DiscoverRauða borðið
Rauða borðið
Claim Ownership

Rauða borðið

Author: Gunnar Smári Egilsson

Subscribed: 56Played: 7,244
Share

Description

Róttæk samfélagsumræða.
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
779 Episodes
Reverse
Mánudagurinn 21. október Kosningar, frambjóðendur, blaðamennska, Grindavík og Gaza Við höldum áfram þjóðfundi um komandi kosningar: Þórður Gunnarsson hagfræðingur, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Jón Magnús Kristjánsson læknir og Brynhildur Björnsdóttir fjölmiðlakona ræða pólitíkina og síðan koma: Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur, Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður og Lóa Hjálmtýsdóttir myndlistarkona og greina stöðuna. Kristinn Hrafnsson blaðamaður greinir þunga stöðu blaðamennsku á Íslandi sem og í umheiminum og Magnús Gunnarsson trillukarl ræðir tímamótin sem urðu í dag þegar Grindavík var opnuð. Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Hildur Þórðardóttir ræða við Maríu Lilju Ingveldar-Þrastardóttur Kemp um þjóðarmorðin á Gaza.
Sunnudagurinn 20. október: Synir Egils: Hasar í pólitíkinni, fallin ríkisstjórn, veikir flokkar og rísandi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Sonja Þorbergsdóttir forseti BSRB, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Stefanía Óskarsdóttir prófessor. Þeir bræður ræða stöðuna í stjórnmálunum og fá líka fleiri gesti til að meta stöðuna: Ólaf Þ. Harðarson prófessor, Helgu Völu Helgadóttur lögmann og Líf Magneudóttur borgarfulltrúa.
Laugardagurinn 19. október Helgi-spjall: Kristinn Sigmunds Kristinn Sigmundsson segir okkur frá ferð sinni um lífið og óperuheiminn, hvernig tilviljanir og heppni ráða oft mestu í lífinu og hvernig best er að sætta sig við það og njóta.
Oddný Eir ræðir fréttir vikunnar með góðum gestum en að þessu sinni mæta þau Jovana Pavlović, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Jón Ferdínand Estherarson og Rakel McMahon í Vikuskammt við Rauða borðið.
Rauða borðið: Dagskrárvald, Gaza, tónlistaruppeldi, andófs-usli. Rauða borðið heldur áfram að taka stöðuna og setja málefni á dagskrá kosninganna. Er allt mögulegt? Oddný Eir stýrir samræðu kvöldsins í beinni útsendingu sem hefst klukkan átta og er í tveimur liðum: Fyrst mæta til leiks þau Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Auðunn Arnórsson, og Sigurjón Magnús Egilsson. Síðan mæta þau Kristín Ómarsdóttir, Árni Finnsson, Ásgeir Brynjar Torfason og Atli Ingólfsson. Björn Þorláksson ræðir svo við þau Herdísi Önnu Jónsdóttur og Þóri Jóhannsson um tónlistarlegt uppeldi í hinu bjarta norðri. María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp segir okkur nýjustu hörmungarfréttir í Radíó Gaza og Oddný Eir ræðir svo við Gunnar Þorra Pétursson um andófs-uslann í Meistaranum og Margarítu eftir Bulgakov.
Miðvikudagurinn 16. október 2024 Stjórnmál, samfélagið, klassísk tónlist og landflótti Íslendinga. Við hefjum leik á pólitíkinni og stöðunni sem upp er komin. Við munum kjósa í svartasta skammdeginu eftir nokkrar vikur. Stór hópur fólks hittist í beinni útsendingu og ræðir hvað ber að varast, auk þess sem óskalista kosningamála ber á góma. Þau Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, Þórhildur Sunna, þingmaður pírata, Auður Önnu Magnúsdóttir hjá Kvenréttindafélaginu, Henry Alexander siðfræðingur, Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur, Sara Óskarsdóttir móðir og listamaður og Ólafur Arnarsson blaðamaður ræða við Björn Þorláks. Að lokinni pólitíkinni kemur Michael Clarke, tónlistarmaður á Akureyri, og ræðir norðlenska tónlistarsögu og stofnun Hljómsveitar Akureyrar. Rúsínan í pylsuendanum er Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikhúsmanneskja. Hún ræðir alöru þess að hrekjast úr landi, en hnyttnin er aldrei fjarri þegar Hlín er annars vegar.
Þriðjudagurinn 15. október Dauð ríkisstjórn, kosningar, karlar og Bréf til Láru Við höldum áfram að greina stöðuna í pólitíkinni, dauða stjórnar og komandi kosninganna. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingkona, Ragnar Þór Pétursson kennari og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi ræða málin og síðan rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson, Halldór Armand Ásgeirsson og Auður Jónsdóttir. Fjórði þáttur karlaspjallsins hefst svo: Valdimar Örn Flygenring leikari og leiðsögumaður, Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur og Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi ræða við Bjarna Karlsson prest og siðfræðing um staka karlinn. Í lokin fögnum við 100 ára afmæli Bréfs til Láru með Pétri Gunnarssyni rithöfundi og Soffíu Auði Birgisdóttur bókmenntafræðingi.
Mánudagurinn 14. október Ástandið í stjórnmálunum, rímnaskáld og ferðakapítalismi Við höldum áfram að greina ástandið í pólitíkinni með gestum: Vilhjálmur Árnason þingmaður, Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Halldóra Mogensen þingkona, Drífa Snædal talskona Stígamóta, Gísli Tryggvason lögmaður og Björn Jón Bragason sagnfræðingur meta stöðuna. Mun allt fara samkvæmt vilja Bjarna Benediktssonar? Á næstu dögum kemur út bók um skáldverk Sigurðar Breiðfjörðs og hvernig Jónas Hallgrímsson hjólaði í rímur skáldsins og bar hvorugur barr sitt á eftir að mati höfundar. Óttar Guðmundsson geðlæknir ritar bókina og ræðir verk sitt. Hjörleifur Finnsson, heimspekingur og fyrrverandi frumkvöðull í ferðaiðnaði fer í gegnum óheillaþróun ferðamála á Íslandi og sýnir hvernig ferðamálin eru í heljargreipum stórkapítalismans.
Sunnudagurinn 13. október: Aukaþáttur Rauða borðsins: Bjarni sprengir ríkisstjórn sína Við fáum gesti og gangandi til að meta stöðuna eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórn sína. Líklega verður kosið 30. nóvember, eftir 48 daga. Um hvað verður kosið? Lifa allir flokkar kosningarnar af? Áhugafólk um pólitík sest að borðinu: Karen Kjartansdóttir upplýsingafulltrúi, Brynjar Níelsson lögfræðingur, Hallur Magnússon verktaki, Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Tómas Ellert Tómasson fyrrum bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, Þórður Snær Júlíusson fyrrum ritstjóri, Atli Þór Fanndal fyrrum blaðamaður, Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vg, Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur, Davíð Þór Jónsson prestur og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi.
Sunnudagurinn 13. október:  Synir Egils: Stjórnarkreppa, kosningar, Samfylkingin Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Heimildarinnar, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi og Heimir Már Pétursson fréttamaður og fara yfir stöðuna í pólitíkinni. Vill einhver vera í þessari ríkisstjórn? Verður kosið fyrir jól? Þeir bræður fara líka yfir pólitíkina og það gerir líka Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Vill hún breyta stjórnarstefnunni og hvernig þá?
Laugardagurinn 12. október Helgi-spjall: Hallgrímur Hallgrímur Helgason rithöfundur og málari segir okkur frá lífi sínu og list, fljótinu sem rennur í gegnum hann og því sem hann er og hefur orðið.
Föstudagur 11. október Vikuskammtur: Vika 41 Í vikuskammt að þessu sinni koma þau Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir, Sæþór Benjamín Randalsson, Grímur Atlason og Sólveig Arnarsdóttir að ræða fréttir vikunnar.
Fimmtudagurinn 10. október Fósturvísamálið. neytendur, spilling, fréttir frá Gaza, sýndarmennska Hallur Hallsson blaðamaður segir frá fósturvísamálinu, ótrúlegri sögu þess og viðbrögðum sem hann hefur fengið við frásögnum sínum. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna fer yfir neytendamál og Björn Þorláksson segir okkur frá bók sinni um spillingu á Íslandi. María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp ræðir við Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóra Ríkisútvarpsins um fréttaflutning frá Gaza og Einar Baldvin Brimar höfundur og Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri verksins Nauðbeygð Messa nýrra tíma segja okkur frá erindi þess og uppfærslu.
Miðvikudagurinn 9. október Viðreisn, framleiðni, pólitík, gæsla, heimsmálin, flugvöllur og kannabis Það hefur skapast örlítil ólga í Viðreisn eftir að Jón Gnarr sóttist óvænt eftir oddvitasæti í Reykjavík án þess að hafa nokkru sinni verið í flokknum. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir þingmaður ræðir gusuganginn. Þórólfur Matthíasson prófessor greinir efnahaginn; hagvöxt, verðbólgu og vexti. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins og Erna Bjarnadóttir varaþingkona Miðflokksins ræða við Sigurjón Magnús Egilsson um stjórnmál. Katrín Oddsdóttir mannréttindalögfræðingur telur að vopnaburður og öryggisgæsla í kringum ráðherra kunni að hafa gengið út í öfgar. Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi ræðir heimsmálin á tímum stríðs og þjóðarmorðs. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur lýsir furðu sinni á umræðu um samgöngur og náttúruhamfarir þessa dagana. Hvassahraun er galin hugmynd. Magnús Þórsson prófessor á Rhode Island skýrir hvað cannabis science eru.
Þriðjudagurinn 8. október Kennarar, hjúkrunarfræðingar, svefn, karlar, klassík og vopn Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræða kjarabaráttu sinna félaga. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í svefni segir að margir Íslendingar þurfi að sofa meira - ekki síst ungt fólk. Við höldum áfram að ræða karlmennsku með Bjarna Karlssyni presti og guðfræðingi. Karl Pétur Jónsson ráðgjafi, Ingólfur Gíslason prófessor og Jökull Sólberg Auðunsson ráðgjafi ræða við okkur út frá lúxuskarlinum. Sigrún Eðvaldsdóttir mun spila fiðlukonsert Brahms með Sinfóníunni á fimmtudaginn og kemur að Rauða borðinu ásamt Tryggva M. Baldvinssyni listræns ráðgjafa sveitarinnar og ræðir við klassíska tónlist við okkur og tónlistarnemana Sóley Lóu Smáradóttur og Sól Björnsdóttir. Í lokin segir Hildur Þórðardóttir fyrrum forsetaframbjóðandi okkur frá undirskriftasöfnun gegn vopnasendingum til Úkraínu.
Mánudagurinn 7. október Vinstrið, pólitíkin, kannabis, þjóðarmorð og rauðar heimsbókmenntir Við höldum fund með rótum Vg: Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingkona, Einar Ólafsson skáld og bókavörður, Margrét Pétursdóttir verkakona og Guðmundur Auðunsson hagfræðingur, sem öll hafa verið í Vg, ræða um stöðu vinstrisins í dag. Í Þinginu ræðir Björn Þorláks við Ólaf Harðarson stjórnmálafræðing. VG og framtíð ríkisstjórnarinnar ber þar hæst. Við ræðum hamp og kannibis við fjórar konur: Lára Bryndís Pálmadóttir hefur tekið inn cbd-olíu vegna verkja, Brynhildur Arthúrsdóttir er móðir stúlku með flogaveiki sem hefur líka notað cbd, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er aðstandandi sjúklings sem tók inn kannabisolíur og Þórunn Jónsdóttir er stofnandi og varaformaður Hampfélagsins og stendur fyrir ráðstefnu um hamp. María Lilja ræðir við mótmælendur á tímamótum sem hafa staðið vaktina með Palestínu síðasta árið. Bókmenntafræðingarnir Anna Björk Einarsdóttir og Benedikt Hjartarson eru gestaritstjórar Ritsins sem fjalla um rauða heimsbókmenntirnar. Þau segja okkur frá áhrifum þeirra á menningu og pólitík.
Sunnudagurinn 6 . október: Synir Egils: Pólitískur hræringar og Hrun Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins, Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri hjá Eflingu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni, veika stöðu ríkisstjórnar og flokkanna sem að henni standa. Þeir bræður fara yfir pólitíkina og ræða síðan um arfleið Hrunsins. Guðrún Johnsen hagfræðingur, Jón Þórisson arkitekt og Þorvaldur Logason sagnfræðingur ræða hvað hrundi og hvort nokkuð hafi verið reist við.
Laugardagurinn 5. október Helgi-spjall: Lilja Ingólfsdóttir Lilja Ingólfsdóttir segir okkur frá æsku sinni og tengslunum við Ísland og fólkið sitt hér, mótun og þroska, leið sinni að bíómyndinni Elskuleg sem fjallar um þránna eftir ást og vandanum við að þiggja hana og veita.
Föstudagurinn 4. október Vikuskammtur: Vika 40 Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Anita Da Silva Bjarnadóttir öryrki og ungur Roði, Grímur Hákonarson leikstjóri, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Margrét Manda Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af hrörnun ríkisstjórnar, innanflokksátökum, vaxandi stríðsógn og háum vöxtum.
Fimmtudagurinn 3. október Líbanon, hægrið, samkeppni og sagnfræði Við byrjum á Radíó Gaza: María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp ræðir um ástandið í Mið-Austurlöndum við Margréti Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing og Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur mannfræðing sem báðar þekkja þennan heimshluta vel. Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi er búinn að stofna Lýðræðisflokkinn. Hann kemur og segir okkur frá flokknum, hægrinu og samfélaginu. Benjamín Julian verkaefnastjóri í verðlagseftirliti Alþýðusambandsins segir okkur frá verðsamkeppni á matvörumarkaði og hvernig búðir geta haldið uppi verði þar sem samanburður er illframkvæmanlegur. Í lokin koma ungir sagnfræðingar, Unnur Helga Vífilsdóttir, Þórey Einarsdóttir og Kolbeinn Sturla G. Heiðuson, og segja okkar frá rannsóknum sínum og stöðu sögunnar í samtímanum.
loading