Í þættinum í dag fjalla Ólafur og Andri um íslam og hinar ýmsu hreyfingar og trúfélög innan íslamstrúar. Íslam er næstfjölmennustu trúarbrögð heims með yfir tvo milljarða fylgjendur. Eftir landvinninga og trúboð Múhameðs spámanns á 7. öld og útþennslu kalífadæmisins klofnaði hreyfingin fljótt í tvær höfuðgreinar, súnní og sjía íslam. Síðan þá hafa margar hreyfingar og hópar komið fram, eins og drúsar, alavítar, súfistar, alevistar, wahabistar, og svo mætti áfram telja. Hlaðvarpið Sögusk...
Í þætinum í dag ræða Andri og Ólafur um einn óvenjulegasta atburð Íslandssögunnar, þegar Jörgen Jörgensen (Jörundur Hundadagakonungur) rændi völdum á Íslandi sumarið 1809 og lýsti yfir ótímabæru sjálfstæði Íslands. Sagan hefur verið innblástur skálda og höfunda, og hefur einnig verið mikið um hana fjallað á hinu fræðilega sviði. Jörundur kom með enskum kaupmönnum í miðri Napóleonsstyrjöld sem vildu koma á verslun við Íslendinga. Vegna tregðu danska stiftamtansins til að veita verslunarleyfi f...
Í framhaldi af síðasta þætti um írönsku byltinguna ræða Andri og Ólafur í dag eitt af mannskæðustu stríðum 20. aldarinnar – stríðið milli Írans og Íraks 1980–1988. Saddam Hussein hóf forsetatíð sína í Írak með því að ráðast inn í Íran haustið 1980 í kjölfar írönsku byltingarinnar og þeirrar upplausnar sem þá ríkti í landinu. Stríðið stóð í átta ár og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. Það var háð sem hefðbundið innrásarstríð með stórútgerðum í lofti, á láði og legi, þar sem vopn frá báðum hli...
Í hlaðvarpinu í dag ræða Ólafur og Andri um írönsku byltinguna árið 1979, þegar síðasti keisari Írans (sha) var steypt af stóli og stofnað var róttækt íslamskt lýðveldi undir klerkastjórn. Íranska byltingin var afdrifaríkur atburður í nútímasögu Mið-Austurlanda. Ekki aðeins varð byltingin til þess að 2500 ára gömul stofnun íranska keisarans leið undir lok, heldur breyttist Íran á skömmum tíma úr einum helsta bandamanni Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, í miðju Kalda stríðinu, yfir í mesta and...
Í þættinum í dag fjalla Andri og Ólafur um langvarandi og blóðuga togstreitu Danmerkur og Svíþjóðar um yfirráð í Skandinavíu og við Eystrasalt, frá endalokum Kalmarsambandsins til Napóleonsstyrjaldanna. Stundum er sagt að fá ríki hafi háð jafn margar styrjaldir sín á milli og Danmörk og Svíþjóð. Á tímabilinu 1500–1800 háðu þau að minnsta kosti tíu stríð, með misjöfnum árangri, auk þess sem þau tóku þátt í þrjátíu ára stríðinu og stóðu andspænis öðrum rísandi stórveldum Evrópu. Danmörk var len...
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarbræður sögu páfadæmisins, þessa fornu stofnunar sem hefur gegnt lykilhlutverki í kristinni trú og evrópskri sögu öldum saman. Mögulega er páfadómurinn eitt elsta embætti sem enn er mannað í okkar heimshluta, og varla fór framhja neinum þegar nýr páfi var kjörinn nú fyrir skömmu. Í þessum þætti ræða Ólafur og Andri um þróun og sögu páfans, löggildingu hans sem arftaki Péturs postula, deilur hans við konunga og keisara á miðöldum, klofninginn við austurki...
Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um hið svonefnda "ástand" á Íslandi í seinni heimsstyrjöld: Ástarsambönd íslenskra kvenna og breskra og bandarískra hermanna, og afskipti íslenskra yfirvalda af því. Hernámið hafði gríðarlegar samfélagslegar breytingar í för með sér fyrir Ísland. Með komu hernámsliðsins 1940-1941 streymdu tugir þúsunda hermanna til landsins og þegar mest lét var fjöldi setuliðsmanna á Íslandi nær helmingur íbúafjöldans. Sambönd íslenskra kvenna og setuliðsmanna ollu siðfe...
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn um samúræjana – stríðsmenn gamla Japans og táknmyndir japanskrar menningar. Samúræjarnir voru kjarninn í japönsku lénsskipulagi og áttu gullöld sína á Tokugawa tímabilinu (1600–1868), þegar Japan var sameinað undir sterku miðstjórnarvaldi sjógúnanna. Þetta tímabil einkenndist af friði, einangrunarstefnu og blómaskeiði í menningu, listum og heimspeki. Samúræjarnir voru hermenn, aðalsmenn og embættismenn og gegndu lykilhlutverki í samféla...
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn um stórveldisdrauma ítalska einræðisherrans Benito Mussolini og misheppnaðar tilraunir Ítalíu til að verða stórveldi á árunum 1923-1943. Eftir fyrri heimsstyrjöld fannst Ítölum þeir hafa verið sviknir um verðskuldað herfang – Vittoria Mutilata eða „limlestur sigur“ var Versalafriðurinn kallaður. Þetta átti eftir að móta utanríkisstefnu Mussolinis, sem sóttist eftir því að gera Ítalíu að heimsveldi á ný, eða endurreisa Rómarveldi, eins og sagt er. H...
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn um stórveldisdrauma ítalska einræðisherrans Benito Mussolini og misheppnaðar tilraunir Ítalíu til að verða stórveldi á árunum 1923-1943. Eftir fyrri heimsstyrjöld fannst Ítölum þeir hafa verið sviknir um verðskuldað herfang – Vittoria Mutilata eða „limlestur sigur“ var Versalafriðurinn kallaður. Þetta átti eftir að móta utanríkisstefnu Mussolinis, sem sóttist eftir því að gera Ítalíu að heimsveldi á ný, eða endurreisa Rómarveldi, eins og sagt er. H...
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn um Markús Árelíus, keisara og heimspeking, sem stundum er kallaður síðasti gullaldarkeisari Rómaveldis. Stjórn hans markaði lok tímabils friðar og stöðugleika í ríkinu, en einnig upphaf hnignunar. Markús Árelíus var ekki aðeins valdamikill keisari heldur einnig hugsuður í anda stóuspekinnar. Í riti sínu, Hugleiðingar, sem ekki var ætlað til birtingar, speglar hann eigin siðferðisviðhorf, ábyrgð sína sem stjórnanda og viðleitni til að lifa í samræmi við n...
Í þættinum í dag skoða Söguskoðunarmenn innreið konungsvalds og upphaf íslenzka skattlandsins þegar íslenskir höfðingjar gengu Noregskonungi á hönd á 13. öld. Konungsvald á Íslandi hefur alltaf verið fyrirferðarmikið atriði í íslenskri sögu, enda er sá tími mjög svo tengdur sjálfsmynd þjóðarinnar, afnámi þjóðveldisins og svo stofnun þjóðríkisins. Þegar Ísland varð hluti af norska konungsríkinu áttu erlendir konungar eftir að ríkja á Íslandi fram til ársins 1944. Í kjölfar ófriðarins á Íslandi...
Í framhaldi af hundrað þátta hittingi Söguskoðunarmanna í Norður-Noregi lögðu hlaðvarpsmenn land undir fót og héldu í vettvangsferð á söguslóður í Narvik. Þann 9. apríl 1940 gerðu Þjóðverjar innrás í Danmörku og Noreg. Danmörk féll strax, en upphófst þá þriggja mánaða barátta um Noreg. Baráttan um Noreg hófst og lauk í Narvik, litlum hafnarbæ í Norður-Noregi þar sem sænskt járn hefur ætíð verið flutt úr landi. Ástæður innrásarinnar til að byrja með snérust að miklu leiti um aðga...
Þessi þáttur er aðgengilegur með hljóði og mynd á Youtube. Í tilefni hundraðasta þáttarins komu Söguskoðunarbræður saman í egin persónu í herstöðvarbænum Setermoen i Norður-Noregi og ræddu um sagnfræði, heimspeki, norðurslóðir, gervigreind, heimsmálin og áfram mætti telja. Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér: Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com Einnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögulegan aðdraganda stofnun Ísraelsríkis árið 1948, en stofnun þess ríkis átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og gerir enn. Síonisminn (eða Zíonisminn) er þjóðernishyggja Gyðinga, sem byggir á þeirri hugmynd að Gyðingar, sem öldum saman bjuggu innan um annað fólk í Evrópu, Asíu og í Afríku, ættu sér sögulegt heimaland í Palestínu og ættu að stofna þar til þjóðríkis. Í þessum síðari hluta ræðum við atburðina frá endalokum fyrri heims...
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögulegan aðdraganda stofnun Ísraelsríkis árið 1948, en stofnun þess ríkis átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og gerir enn. Síonisminn (eða Zíonisminn) er þjóðernishyggja Gyðinga, sem byggir á þeirri hugmynd að Gyðingar, sem öldum saman bjuggu innan um annað fólk í Evrópu, Asíu og í Afríku, ættu sér sögulegt heimaland í Palestínu og ættu að stofna þar til þjóðríkis. Í þessum fyrri hluta ræða Söguskoðunarmenn um Gyðinga frá fornöld o...
Varúð! Þessi þáttur er helgaður mannaúrgangi. Ólafur og Andri halda áfram að velta fyrir sér mýtunni um hinar "myrku miðaldir" og að þessu sinni um ímynd okkar um að Evrópubúar miðalda hafi lifað í eintómum óhreinindum og sjúkdómum. Voru vatsveitur, skólp, almenningssalerni og baðhús Rómverja af betri gæðum enn hjá miðaldamönnum? Var almennt hreinlæti á miðöldum verra en fyrri og seinni tímabilum eins og fólki er tamt að sjá fyrir sér? Hvernig var mannaúrgangur meðhöndlaður á miðöldum...
Í tilefni hrekkjavökunnar komu Söguskoðunarmenn saman til að draga fram óhugnað úr fortíðinni. Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér: Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com Einnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.
Í þættinum í dag komu Ólafur og Andri saman til að tala hið forna samfélag Föníkumanna við botn Miðjarðarhafs, en gullöld þeirra var á tímabilinu 1000-800 f.kr. Föníkumenn voru fólk sem bjó á því svæði sem í dag er Líbanon. Deilt er um hvort kalla megi Föníka "þjóð" og samheldið menningarsamfélag, eða samansafn borgríkja. Mjög fáar skriflegar heimildir eru til um Föníka, og mest er til í frásögnum nágranna þeirra, en það voru einmitt grískir sagnaritarar sem gáfu okkur nafnið Fönikía e...
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur keltneska kristni, eða írsku miðaldakirkjuna og hugmyndir manna um möguleg áhrif hennar á Íslandi á landnámsöld. Oft hefur því verið haldið fram að keltnesk kristni hafi verið sérstök og frábrugðin öðrum hlutum kristindómsins á ármiðöldum. Írska kirkjan er kölluð klausturkirkja, þar sem ábótar höfðu meiri völd á kostnað biskupa og þar með kaþólsku kirkjunnar í Róm. Írska kirkjan er sögð sjálfstæð og frumleg og má sjá einkenni hennar t.d. í stórum hluta e...