DiscoverFréttir dagsins09.12.2025 - Fréttir dagsins
09.12.2025 - Fréttir dagsins

09.12.2025 - Fréttir dagsins

Update: 2025-12-09
Share

Description

Í fréttum er þetta helst
Hluthafar Íslandsbanka, sem eiga meira en fimm prósent hlutafjár í bankanum, hafa krafist þess að boðað verði til stjórnarkjörs. Krafan barst sama dag og stjórnarformaðurinn tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri.
Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg.
Ópíóða- og kókaínfíkn er að aukast og reglulega kemur fólk sem reykir kókaín sem er enn hættulegra að sögn formanns Matthildarsamtakanna. Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar því þrátt fyrir met í haldlagningu vímuefna séu vísbendingar um að bæði framboð og eftirspurn hafi aukist á árinu.
Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð voru gefin út af Landspítalanum og heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu árið 2023, en þau voru mun fleiri á landsvísu. Heilbrigðisráðherra vill skoða hvernig fækka megi útgáfum vottorða og tilvísana til að draga úr skriffinnsku.
Háskólinn á Akureyri og lögregluskólinn í Reykjavík eru með til skoðunar nafnlausar ábendingar kvenkyns nemenda á hendur hóp nokkurra lögreglunema um að þeir hafi stundað það að deila myndum af bekkjarsystrum sínum á samfélagsmiðlinum Snapchat.
Lögmaður sem er laus úr rúmlega tveggja vikna einangrun í gæsluvarðhaldi telur lögreglu herja á sig til að kortleggja betur albanska glæpahópa hér á landi. Hann segist اندlega í molum eftir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem hann þó kynntist besta fólki í heimi, fangavörðunum.
Dómsmálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor. Áformað er að fara þá leið að þeir sem áttu lögheimili í Grindavíkurbæ 9. nóvember 2023 hafi val um að kjósa í Grindavík eða því sveitarfélagi sem þeir eiga nú lögheimili í.

Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.
Comments 
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

09.12.2025 - Fréttir dagsins

09.12.2025 - Fréttir dagsins