DiscoverTímaflakk með Bergsson og Blöndal
Tímaflakk með Bergsson og Blöndal
Claim Ownership

Tímaflakk með Bergsson og Blöndal

Author: RÚV

Subscribed: 14Played: 157
Share

Description

Bergsson og Blöndal fara í tímaflakk með hlustendum og skoða þessa viku á tíu ára fresti á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar auk þess sem þau tylla tánni örlítið í hinn dásamlega sjötta áratug. Fréttirnar, auglýsingarnar, viðtölin, tíðarandinn og ekki síst tónlistin tekur okkur í tímaferðalag er notað til að mála mynd af samfélagi í stöðugri mótun.
106 Episodes
Reverse
07.01.2018 Fram og til baka

07.01.2018 Fram og til baka

2018-01-0703:17:00

Viðmælandi í Fimmunni í þessum fyrsta þætti ársins var Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Tímaflakkið var til áranna 1967, 77, 87 og 97.
14.01.2018 Fram og til baka

14.01.2018 Fram og til baka

2018-01-1403:15:00

Fram og til baka 14.01.2018 Umsjón - Felix Bergsson og Margret Blöndal Lag dagsins - My sweet lord með George Harrison Fimman Valgeir Magnússon, Valli Sport. Valgeir sagði frá fimm mótlætisviðburðum sem breyttu lífi hans. Viðburðir þessir voru frá árunum 1988, 1996, 1998, 2008 og 2014 og var allt frá gjaldþroti fjölskyldunnar til rekstur skemmtistaðar sem varð eldi að bráð. Tímaflakk, 1961, 71, 81 og 91 Símtal - Ísland - Króatía. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson 866 5505. Viðtal við Arnór Þór Gunnarsson Fréttagetraun - sigurvegari Þórdís Ósk Ólafsdóttir
21.01.2018 Fram og til baka

21.01.2018 Fram og til baka

2018-01-2103:17:00

Fram og til baka 21. 01. 2018 Umsjón - Felix Bergsson og Margrét Blöndal Lag dagsins - Cindy Lauper, Girls just wanna have fun (1984) Fimman - Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu Fimma Svanhildar voru ferðalög Sú fyrsta er fyrsta utanlandsferðin mín sem var heldur óvenjuleg því ég sigldi með pabba á togarara sem var í fisksöluferð til Hull ( 12 ára). Næsta er ferðin til Kantaborgar í nám 1990 (ætlaði til Boston og þá hefði nú allt líf mitt orðið með öðrum hætti...), þriðja er fyrsta ferðin til Íran 1998 sem var alveg mögnuð, sú fjórða er ferð til Indlands / Rajastan til að dvelja á andlegum grundum og hugleiðslu á Mount Abu ( 2011) og sú fimmta og síðasta er ferð mín með UNICEF til Sierra Leone 2012 þar sem maður fékk alveg nýtt perspektív á lífið... Símtal Reynir Þór Eggertsson sagði skoðun sína á þeim lögum sem eru komin fram í Söngvakeppninni 2018 Fréttagetraun - Sigurvegari Helga Sigurðardóttir Tímaflakkið. Komið var niður í þessari viku árin 1964, 1974, 1984, 1994
Tímaflakk 1968, 78 og 88

Tímaflakk 1968, 78 og 88

2018-01-2803:17:00

Í tímaflakkinu eru rifjaðir upp atburðir frá árinum 1968, 1978 og 1988 og leikin tónlist frá þessum árum.
Í tímaflakkinu var þessi vika, 4.-11. febrúar heimsótt á árunum 1963, 1973, 1983 og 1993. Unglingar voru í forgrunni og Æskulýðsráð Reykjavíkur hafði af þeim miklar áhyggjur árið 1963. Við heyrðum bréf úr Vikunni og kveðju úr Lögum unga fólksins. Mezzoforte voru að slá í gegn í Bretlandi og svo var það konan sem bjargaði lífi mannsins síns með því að nota drullusokkinn á ögurstundu.
Tímaflakk 1969, 79, 89, 99

Tímaflakk 1969, 79, 89, 99

2018-02-1101:02:27

Vikan 11 - 18 febrúar var merkileg og skemmtileg árin 1969, 79, 89 og 99. Það var sjómannaverkfall, búnaðarþing, Akureyringar eignuðust Íslandsmeistara í diskódansi, Dizzy Gillespie sótti okkur heim og það var mikið rifist um bjórinn. Hlustið og þér munið muna!
Fram og til baka 18.02.2018

Fram og til baka 18.02.2018

2018-02-1801:01:45

Tímaflakk dagsins var til þessarar viku árin 1962, 72, 82 og 92. Við heyrðum lagið Duke of Earl sem seinna varð Djús í glas og Midnight in Moscow sem síðar varð Nótt í Moskvu. Einnig heyrðum við ýmsar útgáfur af laginu The Lion Sleeps Tonight. Jónatan Garðarsson sagði okkur frá Svanfríði og stjörnuspá Jeane Dixon hjálpaði okkur inn í daginn.
Fram og til baka 25.02.2018 Tímaflakk 1966, 1976, 1986, 1996 Tímaflakk dagsins kom niður í þessari síðustu viku febrúar árin 1966, 1976, 1986 og 1996. Ella Fitzgerald kom við á Íslandi en aðsókn á tónleika var dræm og kenndu menn háu miðaverði um. Ella kvartaði líka yfir kuldalegum móttökum áhorfenda. Þá vöruðu balletdansarar við hinum stórhættulega jazzballett og hvöttu foreldra að halda börnum sínum frá svo hættulegri iðju. Elizabeth Taylor skildi enn á ný við Richard Burton, Palme var myrtur og Íslandsmótið í þolfimi fór fram í Höllinni. Allt þetta og miklu meira í Fram og til baka dagsins.
Í tímaflakki dagsins voru árin 1960, 70, 80 og 90 heimsótt og komið niður í vikunni sem hófst 4. mars. Þar mátti t.d heyra um radíoáhugamann í Danmörku sem bjargaði nauðstöddum í Marokkó löngu fyrir tíma samfélagsmiðla og internets og einnig um þær ungfrúr McLennon og Bell sem settu upp mikið partýhús í ríkramannahverfi í Grimsby árið 1970 og fengu sekt fyrir. Þá kemur Úllen dúllen doff við sögu, Hemmi Gunn og íslenska landsliðið í handbolta. Svo heyrum við sjónvarpsgagnrýni sem var óneitanlega mjög óvægin.
Tímaflakkið - ..

Tímaflakkið - ..

2018-03-1102:00

Tímaflakk.
Tímaflakkið 1967, 77, 87 og 97 50 ára afmæli Framsóknarflokksins og Tímans auk 100 ára afmælis Borgarness kom þarna við sögu og einnig kvikmyndin Morðsaga frá 1977 en þar endaði allt með miklum ósköpum. Við heyrðum af Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1987 en Jón Bergsson í Suður Landeyjum tróð sér inn í þáttinn. Svo heyrðum við af smokkaherferðinni miklu og fæðingarvottorði Paul McCartney sem seldist á uppboði í Japan.
Tímaflakk - 1961,71,81 og 91 Í tímaflakki dagsins var víða komið við eins og venjulega enda algjörlega ástæðulaust að láta steina liggja og velta þeim ekki við! Meðal þeirra sem koma við sögu eru Pétur Hoffmann og Janis Joplin, Stefán Jónsson og Sheena Easton, Mini Pops og Kysstu mig Kata, Terry Wogan, Bucks Fizz og Steinn Lárusson. Já og Skreppur Seiðkarl! Fram og til baka er skemmtilegasti og óvísindalegasti aldaspegill sem hægt er að finna.
Dagarnir í kringum 8 apríl árin 1964, 74, 84 og 94 voru sannarlega viðburðarríkir. Árið 64 ríkti Bítlaæði og Bítlarnir áttu því 5 lög á topp 10 í Bandaríkjunum. Ótrúlegur árangur. Á sama ári mátti sjá mynd af nýjustu flugfreyjunni á forsíðu Mánudagsblaðsins og kostum hennar líst. 1974 var þjóðin plöguð af verkföllum og 1984 voru allir að tala um Albert Guðmundsson og hundinn hans, hana Lucy. Árið 1994 gekk allt út á borgarstjórnarkosningar og þar kom Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eins og stormsveipur til sögunnar.
Fram og til baka 1960, 70, 80 og 90 Í tímaflakki dagsins var haldið til áranna 1960, 70, 80 og 90. Við heyrðum útvarpsþátt frá 1960 um þátttöku kvenna í opinberu lífi og sýndist þar sitt hverjum. Bergsson og Blöndal fengu hláturskast þegar þau lásu um kvikmyndina Lauslæti út af leiðindum sem var í bíó árið 1970 og einng mátti heyra um enn eitt Heklugosið og fyrstu Listahátíð í Reykjavík. Bubbi gerði allt vitlaust árið 1980 og þættinum lauk svo á Ragnari Reykás sem tjáði sig um kosningaúrslit á sinn einstaka máta.
Tímaflakkið 27.05.2018

Tímaflakkið 27.05.2018

2018-05-2701:04:53

Fram og til baka, tímaflakkið, 33. Þáttur Umsjón Felix Bergsson og Margrét Blöndal 1965, 1975, 1985 og 1995 Bergsson og Blöndal halda óvísindalegri yfirreið sinni yfir fortíðina áfram í Fram og til baka og að þessu sinni er komið niður í síðustu viku maímánaðar ári 1965, 1975, 1985 og 1995. Brynjólfur Jóhannesson leikari ræðir við Mattías Jóhannessen og Lénharður fógeti gerði gagnrýnanda Mánudagsblaðsins alveg vitlausan. Þátturinn Í sumarbyrjun var í sjónvarpinu í maí 1985 og svo trúlofaði danski krónprinsinn sig henni Alexöndru sem er af kínverskum ættum!
Bergsson og Blöndal fóru á sitt vikulega tímaflakk og komu niður á árunum 1967, 77, 87 og 97. Jónas Fr Jónsson kom nokkuð við sögu, árið 1977 sem ungur höfundur lesendabréfs sem fjallaði um mikilvægi þess að það væri meiri fótbolti í sjónvarpinu og 1997 sem framkvæmdastjóri viðskiptaráðs. Þá heyrðist hljóðdæmi úr sjónvarpsþætti Óðmanna frá 1967 og Ísraelarnir Datnir og Kushnir auk Rósu Ingólfsdóttur komu við sögu árið 1987.
Í tímaflakki dagsins voru árin 1961, 71, 81 og 91 heimsótt. Þar mátti heyra í fallhlífarhermanninum Júlíusi Magga Magnús og af mótmælum vegna flugvallar á Álftanesi. Hárið á Díönu kom við sögu og eins Lödukaup rússneskra sjómanna. Tónlistin var sú vinsælasta frá þessum tímum.
Við heyrðum af æsispennandi dagskrá þjóðhátíðardagsins árið 1964 en þar var Azkenazy og karlakórinn Fóstbræður í forgrunni. Árið 1974 kastaði Helgi Hóseason tjöru í stjórnarráðið og árið 1984 voru Stiklurnar hans Ómars það vinsælasta í sjónvarpinu. Árið 1994 var kólumbískur knattspyrnumaður skotinn fyrir slaka frammistöðu á vellinum og Íslendingar rifust við Norðmenn um veiðiréttindi við Svalbarða.
Tímaflakkið með Bergsson og Blöndal 1968,1978, 1988, 1998 Í tímaflakki dagsins fóru Bergsson og Blöndal víða. Leikurinn hófst með forsetakosningum árið 1968 og árið 1978 talaði Jónas Jónasson við 10 ára polla á bryggjunni í Garði. Þau rifjuðu upp að kennitölur voru teknar upp í Evrópu í þessari viku árið 1988 og umræður um tvöþúsund vandann voru orðnar háværar árið 1998.
Bergsson og Blöndal hefja tímaflakkið á nýjum tíma og fara nú aðeins lengra til baka í tíma en að sama skapi ekki eins nálægt nútímanum. Árin sem voru undir í þessum fyrsta þætti voru 1954, 1964, 1974 og 1984. Lone Ranger var á þessum tíma sendur út í útvarpi árið 1954, skíðaskálinn í Kerlingarfjöllum var í uppbyggingu árið 1964, Y viva Espania var algjörlega aðal lagið árið 1974 og Jónatan Garðarsson sagði okkur frá Mánabar en HLH sungu um hann árið 1984.
loading
Comments