#40 – Áramótauppgjör Seinni níu
Description
Lokaþáttur ársins í Seinni níu er sannkallaður áramótaþáttur. Í þættinum spilum við brot úr þáttum frá 32 af þeim viðmælendum sem komu í heimsókn til okkar á árinu. Spiluð eru brot úr mörgum af vinsælustu þáttum ársins.
Meðal þeirra brota sem eru spiluð í þættinum:
- Halli Melló segir frá því hvað hann óttast mest
- Þorgerður Katrín fer yfir það sem fer í taugarnar á henni á golfvellinum
- Jakob Bjarnar ræðir um glæpsamlegt golfmót
- Teitur Örlygs henti golfsettinu sínu inn í bílskúr með látum
- Úlfar Jóns sló dauðhræddur með dræver sem atvinnumaður
- Inga Lind féll kylliflöt fyrir golfinu
- Hjörvar Hafliðason er vöðvagolfari
- Áfengið dró Rúnar Freyr í golf
- Freyr Gígja missti sig við Eyfa Kristjáns á
golfvellinum
- Ólafía Þórunn ræddi um pressuna sem fylgir því
að keppa á bestu mótaröð í heimi
- Margeir Vilhjálms fór yfir stóra málið á Akureyri sem endaði í keppnisbanni
- Fiskikóngurinn fræddi okkur um hvernig það er að
fá bolta í hausinn
- Arnar Gunnlaugsson notar golf sem undirbúning
fyrir leiki
- Andri Ólafsson fór yfir það sem byrjendur í
golfi ættu að forðast
- Venni Páer lék á 79 höggum en svo fór allt í
skrúfuna
Seinni níu er að ljúka sínu fyrsta starfsári og við hlökkum
til að mæta á nýju ári með nýja og skemmtilega viðmælendur sem hafa gaman af því að tala um golf. Gleðilegt nýtt ár!
---
Seinni Níu er í boði:
✈️- PLAY
💊- Unbroken
👟- ECCO
⛳- Eagle Golfferðir
🚗- XPENG
🧼- Lindin bílaþvottastöð
🏚️ - Betri stofan
fasteignasala
🏌️♀️- Golfhöllin