112 - Hundadagabyltingin 1809
Description
Í þætinum í dag ræða Andri og Ólafur um einn óvenjulegasta atburð Íslandssögunnar, þegar Jörgen Jörgensen (Jörundur Hundadagakonungur) rændi völdum á Íslandi sumarið 1809 og lýsti yfir ótímabæru sjálfstæði Íslands.
Sagan hefur verið innblástur skálda og höfunda, og hefur einnig verið mikið um hana fjallað á hinu fræðilega sviði. Jörundur kom með enskum kaupmönnum í miðri Napóleonsstyrjöld sem vildu koma á verslun við Íslendinga. Vegna tregðu danska stiftamtansins til að veita verslunarleyfi fór svo að Jörgensen tók sér vald "Alls Íslands Verndara, og Hæstráðanda til Sjós og Lands" þar til Íslendingar myndu stofna sjálfstætt lýðveldi "laust og liðugt frá Danmerkur ríkisráðum".
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.