DiscoverÞú veist betur
Þú veist betur
Claim Ownership

Þú veist betur

Author: RÚV

Subscribed: 173Played: 5,972
Share

Description

Umsjón: Atli Már Steinarsson.
117 Episodes
Reverse
Í fyrsta þætti Þú veist betur fjöllum við um Bensín. Þórður Gunnarsson master í viðskiptafræði með áherslu á orkumál og viðamikla reynslu í bransanum talar við mig um hvaðan við fáum þetta dýrmæta efni, hvað við gerum við það og hvernig það er verðlagt. Af hverju er bensín ódýrara á sumrin en á veturna? Svarið fæst í Þú veist betur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
Bensín

Bensín

2020-04-0822:12

Í fyrsta þætti Þú veist betur fjöllum við um Bensín. Þórður Gunnarsson master í viðskiptafræði með áherslu á orkumál og viðamikla reynslu í bransanum talar við mig um hvaðan við fáum þetta dýrmæta efni, hvað við gerum við það og hvernig það er verðlagt. Af hverju er bensín ódýrara á sumrin en á veturna? Svarið fæst í Þú veist betur. Umsjón: Atli Már Steinarsson
Erfðir

Erfðir

2020-04-1533:34

Í þessum þætti af Þú veist betur ætlum við að reyna að tækla erfðir, DNA. Hvað er þetta efni sem virðist stjórna svo mörgu varðandi margt í lífi okkar og hvernig gerir það nákvæmlega það. Kári Stefánsson taugalæknis og taugameinisfræðingur sem flestir Íslendingar ættu að þekkja var gestur þáttarins og reyndi að svara þessum stærstu spurningum varðandi þetta flókna viðfangsefni. Umsjón: Atli Már Steinarsson
Lýðheilsa

Lýðheilsa

2020-04-2229:29

Í þætti dagsins tökum við fyrir hugtakið Lýðheilsa, eitthvað sem við höfum hugsanlega öll heyrt áður en mögulega ekki alveg áttað okkur á því hvað þýðir. Ég fékk Guðrúnu Magnúsdóttur lýðheilsufræðing til mín í heimsókn og við fórum yfir söguna, hvað sé átt við með lýðheilsu (er þetta bara nöldur?) og hver framtíðin er. Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Umferðaljós

Umferðaljós

2020-04-2921:34

Umfjöllunarefni þáttarins í þetta skiptið eru umferðaljós, fyrirbæri sem hefur líklegast áhrif á líf okkar allra, að minnsta kosti flestra, hvort sem við erum akandi eða ferðumst með öðrum leiðum. Grétar Þór Ævarsson kom í heimsókn en hann vinnur hjá Reykjavíkurborg á samskiptasviði og er líklegast sá aðili á landinu sem veit hvað mest um málið. Ef þið hafið einhvertíman verið stopp á rauðu ljósi og pirrast yfir því hvað það tekur langan tíma að koma grænt, sem á líklegast við um okkur flest, er þetta þáttur sem þið megið ekki láta framhjá ykkur fara. Umsjón: Atli Már Steinarsson
Flugvélar

Flugvélar

2020-05-0628:18

Í þættinum forvitnumst við um flugvélar, sögu þeirra, hver var fyrstur til að fljúga, hvernig þær virka og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi flugsamgöngur. Ef þú hefur einhvertíman setið í flugvél, hugsanlega stressaður eða stressuð, hugsandi um hvernig í ósköpunum þú samþykktir að ferðast í einhverju fyrirbæri sem þú skilur ekki gæti verið góð hugmynd að hlusta. Matthías Sveinbjörnsson verkfræðingur, flugmaður og okkar sérfræðingur um flugvélar fer yfir þetta allt saman með mér og útskýrir hvernig við tökumst á loft. Umsjón: Atli Már Steinarsson
Vegakerfið

Vegakerfið

2020-05-1328:56

Í þættinum í dag fjöllum við um fyrirbæri sem er allt í kringum okkur, við notum það, sjáum og pirrumst yfir því þegar það er verið að laga eða bæta það og við komumst ekki þangað sem við ætlum jafn hratt og við héldum. En höfum við einhvertíman pælt í því hvað þetta kerfi alltsaman, vegakerfi landsins, er stórt? Hvar byrjaði það og hvernig? Og hvernig heldur maður áfram að þróa það til framtíðar án þess að gefast einfaldlega upp? Ég fékk Hrein Haraldsson sérfræðing í vegakerfinu til að koma til mín og ræða við mig um þessa hluti og fleiri. Umsjón: Atli Már Steinarsson
Við höfum öll heyrt um fornleifafræði, sumir tengja það við Indiana jones, aðrir við silfur Egils í Mosfellsdal. En hvenær byrjuðum við að pæla í þessu, hvernig fer þetta fram, hvað er verið að gera núna og hvernig lítur framtíðin, eins skringilega og það hljómar, út fyrir fornleifafræði. Ég fékk Lísabet Guðmundsdóttur fornleifafræðing til mín til að fara yfir þetta allt með mér og í næstu tveim þáttum, ætla ég að reyna mitt besta að koma því öllu til skila. Því þegar við byrjuðum að grafa, sópa og greina þá voru alls kyns kuml sem var vert að skoða betur, það mikið að það rúmaðist ekki í einum stuttum þætti. Umsjón: Atli Már Steinarsson
Í síðasta þætti kom Lísabet Guðmundsdóttir til mín og við ræddum um fornleifafræði, fórum þá yfir helst hvaða staðir verða fyrir valinu, hvernig þetta byrjaði hér heima, þá mest í kringum íslendingasögurnar. Við snertum aðeins á hversu mikið af sögulegum verðmætum eru að tapast í veðri og vindum, áður en við náum að skoða og uppgötva hvað átti sér stað þar. Í þættinum í dag höldum við áfram, en förum aðeins út í hvernig fornleifauppgröftur fer fram, hvernig framtíðin verður og hvort það sé einhver ein pæling eða staður sem margir eru að eltast við. Við byrjum þó aftur á örsnöggri endurkynningu á Lísabetu sjálfri áður en við förum í hvernig þú byrjar að grafa upp minjar.
Skammtafræði 1.hluti

Skammtafræði 1.hluti

2020-06-0327:33

Í undanförnum þáttum hef ég oft byrjað á því að nefna umræðuefni þáttarins og talað um að þetta sé allt í kringum okkur án þess þó að við tökum mikið eftir því. Sjaldan hefur það átt jafn vel við og í þetta skiptið þegar umræðuefnið er skammtafræði. Persónulega hafði ég heyrt um fyrirbærið en gat ekki útskýrt það á neinn hátt, því fannst mér tilvalið að kafa aðeins dýpra í efnið og fá sérfræðing til mín að útskýra fyrir okkur um hvað málið snýst. Ég tek fram að efnið var það flókið að þættirnir eru tveir, og er þetta sá fyrri. Einnig skal taka fram að eftir viðtalið þurfti ég að leggja mig í smá tíma til að gefa heilanum á mér frí. Sérfræðingurinn í þetta skiptið er Sigurður Ingi Erlingsson.
Skammtafræði 2.hluti

Skammtafræði 2.hluti

2020-06-1028:46

Í síðasta þætti byrjuðum við á yfirferð okkar um hugtak sem er mörgum hugsanlega framandi, skammtafræði. Ég fékk Sigurð Inga prófessor í HR til að tala við mig og fórum við yfir söguna, um hvað málið kannski snýst að einhverju leyti, eins mikið og hægt er að gera það á 25 mín en það voru frekar áhugaverðar hliðar sem voru eftir. Ef við vitum, svona nokkurnveginn, um hvað skammtafræðin snýst, hvert er hún þá að leiða okkur? Hver er framtíðin? Svo í þetta skiptið ætlum við að fara aðeins yfir hana og reyna að skyggnast með sjónauka í næstu tugi ára. Og hér er hugsanlega ástæða til að vara fólk örlítið við, því það virðist vera einhverskonar kapphlaup að myndast, án okkar vitneskju, og úrslitin geta haft þýðingamiklar afleiðingar.
Í sérstökum 17.júní þætti Þú veist betur lítum við aðeins yfir farinn veg og heyrum klippur úr liðnum þáttum, hugsanlega eitthvað sem fólk missti af eða gæti verið góð áminning um að hlusta aftur. Það er aldrei of oft hlustað eins og einhver sagði. Skammtafræði, fornleifafræði, erfðir, umferðaljós, bensín og flugvélar koma meðal annars við sögu.
Rafmagn

Rafmagn

2020-06-2428:54

Rafmagn er allt í kringum okkur, við komum heim, kveikjum ljósin og byrjum að elda án þess að pæla mikið í því hvað sé að gerast. Við bara gerum einfaldlega ráð fyrir því að hlutirnir virki, að þegar við stingum einhverju samband þá sé málið bara dautt. En hvaðan kemur rafmagnið okkar, hvernig er það sett upp og hvað gerir það að verkum að við erum ekki sífellt að fá straum hér og þar? Ég fékk til mín Kára Hreinsson, rafmagnsverkfræðing hjá Veitum til að útskýra þetta alltsaman fyrir okkur.
Fjármál fótboltans

Fjármál fótboltans

2020-09-1629:27

Það eru margir sem fylgjast með fótbolta nú til dags enda ein stærsta íþrótt í heimi ef ekki bara sú allra stærsta. Enska knattspyrnan og Ísland virðast vera nátengd fyrirbæri og liðin þar með fjölmarga fylgjendur hér á landi. En hvernig þróaðist fótboltinn á þann stað sem hann er í dag og hvaðan koma allir peningarnir manni finnst oft verða bara meiri og meiri, launamál leikmanna komin út fyrir þann ramma sem maður skilur og liðin sjálf nánast orðin stórfyrirtæki. Ég fékk til mín Björn Berg frá Íslandsbanka, sem býr yfir gríðarlega yfirgripsmikilli þekkingu um þessi mál til að útskýra þau fyrir okkur.
Sorp

Sorp

2020-09-2329:20

Nafnið á þætti dagsins er hugsanlega ekki fallegasta umfjöllunarefni sem við höfum átt við, það er kannski ekki í daglegum hugsunarhring okkar allra að hugsa mikið um sorp, fyrirbæri sem er allt í kringum okkur og við eigum við dag hvern. Við hendum því í ruslið heima hjá okkur, svo út í tunnu og pælum ekki meira í því. En hvað svo? Hvert fer þetta allt, hvað er gert við þetta og getum við bara gert það sem við viljum við allan úrgang sem kemur út frá heimilunum sem við rekum. Ég fékk til mín Gyðu Björnsdóttur frá Sorpu til að ræða þetta allt saman við mig.
Krabbamein 1.hluti

Krabbamein 1.hluti

2020-09-3028:43

Orðið krabbamein er líklegast og því miður orð sem við öll höfum heyrt eða átt við, hvort sem það erum við sjálf eða einhver í kringum okkur. En hvað er krabbamein? Fyrir mörgum er það bara orð sem þýðir eitthvað slæmt, án þess þó að við vitum endilega hvað það er nákvæmlega. Ég fékk til mín krabbameinslækninn Örvar Gunnarsson til að útskýra málið betur fyrir mér og þá með það að markmiði að tala fræðilega um málefni sem er viðkvæmt fyrir mörgum. Það var mjög margt sem kom upp úr krafsinu og því verða þættirnir í þetta skiptið tveir, við byrjum á sögunni og almennum útskýringum um fyrirbærið og svo í næsta þætti tölum við meira um framtíðina og hvað við getum sjálf gert, sem dæmi.
Krabbamein 2.hluti

Krabbamein 2.hluti

2020-10-0728:53

Í síðasta þætti byrjuðum við að tala um krabbamein, fræðast um söguna, hvað það er sem er í raun hættulegt við krabbameinið, hvað dregur fólk til dauða og hvaða kerfi innan líkamans spila helstu rullur í baráttu okkar við þennan sjúkdóm. Í þessum þætti höldum við áfram að tala við Örvar Gunnarsson krabbameinslækni sem við kynntumst í síðasta þætti og förum aðeins yfir hvað það er sem við getum gert, ef eitthvað, til að minnka líkurnar á krabbameini, hvernig framtíðin er en við byrjum samtalið á skilningi okkar á krabbameini, af hverju sumir fá það og af hverju svarið er stundum bara, ég veit það ekki.
Svefn

Svefn

2020-10-2128:25

Umræðuefni dagsins ætti ekki að vera nokkrum einstaklingi óviðkomandi, eða fjarlægt. Þetta er eitthvað sem við gerum að minnsta kosti einu sinni á sólahring og oftar en ekki sífellt að vandræðast með. Sofum við of mikið, of lítið, illa, seint? Hvernig lögum við það sem er að og hvernig hámörkum við þennan tíma sem tekur kannski 1/3 af sólahringnum okkar. Ég fékk til mín Ásthildi Margréti Gísladóttur sálfræðing til að ræða þessa hluti.
Töfrar

Töfrar

2020-10-2829:24

Umræðuefni þáttarins eru hulið dulúð og hefur verið þannig alla tíð. Töframenn segja ekki frá, allt er leyndarmál og þú veist aldrei betur. En í dag ætlum við að reyna. Hvað eru töfrabrögð, hvaðan koma þau og hvert eru þau að fara. Ég tek fram að í þættinum eru ekki sérstök töfrabrögð útskýrð, heldur kannski hugsunin á bakvið þau. Hvað gerir töframaður, hvernig lærir maður að verða töframaður? Ég fékk til mín Lárus Blöndal, eða Lalla Töframann til að útskýra þetta aðeins fyrir okkur.
Sápa

Sápa

2020-11-0427:53

Í þetta skiptið ætlum við að kafa aðeins dýpra í fyrirbæri sem við eigum við oft á hverjum deg og jafnvel enn oftar í núverandi ástandi. En hvaðan kemur sápa, úr hverju er hún gerð og hvað er að gerast þegar við þvoum okkur. Ég fékk til mín Þórð Jónsson sápugerðamann til að útskýra þetta fyrir mér og þátturinn í þetta skiptið er með aðeins öðruvísi sniði
loading
Comments (1)

Valdemar Pálsson

tjúllað efni

Oct 3rd
Reply
Download from Google Play
Download from App Store