DiscoverÁlhatturinnMandela áhrifin eru raunveruleg, og eru ekki afleiðing sameiginlegra falsminninga
Mandela áhrifin eru raunveruleg, og eru ekki afleiðing sameiginlegra falsminninga

Mandela áhrifin eru raunveruleg, og eru ekki afleiðing sameiginlegra falsminninga

Update: 2024-09-06
Share

Description

Manstu þú eftir því þegar Nelson Mandela dó í fangelsi? Eða eftir myndinni Shazaam með Sinbad? Ef svo er þá ert þú ertu mögulega víddaflakkari eða einfaldlega eitthvað að misminna. 

Þó að mörg hver okkar munum kannski ekki eftir dauða Nelson Mandela í fangelsi eða myndinni Shazaam með Sinbad þá er til fólk sem á mjög sterkar og ljóslifandi minningar af þessum hlutum og fjölmörgum öðrum hlutum sem eiga sér hugsanlega  enga stoð í raunveruleikanum. 

Eða eru þau mögulega þau einu sem muna eftir hinum sanna raunveruleika og við hin erum eitthvað að misskilja eða í sýndarveruleika? Hér er um að ræða mjög sambærilega hluti og þeim sem finnast í hinum ruleikanum, bara örlítið frábrugðna. Eða eru mögulega til fleiri en einn veruleiki? Og er kannski hægt að flakka um þessa veruleika eða víddir, bæði óvart og jafnvel vísvitandi?

Þessi meinti misskilningur, eða fölsku minningar, sem einhver vilja meina að sé staðfesting á tilvist víddaflakks hafa verið kölluð Mandela áhrifin og eru nefnd eftir þeirri algengu falsminningu eða misskilningi að Nelson Mandela fyrrverandi forseti Suður Afríku hafi látist í fangelsi og aldrei orðið forseti.

Til eru fjölmörg dæmi um bækur, bíómyndir, teiknimyndir og jafnvel heimsþekkt vörumerki sem fólk er sannfært um að haf eitt sinn verið á einn veg en séu nú á annan veg. Næstum því eins, en samt ekki. Líkt og heimur okkar sé farinn að skarast eða renna saman við annan heim eða aðra vídd sem sé svo ótrúlega lík okkar veröld að erfitt sé að átta sig á muninum. 

En hvernig gæti þetta hafa gerst? Hvenær byrjuðu heimarnir að renna saman og fólk að upplifa þessar fölsku minningar og hvað veldur þessu? Er um einn alsherjar misskilning að ræða eða er einhver að rugla í okkur til að skapa sundrungu og óeiningu innan samfélagsins? 

Hvað græðir nokkur maður á því að rugla í minningum fólks og valda misskilningi okkar á milli? Er þetta bara gert til þess að fá fólk til að þræta um ómerkilega hluti frekar en einbeita sér að því sem raunverulegu máli skiptir?

Þetta og um það bil allt það sem þú vildir vita um Mandela áhrifin og meira til  í þessum nýjasta þætti Álhattarins, þar sem þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða um tilvist hinna skemmtilegu og áhugaverðu Mandela áhrifa og hvað geti mögulega búið að baki þeim. 

Hlekkir á ítarefni:

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

Comments 
In Channel
Jörðin er flöt

Jörðin er flöt

2024-05-3102:21:59

loading
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

Mandela áhrifin eru raunveruleg, og eru ekki afleiðing sameiginlegra falsminninga

Mandela áhrifin eru raunveruleg, og eru ekki afleiðing sameiginlegra falsminninga