Discover
Myrka Ísland

91 Episodes
Reverse
Við elskum konur og ekki síst ef þær heita Anna! Tíminn eftir siðaskiptin einkenndust af miklum eldmóði í siðferðismálum á Íslandi. Sem hentaði Önnu á Stóruborg, hefðarkonu á 16.öld sem átti margar hurðir, afar illa. Þar sem sá maður sem henni hugnaðist að giftast var ekki henni samboðinn samkvæmt Páli bróður hennar. Sem varð til þess að þau systkinin hófu margara ára störukeppni þar sem hvorugt vildi gefa eftir, þrátt fyrir að sönnunargögnin hrúguðust upp.
Langt og flókið mál en það er svo áhugavert og mikilvægt að langur þáttur gæti verið fyrirgefanlegur. Menn eru með frekju og dramaköst, klaga yfirmenn, stinga á sig jörðum, deyja úr fátækt, þröngva presta til trúskipta, tala tungum, stunda byssubardaga í kirkjum og hanna almennt ljómandi gott handrit fyrir HBO þáttaraðir. Það er nú aldeilis gott að karlmenn eru skynsamir og stjórnast aldrei af tilfinningasemi. Meira snakk, meiri kirkjur! Anna er með dólg og læti við að búa til dúska í handavi...
Hvað er þjóðlegra og napurlegra en að eigra einn síns liðs á íslenskri heiði? Sigrún er í það minnsta heilluð af slíkum sögum. Við förum til Skagafjarðar og fylgjumst með tveimur mönnum í eftirleitum á Hofs afrétt. Eða er það Hofsa frétt? Boðskapurinn er: ekki fara að heiman síma og nestislaus!
Spíritismi er málefni sem Sigrúnu hefur lengi langað að ræða á einhvern hátt. Hún fann nokkrar sögur af yfirnáttúrulegri reynslu en efnið er svo víðfeðmt og það var svo langt síðan þær Anna hittust að þátturinn varð óralangur því það gleymdist eiginlega að slökkva á upptökutækinu! Þið fáið því að heyra ýmislegt á bak við tjöldin en það er allt siðsamlegt og hollt tal um álfatrú, innri íhugun, andleg veikindi, legsteina, ferðamannastaði, hvað verður um Grindavík? Og börnin, er enginn að hugsa ...
Við grófum upp óþekkt dauðsfall! Næstum í útlöndum, því atburðurinn gerðist í Vestmannaeyjum. Undarlegt mál sem hlýtur að vera morð. Við sögu koma mektar menn, skítlegur Dani, grunsamlegar konur, íbitin epli, forvitnar klöguskjóður, sögusagnir og við pirrum okkur að vanda yfir spurningum sem enginn spurði við yfirheyrslur á fólki í denn.
Hver elskar ekki að heyra að til hafi verið rosalega áhugaverð frásögn af ferðalagi en að hún sé því miður alveg týnd? Ekki Sigrún! Hún fær útundanótta af því að hafa misst af 600 ára gamalli ferðasögu. En er beinar heimildir þrýtur er alltaf hægt að fylla upp í með ágiskunum og klassískum skáldskap. Kannski er hún bara svona forvitin um sígillda upphafna ríkisbubba sem halda að þeir séu allra manna bestir? Sennilega af því að hana dreymir sjálfa um að dragnast með lútuspilandi sagnaskáld hve...
Árið er 1986. Þetta var á þeim árum þegar slys lítilla flugvéla voru allt of algeng og kröfðust margra mannslífa. Skoðum eitt af þessum hræðilegast slysum, þegar lítil vél fórst á leið sinni frá Ísafirði til Reykjavíkur. Vegna ofsaveðurs voru björgunarstörf afar erfið en enn á ný sönnuðu björgunarsveitirnar gildi sitt í samfélaginu. Var einhverjum um að kenna að svona fór, hvernig voru siðferðisreglur blaðamanna, hvað er flugbrautasveitin og hversu margir búa eiginlega í Bolungavík?
Enn köfum við í spurningalista Þjóðminjasafnsins sem eru hafsjór af frábærum heimildum. Í þessum þætti dugði mér þó að styðjast aðeins við einn sögumann, engan annan en Magnús frá Gilsbakka í Borgarfirði. Í spurningalistanum "Hamfarir" skrásetti hann fjöldann allan af óveðrum á 20.öldinni sem all flestir Íslendingar fyrr og síðar, kannast við lýsingarnar á.. Það er komið að því að Sigrún móðgi eldri borgara af Boomer kynslóðinni.
Þessi er hálfgerður spin off þáttur af gamla Höllu og Eyvindar þættinum okkar. Því þar brá fyrir aukapersónunni Arnesi Pálssyni sem mér fannst eiga skilið sinn eigin þátt. Til eru margar skemmtilegar þjóðsögur af honum, þótt hann virðist aðallega hafa verið einhver skítablesi.
Velkomin í áttundu Myrku seríuna! Við byrjum á þætti sem var tekinn upp fyrir framan áhorfendur á Bara Fest, haustið 2023. Þess vegna er hljóðið ekki sem allra best en við vonum að fólk láti það ekki stoppa sig í að velta vöngum yfir búsetusvæðum drauga og hvort, og þá hvaða reglur gilda um lögheimili þeirra. Við komumst að því að partý getur verið svo gott að húsið fer af þakinu, læknis og lyfjaþjónusta var mun betri á Íslandi á 19.öld en núna, og að aldrei, undir nokkrum kringumstæðum skyld...
Síðasti þátturinn í 7.þáttaröð fjallar um ógeðfelldar íslenskar barnagælur! Við Anna fengum liðsauka frá Gunnhildi Völu til að flytja nokkrar vel valdar vísur sem áður hrelldu börn og kannski fullorðna. Helstu persónur og leikendur sem hægt er að nefna eru krummi, boli, Grýla og Leppalúði. Þátturinn var tekinn upp fyrir framan áhorfendur í Snorrastofu í Reykholti í Borgarfirði og styrktur af Menningarsjóði Borgarbyggðar. Það er vel við hæfi að stundum heyrist í prúðu ungbarni sem var sem betu...
Við förum um víðan völl og snertum á meindýraplágu í Ástralíu, dónalegum Íslendingum, samstöðu með unglingum og handsnúnu mafíósatölvu Sigrúnar sem sannarlega er ekki 17 ára, heldur aðeins frá árinu 2017! Aðal umfjöllunarefnið er samt sem áður bandalag þriggja ungra Breiðdælinga á einhverjum versta tíma Íslandssögunnar, sem endaði sannarlega óheppilega.
Við höfum áður rætt álfa, margar tegundir drauga og hinar ýmsu kynjaskepnur úr íslenskum þjóðsögum en ekki mikið farið í sígildar tröllasögur. Sigrún segir nokkrar minna þekktar sögur af ýmsum toga þótt það sé almenn kvenkyns slagsíða á íslenskum tröllasögum þar sem tröllkarlar viðrast hafa dáið út mun fyrr en kvenkynið sem fól vissulega í sér áskorun fyrir þær sem eftir lifðu.
Rétt fyrir aldamótin1900 kom til Íslands undarlegur förumaður sem kallaði sig barón. Hann skapaði ótal kjaftasögur og kenningar og hleypti ferskum vindum í landann. Við reynum að komast að því hvort maðurinn var snillingur eða bara tæpur á geði.
Anna er enn að reyna að yfirtaka umræðurnar! Nú bættir hún við dagskrárliðnum "Anna les úr þjóðskránni" sem á eflaust eftir að slá í gegn í Austur Indíum, en þangað er ferðinni einmitt heitið í þætti dagsins! Hver man ekki eftir viðar og tekk búðinni Jóni Indíafara? Nefnd eftir Jóni Ólafssyni sem lengi vel var víðförlasti Íslendingurinn. Hann skrifaði 400 blaðsíðna reisubók sem ég þvældi mér í gegnum og efnið er svo mikið að við komumst ekki yfir það í einum þætti.
Við höldum áfram að segja sögur af fólki í Árnessýslu í upphafi 19. aldar. Þá riðu ekki kannski hetjur um héruð, skulum frekar kalla þá hraustmenni. Þar ber hæst heljarmennið Sigurð Gottsvinsson sem hefði vissulega getað nýtt hina miklu krafta sína til betri hluta en hann gerði. Ránið á Kambi var á sínum tíma stærsta sakamál sem komið hafði upp á Íslandi og í það flæktist margt fólk, margir Jónar og Þuríður formaður!
Stígið um borð í sjálfstæðan fyrrihluta þáttar um mannlífið í Árnessýslu í byrjun 19. aldar. Hér stýrir Þuríður Einarsdóttir bátnum okkar og annarra á Höggstokkseyrarbakka, þegar það þótti ekkert tiltökumál þótt konur væru sjómenn. Þuríður var merkiskona sem kemur einnig við sögu í næsta þætti og því mikilvægt að kynnast henni áður en lengra er haldið.
Við förum út á hálan jarðfræðiísinn hjá Eyjafjallajökli og Grímsvötnum í dag. Hamfarir eru ekki bara lengst í sögulegri fortíð okkar heldur eigum við fjöldan allan af virkum eldstöðvum sem minna sífellt á sig og halda okkur á tánum. Sigrún er óvenju málhölt og treg í þessum þætti enda er hún ekki með nein próf á tölur og stærðir nema um sé að ræða prjónaskap.
Í upphafi 6. seríu förum við í fjársjóðsleit! Því fyrir 400 árum strandaði glæsilegt hollenskt skip á Suðurlandi sem hvarf svo bara í sandinn og enginn lagði á minnið hvar það sást síðast. Um það hafa síðan spunnist sögur og vonir og þrár ævintýra og athafnamanna um að finna óskemmt skipið í sandinum, fullt af gersemum.
Fimmtugasti Myrki þátturinn fjallar um Guðríði "bad ass" Símonardóttur sem var rænt ásamt tæplega 400 Íslendingum af sjóræningjum árið 1627 og flutt í þrælahald í Barbaríinu í Algeirsborg. Af þessu heyrðum við í tveimur þáttunum í 4. seríu. En þar endar saga Guðríðar alls ekki því hún átti eftir að komast aftur til Íslands löngu síðar og hneyksla landann. Glöggir áheyrendur geta heyrt al íslenskt haglél bylja á upptökustúdíóinu. Fullkomin leið til að þakka fyrir veturinn og bjóða vorið ...