Fullorðins: #26 Heilbrigðiskerfið á Íslandi braut mig
Description
Í næsta þætti fáum við að kynnast Alrúni örlítið nánar.
En svo verður aðalfókusinn í þættinum á baráttuna hennar við að fá hjálp í heilbrigðiskerfinu þegar hún veikist alvarlega í Desember 2021 eftir síendurtekin áföll í gegn um lífið síðan hún var barn.
Kafað verður mjög djúpt í um 3 vikna tímabil í kringum jólin & fram í fyrstu-aðra viku Janúars 2022 þar sem hún leitar viðstöðulaust til spítalana & eru Alrún & Kidda með læknaskýrslur Alrúnar sem verður farið yfir samfara frásögn Alrúnar sem er vægast sagt rosaleg. Alrún lýsir hversu brotið & ónýtt kerfið er, hvernig ferli eru innan kerfisins þegar fólk leitar til þess, starfsfólk, ósamhæfi & skipulagsleysi í samskiptum á milli lækna/starfsfólks/deilda, vinnubrögð, virðingarleysi, eftirlitsleysi & hvernig kerfið, bráðamóttökurnar og starfsfólk bregst síendurtekið ásamt því að frásagnir í skýrslum samhæfa ekki sumum hlutum sem gerðust. Vill hún með þessari frásögn varpa meira & skýrara ljósi á aðstæður & hvað fólk þarf að takast á við að fá hjálp í heilbrigðiskerfinu.
ATHUGIÐ: ÖLL NÖFN SEM ERU NEFND ERU DULNÖFN OG ERU EKKI RÉTTU NÖFN STARFSFÓLKS.
Þessi þáttur er í opinni dagskrá
Fáðu þér áskrift og fáðu aðgengi að öllum þáttunum og hljóðsögunum inn á https://fullordins.is/ fyrir aðeins 1069kr á mánuði!