DiscoverÁlhatturinnPaul McCartney lést í bílslysi árið 1966 og var skipt út fyrir loddara
Paul McCartney lést í bílslysi árið 1966 og var skipt út fyrir loddara

Paul McCartney lést í bílslysi árið 1966 og var skipt út fyrir loddara

Update: 2024-07-26
Share

Description

Flest könnumst við eflaust við Bítlana, eina vinsælustu og sigursælustu hljómsveit allra tíma, sem fór sigurför um heiminn um miðbik síðustu aldar. 

Þeir félagarnir George, John, Paul og Ringo, stofnuðu hljómsveitina í Liverpool á Englandi árið 1960 og voru nánast í Guðalíki á tímabili og þá sér í lagi hjá unga fólkinu. Plötur þeirra seldust í bílförmum og hvert sem þeir fóru voru þeir eltir á röndum af æstum aðdáendum og enn þann dag í dag njóta plötur þeirra og lög gífurlegra vinsælda. 

Færri, en þó einhverjir, kannast þó við áhugaverða samsæriskenningu um að einn Bítlanna, Paul Mccartney, hafi látiast í bílslysi árið 1966 og verið skipt út fyrir tvífara sinn og loddara. Í upphafi var bara um einhverskonar flippkattar flökkusögu að ræða, sem virðist aðallega hafa verið rædd í hipstera partýjum og reykfylltum herbergjum á háskóla heimavistum.

Það breyttist haustið 1969 þegar háskólablaðið Drake Times-Delphic í Iowa birtir grein með fyrirsögninni Paul is dead þar sem sú kenning að Paul Mccartney hafi látist í bílslysi er reifuð. Í október sama ár vekur hinn goðsagnakenndi útvarpsmaður Russ Gibb athygli á málinu í útvarpsþætti sínum, eftir að diggur hlustandi og aðdáandi þáttarins hafði hringt inn í þáttinn og vakið athygli Russ á kenningunni. Eftir það var kötturinn kominn úr tunnunni og sagan dreifðist hratt um heiminn líkt og eldur í sinu. 

Bítlaaðdáendur sem og aðrir lögðust yfir myndir, texta og annað efni frá Bítlunum og reyndu að lesa í meint falið dulmál eða myndmál, sem kenningarsmiðir vildu meina að Bítlarnir hefðu skilið eftir á framhliðum platna eða í textum laga sinna. Þá voru einnig einhverjir sem vildu meina að með því að spila ákveðin lög Bítlanna afturábak mætti finna enn frekari leynd og dulúðleg skilaboð. En er einhver fótur fyrir þessum kenningum? 

Lést Paul McCartney raunverulega í slysi á léttbifhjóli sínu árið 1966 eða er bara um reykmettaðar pælingar einhverra misvitra hippa,  með kannski aðeins of mikinn frítíma eða örlítið of óhindrað aðgengi að hinum ýmsu ofskynjunarefnum og vímuefnum að ræða?

Er eitthvað til í þessari flökkusögu og samsæriskenningu eða er fyrst og fremst um fyndnar og skemmtilegar pælingar rammskakkra háskólanema að ræða?

Þetta og svo margt, margt fleira áhugavert í þessum nýjasta þætti af Álhattinum, þar sem félagarnir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór ræða þá langlífu, stórskemmtilegu en mögulega örlítið fjarstæðukenndu samsæriskenningu að Paul McCartney úr Bítlunum hafi látist af slysförum árið 1966 og verið skipt út fyrir loddarann Faul. 

HLEKKIR Á ÍTAREFNI

UM ÁLHATTINN
Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka.

Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.

Comments 
In Channel
Jörðin er flöt

Jörðin er flöt

2024-05-3102:21:59

loading
00:00
00:00
x

0.5x

0.8x

1.0x

1.25x

1.5x

2.0x

3.0x

Sleep Timer

Off

End of Episode

5 Minutes

10 Minutes

15 Minutes

30 Minutes

45 Minutes

60 Minutes

120 Minutes

Paul McCartney lést í bílslysi árið 1966 og var skipt út fyrir loddara

Paul McCartney lést í bílslysi árið 1966 og var skipt út fyrir loddara