsynlegar samfélagslegar breytingar og sjálfsvinnu. Þær stöllur eru að eigin sögn miðaldra mæður að láta móðan mása. Lydía er sálfræðingur og jógakennari en Gulla er förðunarfræðingur, áhugaleikari og tískudrós. Einkunnarorð þeirra: V...

01-25
01:36:53

Djúpslökun- 35 mínútur. (Heilsumoli 15)

Í amstri dagsins er nauðsynlegt að gefa sér tíma til þess að ,,hlaða batteríin" okkar reglulega, bæði andlega og líkamlega. Við pössum flest að ræftæki okkar séu hlaðin fyrir daginn enn munum við eftir því að hlaða okkur sjálf? Til eru margar leiðir til þess að ,,hlaða" sig en djúpslökun er afar áhrifarík leið til þess að öðlast innri ró og losa um spennu og eða streitu sem situr í líkamanum. Þessi djúpslökun er rúmlega 30 mínútna leidd hugleiðsla sem er einföld en afar áhrifarík leið...

01-20
35:16

78. Með heilsuna í vasanum. Ingi Torfi og Linda Rakel.

Í þættinum ræðir Erla við hjónin Inga Torfa Sverrisson og Lindu Rakel Jónsdóttur. Þau hjónin hafa á síðust árum hjálpað ótal einstaklingum að bæta heilsu sína og hafa hannað og komið á laggirnar smáforritinu Life Track sem getur stutt við heilsuferðalag fólks á margvíslegan hátt. VIð ræddum um hugmyndafræðina á bakvið appið, hvernig það kom til að fasteignasali og bankastarfsmaður hættu í vinnunni sinni í miðju covid og fóru að hjálpa fólki að bæta heilsuna. Við ræddum um macro...

01-18
01:20:59

77. „Standið í lappirnar!" Heilsa og velferð barna og ungmenna. Þorgrímur Þráinsson

Í þættinum ræðir Erla við Þorgrím Þráinsson rithöfund, fyrirlesara og talsmann heilsu, mannúðar og réttlætis um heilsu, kvíðakynslóðina, skólakerfið, skjánotkun, samfélagsmiðla, tengslamyndun og fleira. Þorgrímur þorir að segja það sem margir hugsa. Hann brennur fyrir það að bæta líðan ungmenna i landinu og hefur um áraraðir haldið fyrirlestra í grunnskólum landsins til þess að aðstoða ungmenni við að verða ástangin af lífinu. Þorgrímur hefur á síðustu áratugum verið ,,maðurinn á bakvið...

01-11
01:05:41

76. Styrkur er valdeflandi. Anníe Mist Þórisdóttir

Í fyrsta þætti ársins ræðir Erla við Anníe Mist Þórisdóttur sem er flestum Íslendingum kunnug og reyndar víðs vegar um heiminn líka og er með 1,4 milljón fylgendur á Instagram. Hún er alveg mögnuð íþróttakona sem hefur verið á hæsta leveli í Crossfit síðan árið 2009. Við ræddum um móðurhlutverkið, atvinnumennsku, CrossFit íþróttina og muninn á því að keppa sem einstaklingur eða með liði og hvað það hefur kennt henni. Við förum yfir mjög sorglegan atburð sem átti sér stað á Heimsleikunum...

01-04
01:45:31

75. Liðleiki, hreyfigeta og lífsgæði. Lilja Sigurgeirsdóttir.

Í þættinum ræðir Erla við Lilju Sigurgeirsdóttur um liðleika, hreyfigetu, lífsgæði, styrk, andlega og líkamlega heilsu, ADHD, að setja sér mörk og margt fleira. Lilja sem er oft kölluð Liðleika Lilja er með alls konar námskeið. Hún þjálfar bæði börn og fullorðna, almenning og íþróttafólk og hjálpar einstaklingum að ná árangri og bæta heilsu sína með aukinni hreyfigetu og styrk. Í lok þáttarins kemur Lilja með góð ráð fyrir íþróttafólk. Þetta er einlægt viðtal, stútfullt af fróðleik og á eri...

12-19
01:29:27

74. Ungur nemur gamall temur. Íþróttakennari í yfir 40 ár. Logi Ólafsson

Í þættinum ræðir Erla við Loga Ólafsson, íþróttakennara, húmorista og knattspyrnuþjálfara um starfsferil Loga sem er langur og viðburðaríkur. Þau ræða um hvað heilsa er mikilvæg, breytingar á 40 árum í íþróttakennslu, knattspyrnuþjálfun, áhugamál, starfslok og fleira. Logi er mörgum kunnugur sem knattspyrnuþjálfari og lýsandi í sjónvarpi. Hann hefur þjálfað mörg knattspyrnulið í gegnum tíðina og bæði karla- og kvenna landslið Íslands í knattspyrnu. En það sem ekki allir vita er að...

12-12
01:01:46

73. Að finna taktinn. Húmor, burnout, meðferð, breytingaskeið kvenna og sjálfsmildi. Sóley Kristjánsdóttir

Í þættinum ræðir Erla við Sóleyju Kristjánsdóttur uppistandara, markþjálfa og stjórnendaþjálfa um mannlega hegðun, húmor, venjur, burnout, meðferð, breytingaskeið kvenna, gæfuspor, sjálfsmildi, mikilvægi þess að taka ábyrgð á sjálfum sér og hvað það getur verið erfitt að vera öðruvísi eða sigla á móti straumnum. Sóley segist stundum fá þráhyggjur fyrir hlutum og fara þá all-in í að grúska um það málefni í smá tíma. Það gerði hún varðandi Breytingaskeið kvenna og byrjaði með hlaðvarpið Að finn...

12-05
01:28:27

72. Að vera betri í dag en í gær. Haraldur Holgersson

Í þættinum ræðir Erla við Harald Holgersson eða Halla eins og hann er alltaf kallaður. Halli er ekki bara frábær þjálfari heldur einnig magnaður íþróttamaður sem hugsar vel um heilsuna. Halli stefnir á að verða hraustasti maður heims einn daginn. Hann keppti árið 2016 í unglingaflokki á heimsleikunum í Crossfit og svo ári síðar með liði CrossFit XY en svo settu meiðsli smá strik í reikninginn næstu árin. Halli hefur verið að kljást við alvarlegt brjósklos í bakinu síðastliðin 5 ár. Það hefur ...

11-28
01:06:16

71. Þyngdarstjórnunarkerfi líkamans og heilsa. Erla Gerður Sveinsdóttir

Í þættinum ræðir Erla við nöfnu sína Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni og sérfræðing í offitusjúkdómum um sjúkdóminn offitu, efnaskiptaaðgerðir, þyngdarstjórnunarlyf, virkni og aukaverkanir þeirra, nauðsynlegar breytingar á lífstíl í kjölfar inngripa, fordóma gagnvart offitu, áhrif umhverfisþátta á heilsufar og fleira. Erla Gerður hefur unnið við offitumeðferð með einum eða öðrum hætti síðustu 15 árin. Hún vill vinna heildrænt og þverfaglega og starfar nú með teymi sínu hjá Mín besta heilsa við...

11-21
01:16:14

70. Sjálfsvíg, sálgæsla og sorg. Auður Hallgrímsdóttir

Í þætti vikunnar ræðir Erla við dásamlega vinkonu og gleðisprengju Auði Hallgrímsdóttur. Auður er mikil félagsvera sem elskar að hreyfa sig úti í náttúrunni. Auður missti föður sinn úr sjálfsvígi fyrir rúmum 5 árum og ákvað strax að hún myndi nýta sér þessa erfiðu lífsreynslu til þess að hjálpa öðrum. Í þessu einlæga og fallega viðtali ræðum við meðal annars um sjálfsvíg, áhrif á aðstandendur, sálgæslu og mikilvægi hreyfingar í andlegri heilsu og þegar tekist er á við erfið áföll. Auður kemur...

11-14
01:25:21

69. Vertu með þér í liði. Helgi Ómarsson

Í þættinum ræðir Erla við Helga Ómarsson ljósmyndara og jáhrifavald um sjálfsvinnu, narsissisma, flókna áfallastreituröskun, að setja mörk, litla Helga, þakklæti, stolt, jólahefðir og hvernig hann vill nýta rödd sína og þekkingu ti þess að hjálpa öðrum. Helgi er með hlaðvarpið Helgaspjallið og Helgi og Erla áttu afar skemmtilegan dag saman og tóku ,,two for one" þar sem að Erla fór einnig í spjall til Helga sama dag. Kíkið á viðtalið í Helgaspjallinu Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við: ...

11-07
01:12:02

68. Ástin er ekki takmörkuð. Árni Björn Kristjánsson og Guðrún Ósk Maríasdóttir

Í þættinum ræðir Erla við hjónin Árna Björn og Guðrúnu Ósk um lífið og tilveruna, um áföll eins og að eignast langveikt barn, höfuðhögg og heilsuleysi, áfallastreitu, triggera og traust. Einnig ræðum við um mikilvægi þess að leyfa sér að upplifa allar tilfinningar, hvernig samskipti eru lykillinn að góðu sambandi, hvers vegna þau eru vegan, hvernig kynlíf getur orðið betra með árunum, nekt, opin sambönd og fleira. Guðrún og Árni segjast lífa eftir þeirri lífsspeki að það eigi ekki vera nein...

10-31
01:15:07

67. Árangur v.s heilsa. Sigurður Örn Ragnarsson

Í þætti vikunnar ræðir Erla við Sigurð Örn Ragnarsson, verkfræðing og þríþrautakappa um það hvernig hægt sé að ná sem bestum árangri sem afreksíþróttamaður, ,,kostnað" afreka á heilsuna, hámarkssúrefnisupptöku, HRV, mjólkursýru, þjálfunarpúls, zone 1-5, hitaaðlögun, mikilvægi svefns, ofþjálfun, grunnbrennslu og margt fleira. Sigurður Örn er magnaður íþróttamaður sem nýtir þekkingu sína og reynslu til þess að ná góðum árangri í þríþraut en um leið besta heilsu sína. Hann er viskubrunnur og áðu...

10-24
01:50:51

66. Hvað eru grasalækningar? Ásdís Ragna Einarsdóttir

Í þættinum ræðir Erla við Ásdísi grasa um náttúrulækningar, lýðheilsu, meltingu, þarmaflóruna, streitu, hormónaójafnvægi, tíðarhring kvenna, rushing womans syndrome ofl. Ásdís Ragna er Lýðheilsufræðingur og grasalæknir. Áhugi hennar á virkni lækningajurta og hæfni þeirra til að bæta heilsu fólks kviknaði snemma á lífsleiðinni. Hún hefur lengi haft brennandi áhuga á því hvernig við getum haft áhrif á heilsuna frá náttúrunnar hendi og hvaða áhrif þessi fjölmörgu virku efni úr jurt...

10-17
01:16:37

65. Æfinga- og hreyfifíkn. Steinn Jóhannsson

Í þættinum ræðir Erla við Stein Jóhannsson rektor Menntaskólans við Hamrahlíð um mjög áhugavert tímabil í lífi hans þar sem hann tók ekkert hvíldartímabil í 7,5 ár! Sem sagt hreyfði sig 30 mínútur á dag í 2737 daga og taldi ekki göngutúra og lyfingar með. Þó að hann æfi ekki á hverjum degi lengur er hann þó eintaklega hreyfiglaður maður og er nammigrís sem elskar tölur og tölfræði, sérstaklega í tenglsum við íþróttir. Í dag hvetur Steinn öll til þess að vera dugleg að hreyfa sig, finna ...

10-10
58:58

64. Hvað þarftu ástin mín? Jóga, hugleiðsla og heilun eftir áföll. Ágústa Kolbrún Roberts

Í þætti vikunnar spjallar Erla við Ágústu Kolbrúnu Roberts jógakennara og heilara. Ágústa byrjaði sína andlegu vegferð snemma eftir að hafa verið á flótta frá erfiðri æsku. Þær stöllur ræða á einlæglega um það hvernig æskan hefur mótað hana, hvernig jóga tók yfir líf hennar, hugleiðslu, áföll, heilun og hvernig við þurfum að taka ábyrgð á okkur sjálfum. Hún hefur stundað jóga í 28 ára og kennt fjölmörgum að kenna jóga. Ágústa er líka frábær listakona og er nú með listasýningu á Só...

10-03
01:34:57

Recommend Channels