DiscoverÞungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn
Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn
Claim Ownership

Þungarokksþátturinn - Stokkið í eldinn

Author: Smári Tarfur, Birkir Fjalar Viðarsson

Subscribed: 33Played: 453
Share

Description

Birkir Fjalar og Smári Tarfur láta móðinn mása um þungarokk frá ýmsum sjónarhornum.
38 Episodes
Reverse
Moonstone Tattoo Reykjavík kynnir:Birkir frændi og Kiddi Málmsmiðju Crowley slógu á þráðinn til Egils Óskars Rústafólkssyni til að fylgja eftir viðtali sem við áttum við hann og vopnabróðir hans, Júlíus Gretti Bernsdorf, og fengum fréttir af #strákunum okkar beint í æð. Þeir hafa undanfarnar vikur verið í hnífaparís við krakkana í PANTERA ásamt því að koma fram með Svíunum knáu, og Íslandsvinum, AMON AMARTH.Til að hlusta á og fræðast um fyrsta þáttinn, tilurð hans, og upphaf Egils og Júlíusar (ef svo má segja) og fleira; smellið HÉR....Og voru Birkir og Kiddi Crowley (MÁLMSMIÐJAN) skólaðir? Þið getið rétt ímyndað ykkur.Sérstakar þakkir fá Tommi tásulása og X977.Egill Óskar Gíslason (NYRST, ex-Skuggsjá) og Júlíus Grettir Bernsdorf (MJÖLNIR MMA). Báðir vinna þeir fyrir ICELANDIC STUNTS.Þessi þáttur var gerður í samstarfi við Málmsmiðjuna.Tónlist í þættinum;SPACEVÖLVA - Dijon&Dragons af Netskífa (Sjálfútgefið 2024)NYRST - Eilíft eldhaf af Völd (Dark Essence Records 2023)Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook! Stokkið í eldinn er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.  Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða.  Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf
Moonstone Tattoo Reykjavík kynnir:NORÐANPAUNK 2025 fer senn í hönd og við fögnuð. Hátíðin á 10 ára afmæli!  Við fögnum því. Við fögnuð litríkustu hátíð landsins. Við fögnum ófyrirsjáanlegustu hátíð landsins. Við fögnum fjölbreytileikanum. Við fögnum manngæskunni og villimennskunni - frumkraftinum og frjóseminni sem mætist í stríðum straumum ár hvert á Norðanpaunki.Ólöf Rún Benediktsdóttir og Ægir Freyr Birgisson, úr skipulagningarjukki Norðanpaunks mættu til Birkis og Kidda "Málmsmiðju" Crowley og létu gáminn gossa um allt sem tengist hátíðinni, spekinni á bak við hana, gildi, tilgang og markmið hennar og hvað það er sem gerir hana einstaka. Það var ýmislegt rifjjað upp og þáttastjórnendur fengu dýrmæta og skemmtilega innsýn inn í gangverk og sál hátíðarinnar. Við fögnum! Norðanpaunk hefur fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og við skulum fagna með því að mæta á hátíðina og vera hluti af þessu litla kraftaverki.NORÐANPAUNK er D.I.Y. pönkhátíð sem fram fer 1. til 3. ágúst 2025 á Laugarbakki (steinsnar frá Hvammstanga) Vestur Húnavatnasýslu.Tónlist í þættinum:GUBBA HORI - Drepa bíl af Gubb að voriGÓÐxÆRI - Stéttasvikari ft. GRÓA af Hótel BorganesÞið megið gjarnan íhuga að gefa hlaðvarpinu stjörnu/einkun/umsögn í ykkar hlaðvarpsveitum og segja vinum frá Stokkið í eldinn. Takk.Þessi þáttur er í boði Moonstone Tattoo Reykjavik hvar Stokkið í eldinn fær húðflúrin sín. Gæði út í gegn, topp fólk (Emii, Mery, Sædís, Gunnar, Skarpi, Isa og Nika) fjölbreyttar nálganir og stílar; flash tattoo eða flúr gerð alveg sérstaklega handa þér og eftir þínu höfði. Við lofum bestu húðflúrupplifuninni í bænum.Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúla 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.Luxor!Stokkið í eldinn er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.  Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða.  Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöfVið minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook!    
Moonstone Tattoo Reykjavík kynnir:Austur á fjörðum mallar eitthvað alveg einstakt. Hljómsveitin CHÖGMA úr Fjarðabyggð (nánar tiltekið Neskaupsstað, Stöðvar- og Fárskrúðsfirði) lenti í þriðja sæti Músíktilrauna í fyrra, sem er gott og blessað, en kemur upp úr dúrnum að keppni sú virðist hafa vakið upp eitthvað virkilega kraftmikið og 'einbeitt' sem farið er að rúlla af stað af mikilli ákefð og verður ekki stöðvað í bráð. Þau spila oft miðað við jaðarhljómsveitir utan af landi og þau víla ekki fyrir sér að fara í langar ferðir til að spila í örfáar mínútur fyrir ljónheppna tónleikagesti um land allt.Það er því ekki ofsögum sagt að hljómsveitin eigi sér bjarta framtíð og Stokkið í eldinn bræður fylgjast grant með og þá sérstaklega Tarfurinn.Birkir hljóp á sig og kynnti flutning á NECROBIOM lagi en úr því varð ekki því sá útskeifi hafði eitthvað misskilið Tarfinn á netspjalli einu eða Tarfurinn hann. Nema hvað...!Smári Tarfur tók stöðuna á Jakobi Kristjánssyni (gítarleikara) og Elísabetu Mörk (söngkonu). Stutt útgáfa af samtalinu kom fyrst út á X977 15. júní en hér getið þið hlustað á lengri og óklipptu útgáfuna.Fylgið CHÖGMA áYoutubeInstagramFacebookTikTokTónlist í þættinum;CHÖGMA - Destructive demo og Veðurfréttir (netskífa 2025)Þessi þáttur er í boði Moonstone Tattoo Reykjavik hvar Stokkið í eldinn fær húðflúrin sín. Gæði út í gegn, topp fólk (Emii, Mery, Sædís, Gunnar, Skarpi, Isa og Nika) fjölbreyttar nálganir og stílar; flash tattoo eða flúr gerð alveg sérstaklega handa þér og eftir þínu höfði. Við lofum bestu húðflúrupplifuninni í bænum.Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.Stokkið í eldinn er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.  Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða.  Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöfVið minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook!
Það hljómaði bæði súrealískt og ótrúlega er okkur barst til eyrna að vinir tveir; MMA spjátrúngar, áhættuleikarasjomlar, adrenalínfíklar og þungarokkarar, væru komnir um borð í langskip eitt sem var á leið til fundar við AMON AMARTH, PANTERA (þáttur) og SLAYER (þáttur) hvar þeir myndu berjast við þeirra hlið víðsvegar um veröld.Við hreinlega urðum að ná í skottið á þeim til að komast að því hvernig stæði á þessu öllu saman. ...Og voru Birkir og Kiddi Crowley (MÁLMSMIÐJAN) skólaðir? Þið getið rétt ímyndað ykkur.Egill Óskar Gíslason (NYRST, ex-Skuggsjá) og Júlíus Grettir Bernsdorf (MJÖLNIR MMA). Báðir vinnia  þeir fyrir ICELANDIC STUNTS.Þessi þáttur var gerður í samstarfi við Málmsmiðjuna.Tónlist í þættinum;NYRST - Hrímvíti af Völd (Dark Essence Records) Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook! Stokkið í eldinn er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.  Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða.  Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf 
Moonstone Tattoo Reykjavík kynnir:Smári (týndur) og Birkir (vansvefta) söknuðu hvors annars. Því var skutlað í hraðsoðin þátt án alls undirbúnings hvar aðalviðfangsefnið var auðvitað SÁTAN 2025, hlýtt var á CHÖGMA demó, slagsmál í æsku, slysfarir vegna sjálfsfróunar og margt margt fleira. Hlustendur komu við sögu í þættinum og gammurinn gaus. Heiðrum minningu Nansý Guðmundsdóttur með því að vera í tjúlluðum fíling á Sátunni en gæta hvors annars í hvívetna. Minningin lifir!Frjáls Palestína! Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook! Stokkið í eldinn er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.  Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða.  Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf
Það var heldur betur handagangur í öskjunni, gleði, glaumur og uppfræðsla þegar sjálfur Karl Ágúst Guðmundsson (SORORICIDE / BELLATRIX) mætti á mót Stokkið í eldinn bræðranna. Eins og hendi væri veifað þá var saga þessa merka tónlistarmanns gernegld og pækluð af honum sjálfum í ljómandi fjörugu, en innilegu, samtali um feril kauða og samferðafólks hans.Tónlist í þættinu:Deathless með SORORICIDE (óútgefin tónleikaupptaka frá 1993, hér spiluð opinberlega í fyrsta sinn)Make Me Right með BELLATRIX af Köld eru kvennaráð (1996)Left Hand Path með ENTOMBED af Left Hand Path (1990)Þessi þáttur er í boði Moonstone Tattoo Reykjavik hvar Stokkið í eldinn fær húðflúrin sín. Gæði út í gegn, topp fólk (Emii, Mery, Sædís, Gunnar, Skarpi, Isa og Nika) fjölbreyttar nálganir og stílar; flash tattoo eða flúr gerð alveg sérstaklega handa þér og eftir þínu höfði. Við lofum bestu húðflúr upplifuninni í bænum.Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook! Stokkið í Eldinn styður SÁTUNA (tónleikahátíð).Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf
Ride The Lightning er af mörgum talin sú besta; í það minnsta það besta sem runnið hefur undan rifjum Metallica. Pælarar og málsmetandi tónlistarfólk teflir Ride The Lightning gjarnan fram þegar leitað er álits þeirra um bestu skífu Metallica og jafnvel bestu þungarokksplötur allra tíma. Það verður ekki deilt um mikilvægi þessarar plötu svo sígild er hún. Réttir menn á réttum tíma. Hvar standa Smári Tarfur og Birkir Fjalar gagnvart þessum burðarstólpa?Hér fara Smári og Birkir yfir B-hlið plötunnar mögnuðu og setja hana svo í edik.Þessi þáttur er í boði Moonstone Tattoo Reykjavik hvar Stokkið í eldinn fær húðflúrin sín. Gæði út í gegn, topp fólk (Emii, Mery, Sædís, Gunnar, Skarpi, Isa og Nika) fjölbreyttar nálganir og stílar; flash tattoo eða flúr gerð alveg sérstaklega handa þér og eftir þínu höfði. Við lofum bestu húðflúr upplifuninni í bænum.Moonstone Tattoo Reykjavik er í Vegmúli 2, Reykjavík. Sláið á þráðinn 779 4547 eða sendið skilaboð á Facebook eða Instagram.Við minnum fólk á að fylgja Stokkið í eldinn á Instagram og Facebook! Stokkið í Eldinn styður SÁTUNA (tónleikahátíð).Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf
Það voru miklir endurfundir er Birkir, Egill Geirsson og Eiður Steindórsson hittust í fyrsta sinn eftir tæp 20 ár í sundur. Birkir var radd og-vitlaus, vannærður, vansvefta og yfirgíraður, Eiður nýkominn af næturvakt og Egill með lítið eftir á tanknum fyrir eitthvað kjaftæði, eða hvað?  Kiddi Crowley þurfti að hafa sig allan við að halda körfunni á karfanum.Egill (Munnriður, Changar, Dormah, Daddy Issues) og Eiður (Snafu, Future Future, Vera, Oath, Gamli, Daddy Issues) hafa margar fjörurnar sopið og þeirra staður í þungarokki Íslands er tryggður. Frábærir listamenn báðir tveir með sínar sérstæðu nálganir á formið; frjóir, óútreiknanlegir og eftirtektaverðir, hvor á sinn hátt.Það skýn fljótt í að hér mun karlaklúbbur af einhverju tagi gerjast og flæða yfir bakka sína hvar samtalið verður taum- og stefnulausara með hverri mínútunni. Það er ýmislegt mis gagn- og fróðlegt sem kemur úr dúrnum en einhver ykkar kunnið að hafa gagn og gaman af því þessi fundur gerði helling fyrir ofangreinda.Tónlist í þættinum:DADDY ISSUES - Ruslið út af Engan asa (2018)Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöfÞessi þáttur hefði ekki verið mögulegur án Málmsmiðjunnar. Málsmiðjan er viðtalshlaðvarp með fókusinn á þungu Íslensku rokki af öllum gerðum. Frábær viðtöl og heimild. Besta leiðin til að kynnast persónum og leikendum Íslenska jaðarssin.Málmsmiðjan er á Spotify. 
Upp er runnin veisla. Hún er svipur hjá sjón! Hún er fugl og fiskur!Smári Tarfur snýr aftur og mætir Kristjáni B. Heiðarssyni, gullgesti vorum, ásamt Birki og Kristni Rey. Það er vart hægt að hugsa sér manneskju til starfans þegar vinnan er Testament. Þessi merka, fróma, langlífa og frjósama hljómsveit sem ekkert virðist geta stöðvað né grandað. Alltaf eru þeir þarna. Alltaf vilja stærstu byssurnar ganga í þeirra raðir. Alltaf eiga þeir erindi. Og alltaf skuli þeir taldir fyrstir inn sem sveitin sem á mest skilið að vera tekin inn í The Big Four (Metallica, Megadeth, Slayer, Anthrax).Kristján kom töltandi úr Eyfiskri sveitinni, kom, talaði og ýlfraði okkur öllum til hagsbóta. Áfram þungarokk!Tónlist í þættinum:VETUR - Kuml af Nætur (2018)PATRONIAN - The Great Western Friendkill af Stabbed With Steel (2022) Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöfÞessi þáttur hefði ekki verið mögulegur án Málmsmiðjunnar. Málsmiðjan er viðtalshlaðvarp með fókusinn á þungu Íslensku rokki af öllum gerðum. Frábær viðtöl og heimild. Besta leiðin til að kynnast persónum og leikendum Íslenska jaðarssin.Málmsmiðjan er á Spotify. 
Fréttaritari Stokkið í eldinn í Þýskalandi, Smári Tarfur, sendir hlustendum hljóðpistil af dýrari sortinni. Hann skjalfestir þá merku stund er hann fór á tónleika með hjartasveit sinni Carcass. Carcass stigu á stokk í LKA Longhorn, Stuttgart (16. jan. 2025) ásamt Brujeria, Rotten Sound. Saman voru sveitirnar á tónleikaferðalegi sem nefnt var Europa Rigor Mortis Tour Part 1.Frá Gestseyri í Patreksfirði, Rafbúð Jónas Þórst til Berlínar og því næst Stuttgart Ásgeirs Sigurvinssonar. Smári Tarfa Jósepsson talar úr lestarstöð...CARCASS - Cadaver Pouch Conveyor System af Surgical Steel (2013)MORPHOLITH - Dismalium af Dystopian Distributions Of Mass Produced Narcotics (2024) Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöfÞessi þáttur hefði ekki verið mögulegur án Málmsmiðjunnar. Málsmiðjan er viðtalshlaðvarp með fókusinn á þungu Íslensku rokki af öllum gerðum. Frábær viðtöl og heimild. Besta leiðin til að kynnast persónum og leikendum Íslenska jaðarssin.Málmsmiðjan er á Spotify. 
Þegar Tómas Ísdal (Misþyrming, Naðra o.fl) talaði um TÞM árin... TÞM senuna, í síðasta þætti Stokkið í eldinn (026. Íslenskur Svartmálmur (önnur bylgja) m. Tómasi Ísdal, Friederike Wießner og Þóri Garðarssyni) þá hafði hann óvart komið með kveikju á næsta þætti. Þetta var eitthvað órætt en samt skýrt. Eitthvað sem þurfti að gaumgæfa betur. Hvaða sveitir lágu til grundvallar? Momentum? Gone Postal? Severed? Changer? Withered? Infected? Diabolus? Kom á daginn að það var óhemju mikið af góðum hljómsveitum að stíga sinn vilta dans á sama tíma og mörg þeirr tengust rammri taug sín á milli. Við vorum sammála um að nauðsynlegt væri að kalla einhverja pælara að borðinu, fólk sem hafði tekið ríkan þátt í þungarokkinu á þessum árum. Og eins og svo oft áður þá kom það upp úr dúrnum að félagslegi þáttur tónlistarinnar, bræðra- og systralagið, hafði jafnvel meiri áhrif á viðstadda en tónlistin sjálf.Ragnar Sverrisson (Helfró, Vafurlogi, Beneath, Ophidian I, Atrum, Azoic) og Ingólfur Örn Hallgrímsson (Blood Feud, Chao, Norðanpaunk og Pittsburgh Penguins) voru kallaðir að borðinu enda þekktir fyrir sín þrumuskot sem og djúpa þekkingu og innsæi inn í þungarokkssenu fortíðarinnar. Enn þann dag í dag taka þeir ríkan þátt í þungarokkssmenningu landans, hver með sínu nefi, og þeir eiga það sameiginlegt, blessaðir, að þeir muna allan fjandan og brenna fyrir málstaðinn.Sérstakar þakkir fá Atli Jarl Martin og Kristján B. Heiðarsson.UNIVERSAL TRAGEDY - Raid and Pillage afThe Truth Beholds Deception (2010)GONE POSTAL - One Kill Towards Progression af Promo II (2011)BLOOD FEUD - The Ventriloquist óútgefið (2013)ATRUM - Ýmir af Opus Victum (2011)WITHERED - Orchestrated Screams af The Midnight Gate (2006)Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöfÞessi þáttur hefði ekki verið mögulegur án Málmsmiðjunnar. Málsmiðjan er viðtalshlaðvarp með fókusinn á þungu Íslensku rokki af öllum gerðum. Frábær viðtöl og heimild. Besta leiðin til að kynnast persónum og leikendum Íslenska jaðarssin.Málmsmiðjan er á Spotify.  
Í þessum þætti höldum við áfram að velta fyrir okkur tilveru og þróun Íslenska svartmálmsins og gerum heiðarlega tilraun til að merkja bylgjur og/eða kaflaskil inn á ímyndað tímatal hvar ár og atburðir eru á reyki, eins og vera ber (senur og list er ekki stærðfræði, heldur flæðandi). Til að gæta þess að viðfangsefnið sé nálgast frá sem flestum sjónarhornum og af miklu innsæi og reynslu fengum við Þóri Garðarsson (Vafurlogi, Svartidauði, Sinmara o.fl), Tómas Ísdal (Naðra, Misþyrming, Carpe Noctem o.fl.) og Friederiku Wießner Petrudóttur (Mondernte) til liðs við okkur og áttum langt, ítarlegt og gott spjall.Þessi kvöldstund er í boði Malbygg. Malbygg er brugghús hvers hágæða handverksdrykkir eiga sannarlega upp á pallborðið hjá Stokkið í eldinn og mun víðar. Finnið og fylgið Malbygg á netinu:Heimasíða.Facebook.Instagram.Tónlist í þættinum:MARTRÖÐ - Draumleysa af Transmutation of Wounds (2016)ANDVALD - Afvegaleiðsla af  Undir skygg​ð​arhaldi  (2019)CARPE NOCTEM - Vargsf​æ​ð​ing af Carpe Noctem (2009)Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöfÞessi þáttur hefði ekki verið mögulegur án Málmsmiðjunnar. Málsmiðjan er viðtalshlaðvarp með fókusinn á þungu Íslensku rokki af öllum gerðum. Frábær viðtöl og heimild. Besta leiðin til að kynnast persónum og leikendum Íslenska jaðarssin.Málmsmiðjan er á Spotify. Andkristni MMXXIII. 21.& 22. desemberElsta þungarokks hátíð á Íslandi, hin árlega Andkristni hátíð snýr aftur og nú stærri en nokkru sinni fyrr. Í fyrsta skipti verður hátíðin haldin í IÐNÓ, elsta tónleika stað í Reykjavík. Þriggja daga veisla sem enginn svartmálms aðdáandi ætti að láta framhjá sér fara.Miðasala.
Verkefnið er ærið og grafalvarlegt. Svartmálmurinn er kóngurinn hér á landi og þannig hefur það verið í áraraðir frá og með sveitum á borð við Carpe Noctem, Chao, Svartidauði, Finngálkn svo einhverjar séu nefndar. En hvað var í gangi áður en sú markverða og heimsþekkta bylgja hófst? Var eitthvað þarna (Flames Of Hell, Forgarður Helvítis, Sólstafir?) sem hægt er að setja undir sömu reghnhlífina og kalla með sönnu fyrstu bylgju svartmálm? Til að tækla dæmið voru gárungarnir og grúskararnir Eyvindur Æðsti-Prestur Gauti og góðvinur þáttarins Magnús Halldór Pálsson, settir í rökstóla hvar þeir völsuðu um myrk og köld skúmaskot minninga sinna og Íslands sem var; kalt, miskunarlaust og áfengiseitrað. Guðmundur "Muggur" Helgi; minning þín lifir. Tónlist í þættinum:MIND AS MINE -  Author of Your Dreams af Fire & Ice - An Icelandic Metal Compilation (1997)ÁMSVARTNIR - In Darkness af Demo (1996)Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.
Þegar ein af þeim stærstu og mikilvægustu gefa út þá verðum við að taka það fyrir. Banished By Sin var vel tekið af áðdáendum og mörgum skrípentum.  Hvað segjum við/þið?Flórídakvartetinn Deicide þarf ekki að kynna fyrir neinu ykkar. Hér er á ferðinni ein sögufrægasta dauðarokkssveit allra tíma. Það er ekkert flóknara en það. Án Deicide værum við tæplega komin svona langt og víða eins og raun ber vitni. Það að þeirra njóti enn við, og séu enn að gefa út plötur í fullri lengd, er síðan einhversskonar kraftaverk og auðvitað í krafti mykrahöfðingjans. Vafalítið.Nema hvað! Í vor kom út þrettánda plata þeirra; Banished By Sin. Þrettánda! Sex ár hafa liðið síðan Overtures Of Blasphemy kom út. Kevin Quirion er ennþá inni sem annar gítarleikaranna en Mark English var skipt út fyrir Taylor Nordberg. Glen "Líf og fjör" Benton og Steve "vímuluast Ísland árið 2000" Asheim eru enn í brúnni eins og vera ber. Gjörsamlega ótrúlegir.  Tónlist í þættinum:Groovestreet með False Majesty (2024)Where Crows Dare Not Go með Herakleion af Necroverse (2024)Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.
Hljómsveitin Nightmarer varð á vegi mínum fyrir nokkrum árum síðan þegar ég var í miðri dauðaleit að nýju og fersku dauðarokki. Ef minnið mitt svíkur mig ekki, þá átti þessi dásemdarstund sér stað í ástralska þungarokksþættinum Scars and Guitars. Hefur þáttur sá reynst mér ansi mikil gullkista allar götur síðan þegar kemur að góðri, þungri tónlist.Það var þröngskífan Monolith of Corrosion sem greip mig slíkum heljartökum að ég hef vart ráðið mér af kæti síðan. Gerði mér t.a.m. sérstaka ferð yfir til Danmerkur í fyrravetur til að sjá Nightmarer á tónleikum. Í leiðinni notaði ég tækifærið og tók viðtal við Simon Hawemann, gítarleikara sveitarinnar. Vona ég að hlustendur njóti vel.Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf.  
Bird RVK bar & grill (Tryggvagötu) kynnir:Ride The Lightning er af mörgum talin sú besta; í það minnsta það besta sem runnið hefur undan rifjum Metallica. Pælarar og málsmetandi tónlistarfólk teflir Ride The Lightning gjarnan fram þegar leitað er álits þeirra um bestu skífu Metallica og jafnvel bestu þungarokksplötur allra tíma. Það verður ekki deilt um mikilvægi þessarar plötu svo sígild er hún. Réttir menn á réttum tíma. Hvar standa Smári Tarfur og Birkir Fjalar gagnvart þessum burðarstólpa?Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook! Stokkið í Eldinn styður SÁTUNA (tónleikahátíð).Þessi þáttur ver í boði Bird RVK; samlokustaðurinn, tónleikastaðurinn, karaoke athvarfið...Axel Hoppe skrifar: "Delicious and affordable sandwiches and a good selection of beers. Good vibe and great music. Don't miss this place." Fylgið Bird á bird_rvk á Instagram.Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf 
021. Lífsmark ....

021. Lífsmark ....

2024-08-3030:52

Bird RVK bar & grill (Tryggvagötu) kynnir:Sumarglundroða lýkur, karlarnir sjá glitta í rútínu vetrar og sitja betur og betur í sjálfum sér.Hvað voru stjórnendur þáttarins að gera? Hvað ætlar þeir að gera? Hvað gerir þú?Við minnum fólk á að fylgja okkur á Instagram og Facebook! Stokkið í Eldinn styður SÁTUNA (tónleikahátíð). Þessi þáttur var í boði Bird RVK; samlokustaðurinn, tónleikastaðurinn, karaoke athvarfið...Axel Hoppe skrifar: "Delicious and affordable sandwiches and a good selection of beers. Good vibe and great music. Don't miss this place." Fylgið Bird á bird_rvk á Instagram.Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf 
Hin dáða og sívinsæla Blóðmör snýr aftur til tónlauks eftir hart nær tveggja ára þögn í þeim málaflokki. Nýir meðlimir kynntir til leiks, ný tónlist rædd, nýir lagatitlar o.s.frv.Blóðmör eru:Haukur Þór ValdimarssonAndri Eyfjörð JóhannessonÓttarr Daði Garðarsson ProppéTónlist í þættinum:Sigga - la - fó - BÚGDRÝGINDI (Kúbakóla, 2002)Falska hetjan - BLÓÐMÖR (Í Skjóli Syndanna, 2021) Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf. 
Það var eitthvað við Andlát. Þetta tiltölulega stutta tímabil þar sem hróður þeirra óx og óx og ekkert gat þá stöðvað. Hvernig tónlist bunaði úr þeim var síðan það sem fólkið hengdi sig fyrst og fremst á. Upp úr þessu spruttu vináttur og vinahópar hvaðanæva af Stór-Höfuðborgarsvæðinu og Mosfellsbæ bundust skapandi böndum.Hver fílar ekki risastór og grípandi riff sem grúva eins og djöfullinn? Erindi sem dauðarokka líkt og við einhverja blóðtjörn á Náströnd? Svo er það haltu-kjafti-ekkert-helvítis-rugl trommuleikur og bassi sem gætir þess að það sé malbikað þétt og vandlega yfir lifendur og liðna. Samlíkingar? Það er alveg hægt að fara þangað líka. Cannibal Corpse að sprengja fyrir jarðgöngum ásamt þýsku geðsjúllunum í Acme. Já, já. Aftershock inn í brennandi vöruskemmu á meðan þeir spila allra hörðustu riff Pantera. Því ekki það?!?Hvað sem því líður þá eru hjólför Andlát enn greinileg eftir öll þessi ár.Andlát skipuðu (meðal annarra):Bjarki Fannar Atlason (Finnegan)Valur Árni Guðmundsson  (Ask The Slave, Squirt)Haukur Valdimar Pálsson (Myra, Squirt)Sigurður Trausti TraustasonMagnús Örn Magnússon (Gyllinæð, Stegla) Tónlist í þættinum:What Was Intended - ANDLÁT (Mors Verum, 2004)Threatened - LIVING SACRIFICE (Reborn, 1997)Broken - MARTYR A.D. (The Human Condition in Twelve Fractions, 2000)The Martyr's Blood - HEAVEN SHALL BURN (Whatever It May Take, 2002) Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf. 
Heill þáttur um eitt af eftirminnilegustu og dáðustu gítarsólóum þungarokkssögunnar... Því eins og Snorri Barón sagði: „Gítarsóló eru framtíðin.“ Þetta vita öll.Smári Tarfur og Birkir Fjalar velta fyrir sér stórleik og margra hæða músíkölsku sólói Alex Skolnick (Testament, Savatage, Metal Allegiance, Trans-Siberian Orchestra) í titillagi plötunnar Practice What You Preach (1989) með Testament.  Þeim til fulltingis voru Sigurgeir Sigmundsson (Drýsill, Gildran, Big River Band o.fl.), Þráinn Árni Baldvinsson (Skálmöld, Kalk, Klamedía X) og Sigurjón Óli Gunnarsson (Devine Defilement, Epidermal Veil, Holdris et al).Á einhvern lífrænan máta þróast þátturinn yfir í minningar um og velþóknun á Björgvini Gíslasyni, gítarleikara og mannvin, en hann lést fyrir skemmstu. Blessuð sé minning hans.Tónlistin í þættinum:- SEVEN SPIRES "Almosttown" (2024)- PELICAN "Á sprengisandi" (1974)Við minnum fólk á að fylgja okkur, Stokkið í eldinn, á Instagram og Facebook!Stokkið í eldinn er kirfilega stutt af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi, svið og skjávarpa til sölu og leigu svo fátt eitt sé nefnt.Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á www.luxor.is og rannsakið. Sláið á þráðinn og fáið ráðgjöf. 
loading
Comments