42. Fjallatussur og hin guðdómlegi kvenleiki (Gullkorn úr íslenskum bókmenntum)
Update: 2025-07-16
Description
Þessi þáttur er tekin upp á uppáhalds hang-outi þeirra vinkvenna, andlega menningarheimilinu Mama í bakarabrekkunni. Nú er loks hægt að velta fyrir sér kvenleikanum þar sem þær eru báðar komnar fram yfir síðasta söludag og í Halldóru er að fæðast fjallatussa. Ljósu og dökku hliðar kvenleikans og karlmennskunnar eru krufnar til mergjar enda löngu komin tími til að í það mál allt fáist niðurstaða áður en Steinunn kyrkir sína ljósu karlmennskuhlið. En þetta er að öðrum þræði þáttur um það hvað maður er ímyndunarveikur um mikilvægi sitt í lífi annarra. Fyrir söngelska er þátturinn kannski ríkulegur því töluvert er sungið, rappað og skattað.
Takk fyrir samstarfið: Íslandsbanki, Icelandair, Beautyklúbburinn
Comments
In Channel