65 – Maðurinn sem æpti bravó!
Update: 2025-09-22
Description
Gunnlaugur og Ármann geta ekki haldið sig frá Verdi og nú er það óperan sem mörgum finnst sú besta í heiminum, Rigoletto, sem var fyrsta íslenska óperusýningin hjá Þjóðleikhúsinu árið 1951. Talið berst meðal annars að sjálfum Stefanó Íslandi, líkindum Rigoletto við Ölkofraþátt, tyrkneskum teppasölumönnum, hörðum kennurum, dauðarómantík 19. aldar og Íslandsmeti Guðmundar Jónssonar í löngum tón. En er Rigoletto aðeins Figaro fátæka mannsins? Er Pavarotti sannfærandi í dulargervi? Hvað er líkt með háskólamönnum og konunum á Istedgade? Voru konungarnir á Sikiley óvenju harðir? Er Ármann Kate Bush Íslands?
Comments
In Channel