#0090 Ævar Þór Benediktsson
Description
S01E90
– Við höfum sennilega öll kallað hann Ævar vísindamann, en svo einföld er sagan nú ekki. Ævar Þór er gríðarlega afkastamikill rithöfundur og grúskari en aðspurður segist hann vera leikari fyrst og allt annað á eftir. Hann er mikill talsmaður barnamenningar sem og fræðslu- og afþreyingarefnis fyrir börn og sér tækifæri í hverju horni. Hann virðist óþreytandi þegar kemur að því að koma þekkingu og gáska á framfæri en játar þó að hann sé farinn að velja tilefnin aðeins betur en hann gerði áður. Einhvern veginn kemur hann því við að eiga daglegt líf og fjölskyldu meðfram öllu saman og hefur glaður slakað aðeins á eftir að barneiginir urðu staðreynd. Hann kom mér svolítið á óvart verð ég að segja, og virðist vera náttúrulega duglegur frekar en útpældur og útsjónarsamur. Hann brosir mikið, segir sögur og skammast sín alls ekki fyrir að hafa svolítið hátt. Afar skemmtilegur maður.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Vængirnir hjá Mossley eru algjörlega ógleymanlegir! Nú á tilboði vikunnar í Mathöll Pay appsins á aðeins 1.000 krónur!
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.