Í þrettánda þætti förum við yfir eitthvað sem öll pör lenda í.... rifrildi! Við förum yfir hvernig rifrildin hjá okkur hafa þróast í gegnum tíðina og hvernig við reynum að tækla það þegar það er uppi ágreiningur. Njótið vel!
Í þætti 12 tökum við fyrir risastórt viðfangsefni sem er afbrýðisemi. Afbrýðisemi á sér svo margar hliðar og hefðum við geta rætt um þetta í marga klukkutíma. Hér förum við yfir hvernig við höfum tæklað afbrýðisemi í okkar sambandi. Njótið vel.
Risastór þáttur þar sem málefnið er kynlíf....... ekki beint lítið topic! Við förum um víðan völl og þetta er klárlega vol. 1 um kynlíf og munum við tækla þetta aftur seinna, ekki spurning! Njótið vel!
Til að fagna 10 þáttum þá ákváðum við að opna fyrir spurningar frá hlustendum. Ótrúlega skemmtilegur þáttur og okkur finnst svo gaman að frá feedback og spurningar frá hlustendum. Vonandi skemmtið þið ykkur jafn vel og við gerðum!
Í þessum þætti förum við yfir okkar skoðun á klámi og öllu því tengdu. Ræðum um klám, "ethical" klám, OnlyFans og fleira. Njótið vel!
Í þætti 8 förum við yfir tvíkynhneigð og þá aðallega yfir tvíkynhneigð karla enda er það miklu meira taboo heldur en tvíkynhneigð hjá stelpum. Virkilega áhugaverður þáttur að okkar mati og er þetta málefni sem við höfum ekki mikið heyrt rætt um. Þarft málefni og vonandi eru einhverjir þarna úti sem tengja við þetta. Njótið vel!
Í þætti sjö förum við yfir eina ákveðna fantasíu....... algengasta fantasían meðal karlmanna en ekki kvenna sem er áhugavert! Sú fantasía er threesome eða trekantur eða þríleikur eða hvað þú vilt kalla það :) Við förum yfir okkar reynslu og tölum líka aðeins um throuple tímabilið okkar, það var lærdómferli! Vonandi hafið þið gaman að.
Í þætti 6 tölum við um fantasíur og allt sem fylgir þeim. Vel djúsí þáttur! Hlökkum til að heyra ykkar fantasíur!
Í fimmta þætti ræðum við Swing eða "lífstílinn" eða "rólusamfélagið" eða hvað þú vilt kalla þetta. Förum yfir okkar reynslu og þá hluti sem okkur finnst mikilvægir ef þú ætlar að prufa þig áfram í þessum heimi. Vonandi fróðlegt fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á þessu og munið að þið megið alltaf hafa samband ef þið eruð með spurningar eða vangaveltur! Við minnum á að þættirnir okkar eru ekki ætlaðir yngri en 18 ára :)
Í fjórða þætti förum við yfir okkar reynslu af kynlífs eða swing klúbbum. Þetta er umfangsefni sem við finnum oft fyrir að fólk hefur mikinn áhuga á og finnst gaman að forvitnast. Ræðum um okkar reynslu á léttum nótum og hvernig við myndum hanna okkar eigin lúxus kynlífsklúbb ef við myndum opna þannig. Vonandi eruð þið tilbúin til að stíga út fyrir normið með okkur.
Í þætti þrjú köfum við í opin sambönd, polyamory, swing ofl. og spjöllum á léttum nótum um okkar reynslu af þessu öllu saman. Þetta er skemmtilegt topic sem við munum eflaust ræða um aftur við tækifæri. Vonandi eruð þið tilbúin að stíga út fyrir normið með okkur.
Í þætti tvö af Taboo förum við í málefni sem er okkur mjög kært - nekt! Af hverju er nekt bönnuð á samfélagsmiðlum? Af hverju er ekki eðlilegast í heimi að vera nakin í saunu? Hvað veldur og eigum við að breyta þessu? Getum við breytt þessu? Vonandi eruð þið tilbúin til að stíga út fyrir normið með okkur.
Í fyrsta þættinum af Taboo kynnum við okkur sjálf og hugmyndina á bakvið hlaðvarpið Taboo. Stuttur fyrsti þáttur og er stefnan sett á að vera með þátt vikulega. Vonandi eruð þið tilbúin til að stíga út fyrir normið með okkur. Verið velkomin og takk fyrir að hlusta!