#38 – Golf hjálpaði Blikum að verða Íslandsmeistarar
Description
Við fáum góða gesti í þátt vikunnar í Seinni níu. Blikarnir
Damir Muminovic og Höskuldur Gunnlaugsson urðu Íslandsmeistarar með liði Breiðabliks í haust. Þeir eru hins vegar báðir forfallnir golfáhugamenn og vilja spila golf eins mikið og kostur er.
Damir byrjaði í golfi fyrir rúmu ári síðan og búinn að ná ótrúlegum tökum á golfíþróttinni. Hann er í dag með um 10 í forgjöf og spilaði ekki nema um 80 hringi í ár. Höskuldur er með um 15 í forgjöf og býr svo vel að vera með golfhermi á skrifstofunni þar sem hann starfar.
Damir og Höskuldur fara á mjög skemmtilegan hátt yfir það
hvernig golfið hefur hjálpað þeim í fótboltanum á síðastliðnu tímabili og deila einnig skemmtilegum sögum af því hvernig þeim hefur tekist að slasa sig í golf. Báðir eru þeir á því að golfið hafi klárlega hjálpað sér að ná meiri árangri á knattspyrnuvellinum.
Þeir félagar völdu einnig fimm bestu kylfinganna sem leika í
Bestu-deildinni í knattspyrnu. Frábær þáttur sem ætti ekki að fara framhjá kylfingum og íþróttaáhugafólki.
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan
fasteignasala
🏌️♀️- Golfhöllin