98. Þroski og vegferð Elsu og Kristínar sem mæður, grasrótarkonur og uppeldisfræðingar
Update: 2024-02-22
Description
Elsa Borg Sveinsdóttir og Kristín Björg Viggósdóttir ræddu í þættinum við Guðrúnu Ingu Torfadóttur vítt og breytt um virðingarríkt uppeldi og þroskasögu sína þegar kemur að foreldrahlutverkinu og foreldraráðgjöf. Allar þrjár hafa verið vinkonur í sjö til átta ár og mynduðu félagsskapinn Meðvitaða foreldra með fleiri góðum.
Heilmikið vatn hefur runnið til sjávar frá því þær Elsa og Kristín urðu fyrst mæður fyrir nærri því einum og hálfum áratug, kynntust RIE og virðingarríka arminum og hófu nám í faginu sömuleiðis með ólíkum hætti. Við heyrum um þetta ferðalag þeirra og hvernig hefur verið að samþætta akademískan þátt uppeldisfræðanna við innsæi sitt og svo áfram vítt og breytt um foreldrahlutverkið og þroskaferlið sem það felur í sér.
----
Elsa er menntaður foreldra- og uppeldisfræðingur og jógakennari. Hún er lærdómsfús og fær aldrei nóg af því að afla sér þekkingar og hefur setið hin ýmsu námskeið og vinnustofur. Þar má nefna ígrundaðar samræður foreldra (RDPED), “polyvagal informed treatment”, “fierce self-compassion”, “the power of mindful self-compassion”, doulunámskeið, BIO TRIO (erasmus verkefni um samskipti) o.fl. Elsa starfar einnig sem verkefnastjóri þróunarverkefnis um foreldrafærni við HÍ og kennir jóga í Yogavin studio.
Kristín Björg er foreldra- og uppeldisfræðingur, iðjuþjálfi, jógakennari og með MA í dans- og hreyfimeðferð. Hún er þriggja barna móðir sem henni þykir meiri lærdómur en nokkur háskólagráða. Helstu áhugasvið Kristínar eru virðing og tengsl í uppeldi, skynúrvinnslu kenningar (e. sensory integration) og allt sem viðkemur vinnu með líkamann.
Heilmikið vatn hefur runnið til sjávar frá því þær Elsa og Kristín urðu fyrst mæður fyrir nærri því einum og hálfum áratug, kynntust RIE og virðingarríka arminum og hófu nám í faginu sömuleiðis með ólíkum hætti. Við heyrum um þetta ferðalag þeirra og hvernig hefur verið að samþætta akademískan þátt uppeldisfræðanna við innsæi sitt og svo áfram vítt og breytt um foreldrahlutverkið og þroskaferlið sem það felur í sér.
----
Elsa er menntaður foreldra- og uppeldisfræðingur og jógakennari. Hún er lærdómsfús og fær aldrei nóg af því að afla sér þekkingar og hefur setið hin ýmsu námskeið og vinnustofur. Þar má nefna ígrundaðar samræður foreldra (RDPED), “polyvagal informed treatment”, “fierce self-compassion”, “the power of mindful self-compassion”, doulunámskeið, BIO TRIO (erasmus verkefni um samskipti) o.fl. Elsa starfar einnig sem verkefnastjóri þróunarverkefnis um foreldrafærni við HÍ og kennir jóga í Yogavin studio.
Kristín Björg er foreldra- og uppeldisfræðingur, iðjuþjálfi, jógakennari og með MA í dans- og hreyfimeðferð. Hún er þriggja barna móðir sem henni þykir meiri lærdómur en nokkur háskólagráða. Helstu áhugasvið Kristínar eru virðing og tengsl í uppeldi, skynúrvinnslu kenningar (e. sensory integration) og allt sem viðkemur vinnu með líkamann.
Comments
Top Podcasts
The Best New Comedy Podcast Right Now – June 2024The Best News Podcast Right Now – June 2024The Best New Business Podcast Right Now – June 2024The Best New Sports Podcast Right Now – June 2024The Best New True Crime Podcast Right Now – June 2024The Best New Joe Rogan Experience Podcast Right Now – June 20The Best New Dan Bongino Show Podcast Right Now – June 20The Best New Mark Levin Podcast – June 2024
In Channel