002 Skúli Isaaq – Mega hvítir strákar nota durag?
Description
Gestur minn í öðrum þætti af hlaðvarpinu Mannflóran er Skúli Isaaq Skúlason Qase. Hann er tónlistarmaður og vesturbæringur en fyrst og fremst sonur móður sinnar. Við Skúli ræddum um móður hans, sem var áhrifarík kona, af sómölskum uppruna, og lét til síns getið á sviði stjórnmála á Íslandi og bauð sig meðal annars fram til Borgarstjórnarkosningar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins árið 1994. Við tölum um tengsl Skúla við Sómalíu, skort á þekkingu á Afrískri sögu og að lokum um tónlist og hip hop menningu – af hverju heldur fólk að allir svartir tónlistarmenn séu rapparar? Mega hvítir strákar nota durag? Mikið af spurningum og vangaveltum…
Með hverjum þætti mun fylgja pistill á chanelbjork.substack.com þar sem hægt verður að finna myndir, meðmæli og lesefni sem tengist því sem er rætt um í þættinum.
Þættirnir eru í boði Íslandsbanka og Reykjavíkurborgar, njótið!