Discover
Samstöðin
Samstöðin
Author: Samstöðin
Subscribed: 75Played: 10,664Subscribe
Share
© 2024 Samstöðin
Description
Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.
Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.
Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.
1135 Episodes
Reverse
Föstudagur 14. nóvember
Vikuskammtur: Vika 46
Gestir þáttarins í dag eru Vala Árnadóttir stjórnmálafræðinemi og aktívisti, María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ og listakona, Lárus Guðmundsson, fyrrum knattspyrnuhetja -og miðflokksmaður og Svala Ragnheiðar- Jóhannesardóttir formaður Matthildarsamtakanna. Björn Þorláks hefur umsjá með umræðunni. Ræddar verða fréttir líðandi stundar, þjóðmál og tíðarandi. Gæludýr, moskítóflugur, efnahagsmál, svelt kerfi og fleira áhugavert ber á góma.
Fimmtudagur 13. nóvember
FRÉTTATÍMINN
María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi og fá til sín góða gesti en með þeim í hljóðveri er Pétur Eggerz en þar að auki lítur Hildur Ýr Viðarsdóttir, framkvæmdstjóri Húseigendafélagsins við í gegnum fjarfundarbúnað. Hvert er samhengi fréttanna?
Fimmtudagur 13. nóvember
Háskólafólk, reynsluboltar, blindrasýn og Gunnar Gunnars
Gauti Kristmannsson prófessor í þýðingafræðum og deildarforseti íslensku og menningardeildar og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir Gudjonsson dósent í gagnrýnum menntunarfræðum bæði við Háskóla Íslands ræða við Maríu Lilju um fyrirhugaðar breytingar á dvalarleyfum til nema utan Evrópu. Styr hefur staðið um fullyrðingar dómsmálaráðherra þess eðlis að nemendur frá Pakistan, Nígeríu og Ghana misnoti háskólana til að fá dvalarleyfi hér á landi. Háskólafólk kannast hreint ekki við slík athæfi. Reynsluboltarnir Ólafur Arnarson, Páll Ásgeir Ásgeirsson og Steingerður Steinarsdóttir ræða mál sem hæst fer í þjóðmálum og fréttum þennan daginn. Þau eru öll blaðamenn. Björn Þorláks hefur umsjón með umræðunni. Brynja Arthúrsdóttir og Halldór Sævar Guðbergsson ræða um reynslu sína við Ragnheiði Davíðsdóttur en þau eru bæði alblind. Saga Gunnars Gunnarssonar rithöfunar Aðventa verður lesin upp á fjölda tungumála og ævistarfi hans fagnað. Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur ræða við Björn Þorláks um arfleifð Gunnars og sviðsljós líðandi stundar.
Fimmtudagur 13. nóvember
Sjávarútvegsspjallið - 69. þáttur
Grétar Mar tekur að þessu sinni á móti fyrrum sjávarútvegsráðherra Jóni Bjarnasyni sem segir frá ýmsu úr sinni ráðherratíð og þingsetu.
Miðvikudagur 12. nóvember
FRÉTTATÍMINN
María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Miðvikudagur 12. nóvember
Námslán, Trumptíðindi, Græningjar og staðreyndirnar
Lísa Margrét Gunnarsdóttir forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta ræðir breytingar á námslánakerfinu og fyrirhugaða hækkun skrásetningargjalda. Eru námslán hægt og sígandi á útleið sem félagslegt úrræði? Margt bendir til þess þrátt fyrir betrumbætur. Björn Þorláks ræðir við Lísu Margréti. Sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson og Magnús Helgason og hagfræðingurinn Þorsteinn Þorgeirsson fara yfir Trumptíðindin með Gunnari Smára, kosningar og Hæstarétt, tolla og tilskipanir og aðra átaklínur byltingar Trump á bandarísku samfélagi. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur og fréttaritari Samstöðvarinnar í London segir Gunnari Smára frá uppgangi Græningja í Bretlandi og forystu manni flokksins, Zack Polanski, sem hefur markað nýja stefnu flokksins, sveigt hann í átt til sósíalisma. Haukur Már Helgason rithöfundur ræðir við Gunnar Smára um bók sína, Staðreyndirar, og eldheit mál sem blandast inn í hana útlendingastefnu, nasískan uppruna útlendingastofnunar, vilja valdhafa til að stjórna umræðunni og margt fleira.
Rauða borðið 11. nóvember 2025
Vaxtasturlun, alþjóðamál, Grænland og ritlist
Hver eru viðbrögð Neytendasamtakanna við viðbrögðum bankanna hvað varðar húsnæðislán í kjölfar dóms um vexti í Hæstarétti? Breki Karlsson leggur spilin á borðið í samtali við Björn Þorláks. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsókn Orban Ungverjaforseta til Trump í Washington og aðrar sviptingar í heimsmálunum í samtali við Gunnar Smára. Valur Gunnarsson sagnfræðingur segir Gunnari Smára frá leyndardóminum um örlög og endalok byggðar norrænna manna á Grænlandi. Ágúst Guðmundsson, höfundur bíómyndanna Með allt á hreinu, Útlaginn og Land og synir, meðal annars, hefur skrifað nýja skáldsögu, Lúx. Hann ræðir bókina, Hrunið og ferilinn við Björn Þorláks.
Þriðjudagur 11. nóvember
FRÉTTATÍMINN
María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi og fá til sín góðan gest, Stefán Jón Hafstein. Hvert er samhengi fréttanna?
Mánudagurinn 10. nóvember
FRÉTTATÍMINN
Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Mánudagur 10. nóvember
Hatursofbeldi, tónlistatöfrar, skítamix, Katla og helgimyndir
Margrét Valdimarsdóttir dr. í afbrotafræðum og dósent félagsfræði við HÍ fjallar um rannsóknarverkefni á hatursofbeldi ungs fólks í Reykjavík og afsögn lögreglustjóra. María Lilja ræðir við hana. Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Magnea Tómasdóttir söngkona og tónlistarkenni ræða þau kraftaverk sem tónlist hefur á mannsheilann - ekki síst þegar þegar heilsan bilar. Björn Þorláks ræðir við þær. Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir segja Gunnari Smára frá leikritinu sem þær hafa samið og sett upp um sjálfan sig, hljómsveitina sína, æskuna, bugunina, umsókn um styrk, Jesúskomplex og margt fleira. Katla og máttur þeirrar miklu eldstöðvar hefur orðið Þóri Kjartanssyni ljósmyndara hugstæð. Hann býr í Vík og varar við skipulagi íbúðabyggðar í Vík með liti til náttúruhamfarahættu. Hann hefur undanfarið birt myndbönd með ýmsum fróðleik. Björn Þorláks ræðir við Þóri. Sigurjón Árni Eyjólfsson, tvöfaldur doktor í guðfræði, lauk nýverið meistaranámi í listfræði og skrifaði þar um abstrakmálverkið á 20. öld, meðal annars út frá helgimyndum fyrri tíma en líka stórveldapólitík kalda stríðsins.
Sunnudagurinn 9. nóvember
Bridgeþátturinn - Afreksstefna
Ragnar Hermannsson hefur komið að þjálfun jafnt briddsspilara og handaboltafólks. Hann ræðir afreksstefnu í íþróttum og fleira áhugavert í samtali við Björn Þorláks.
Sunnudagurinn 9. nóvember
Synir Egils: Atvinnuþref, vaxtakrísa, húsnæðisekla, menningarstríð og sósíalismi
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Kjartan Sveinsson formaður Landssambands smábátaeigenda, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður og Arna Lára Jónsdóttir þingkona og ræða atvinnulíf, vaxtakrísu, húsnæðiseklu, efnahagslægð, menningarstríð og stöðuna í stjórnmálunum. Þá spyrjum við hvort sigur Zohran Mamdani í New York muni hafa áhrif á vinstrið annars staðar, meðal annars hér heima. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Finnur Dellsén prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Rósa Björk Brynjólfsdóttir ráðgjafi og fyrrverandi þingmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar ræða sósíalisma á uppleið. Í lokin ræða þeir bræður um pólitíkina með sínum hætti.
Laugardagur 8. nóvember
Helgi-spjall: Björk Vilhelms
Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og baráttukona mætir í morgunkaffi við Rauða borðið og er það María Lilja sem tekur á móti henni. Þær ræða um tilveruna þá og nú, fjölskylduna, stóra og litla sigra og sitthvað annað um lífsins ólgusjó.
Föstudagur 7. nóvember
Vikuskammtur: Vika 45
Gestir Maríu Lilju eru að þessu sinni þau Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Halldóra Mogensen, fyrrum þingmaður Pírata og formaður Samtaka um mannvæna tækni og Dr. Sólveig Ásta Sigurðardóttir rannsóknasérfræðingur.
Fimmtudagur 6. nóvember - FRÉTTATÍMINN
María Lilja, Sigurjón Magnús og Laufey Líndal segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Fimmtudagur 6. nóvember
Jamaíka, reynsluboltar, kynlífsverkafólk, Birta og skotveiðimenn
Claudia A. Wilson segir Laufeyju Líndal frá eftirleik fellibylsins Melissu sem reið yfir eyjarnar í Karabíska hafinu í síðustu viku. Claudia ólst upp á eynni Jamaíku og segir okkur frá samfélaginu þar sem nú bíða ýmsar áskoranir. Bogi Ágústsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir ræða fréttir og tíðaranda líðandi stundar, efnahagsmál, trúverðugleika opinberra stofnana, umhverfismál, nýjan borgarstjóra í New York og fleira. Björn Þorláks hefur umsjón með þættinum. Ari Logn frá Rauðu regnhlífinni samtökum kynlífsverkafólks mætir til Maríu Lilju og fer yfir nýlega ráðstefnu um málefni fólks í kynlífsvinnu. Halldóra Kristin Guðjónsdóttir og Linda Sólveig Birgisdóttir fjalla um skyndilegan dauða sona sinna. Einnig segja þær frá Birtu, landssamtökum, sem halda utan um fólk sem lendir í skyndilegu fráfalli barna sinna en það er Ragnheiður Davíðsdóttir sem ræðir við þær. Skotveiðimenn ætla ekki að una aðgerðalaust úrskurði sem hefur leitt til lokunar skotsvæðis þeirra í Álfsnesi. Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís og Róbert Reynisson formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis ræða við Björn Þorláks.
Mánudagur 5. nóvember
FRÉTTATÍMINN
Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Miðvikudagur 5. nóvember
Trump/Mamdani, lögreglubrot, gervigreind, réttur settur og börn
Sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson og Sveinn Máni Jóhannesson fara yfir pólitíska sviðið í Bandaríkjunum með Gunnari Smára eftir sigur Demókrata í öllu því sem kosið var um, ekki síst góðan sigur Zohran Mamdani verðandi borgarstjóra í New York. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, Eva Hauksdóttir, lögmaður og Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við HÍ ræða við Maríu Lilju um hvað gerist þegar lögreglan brýtur lög. Þórhallur Magnússon rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands ræðir gervigreindina við Björn Þorláks. Gísli Tryggvason lögmaður mætir sem áður til Björns Þorlákssonar til að ræða sérstaklega lagaleg álitaefni tengd fréttum líðandi stundar. Formaður SAMFÉS, Valgeir Þór Jakobsson lýsir reynsluheimi unglinga í félagsmiðstöðvunum í samtali við Björn Þorláks og ræðir vímuefna forvarnir.
Mánudagur 4. nóvember
FRÉTTATÍMINN
Gunnar Smári, María Lilja og Björn Þorláks segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
Þriðjudagur 4. nóvember
New York, kynfræðsla í kirkjum, ástin, stóriðja og gölluð hús
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur, ráðgjafi og aðjunkt á Bifrösty ræðir um borgarstjórnarkosningar í New York við Gunnar Smára þar sem kannanir benda til að Zohran Mamdani, yfirlýstur sósíalisti, verði kjörinn borgarstjóri. Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju og Bjarni Karlsson prestur siðfræðingur á sálgæslustofunni Hafi ræða við Gunnar Smára um kynfræðslu í fermingarfræðslu, dýrðarljómann og holdið. Leikararnir Kristín Þorsteinsdóttir, Heiðdís Hlynsdóttir og Rakel Ýr Stefánsdóttir, María Ellingsen leikstjóri og Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós ræða um Jónsmessunæturdraum eftir Shakespeare sem sýndur er í Tjarnarbíói. Þórólfur Matthíasson, doktor í hagfræði og prófessor emeritus við HÍ, hefur oft þorað að leggja fram rök, sem valdamiklar blokkir í samfélaginu hafa hafið herferð gegn. Í samtali við Björn Þorláks ræðir hann Grundartanga, stöðu stóriðju, hávaxtastefnuna, kjarasamninga og fleira. Stefán Hrafn Jónsson prófessor í félagsfræði ræðir um galla nýjum húsum við Gunnar Smára, en rannsókn hans bendir til að galli sé í miklum meirihluta nýrra húsa og mikill og kostnaðarsamur í mjög mörgum.























