DiscoverOrmstungur
Ormstungur
Claim Ownership

Ormstungur

Author: Ormstungur

Subscribed: 95Played: 2,513
Share

Description

Íslendingasögurnar! Ormstungur er umræðuþáttur þar sem tveir kennarar, Hjalti Halldórsson og Oddur Ingi, ræða helstu Íslendingasögurnar á léttu nótunum.

Tilgangur hlaðvarpsins er að styðja við lestur og upplifun á Íslendingasögunum.
129 Episodes
Reverse
Klárum þessa sögu. Sá rammi stendur undir nafni. Það er enn sótt að honum úr öllum áttum. Hann á fleiri óvini en það eru mýflugur eru á Mývatni. En er allt gott sem endar vel?Viltu hjálpa okkur styðja við lestur Íslendingasagnanna? Farðu á Patreon og kláraðu málið: www.patreon.com/ormstungur 
Við erum komnir heim. Finnbogi er búinn að vera í stórsókn. Allt búið að ganga upp. Hann á samt óuppgerðar sakir heima fyrir. Nú fara óveðurskýin að hrannast upp. Vandræðin elta okkar mann uppi. Það er kalt á toppnum!Viltu hjálpa okkur að styðja við lestur Íslendingasagnanna? Farðu á Patreon og kláraðu málið: www.patreon.com/ormstungur 
Eins og í öllum góðum Íslendingasögum þá höldum við til Noregs. Finnbogi er enn með kattareðlið í sér og með klækjum fær hann að sýna sig og sanna fyrir Jarlinum í Niðarósi. Við förum líka á suðrænni slóðir í fyrsta sinn.Viltu hjálpa okkur aðstyðja við lestur Íslendingasagnanna? Farðu á Patreon og kláraðu málið: www.patreon.com/ormstungur 
Kettir eru lúmsk dýr og það eru margir sem skilja þá ekki. Söguhetjan okkar, Urðarköttur, er ekki eins og flest önnur börn. Það er ástæða fyrir því. Við skoðum barnæsku Urðarkattar og fylgjum honum úr bæjarhlaðinu. Viltu hjálpa okkur að styðja við lestur Íslendingasagnanna? Farðu á Patreon og kláraðu málið: www.patreon.com/ormstungur 
Velkomin um borð. Langt síðan síðast. Nú leggja Ormstungur á borð fyrir Finnboga sögu ramma. Er höfundur þessarar sögu að gera gys af Íslendingasögunum? Má ekki hafa gaman? Svarið er jú. Fylgið okkur í þessa þeysireið!
Lokaorð Laxdælu hefur skemmt marga og fólk á ekki afturkvæmt í samfélag manna eftir að hafa lesið þessa sögu. Ormstungur gera klára og gera upp söguna. Þeir verða aldrei samir aftur.
Sagan nær hámarki. Tungurnar fara yfir um. Af hverju verður þessi saga bara betri og betri eftir því sem hún er oftar lesin?
Kjartan snýr aftur til Íslands og fær haustlægðina beint í andlitið. Þú vilt ekki reita þennan mann til reiði. Potturinn er byrjaður að glamra all hressilega.
Guðrúnu dreymir fjóra drauma. Þetta er sagan krakkar, takið eftir! Draumarnir eru ráðnir í pottinum í Sælingsdal en Kjartan og Bolli slá í gegn í Noregi. Það sem er hins vegar hættulegt við Noreg er að festast þar og gönguskíða yfir sig. Nú fara leikar að hefjast.
Óli Pá neglir sér til Noregs og leitar upprunans. Spaðagosinn og Spaðaásinn stíga á sviðið ásamt drottningunni. Það byrjar að krauma í pottinum…
Tungurnar reka sig á gat og þurfa að hringja í Vilborgu Davíðsdóttur þegar kemur að hinni miklu Unni Djúpúðgu. Þeir velta sér í heyi með Höskuldi Dala-Kollsyni. Það er ekki annað hægt en að klæja og klóra sér til yfir meðferð hans á Melkorku Mýrkjartansdóttur.
Sem betur fer er ekki nóg að taka Laxdælu einu sinni fyrir. Ormstungur taka söguna aftur fyrir í betri gæðum en síðast og þeir eru betri menn fyrir vikið. Eða hvað?
x Þústlar

x Þústlar

2024-06-1636:09

Þorsteinn Dagur Rafnsson, betur þekktur sem Þústlar á samfélagsmiðlum, kíkti í heimsókn til okkar. Þorsteinn hefur náð miklum vinsældum á samfélagsmiðlum með efni sínu um sögu Íslands og er við mælum með að fylgjast með honum á TikTok, Instagram, Facebook og Youtube. Vinna hans er gífurlega mikilvæg í að framleiða efni á íslensku og er heldur betur farið yfir víðan völl í viðtalinu. Þústlar – gjörið svo vel!
2. Grænlendinga saga

2. Grænlendinga saga

2024-05-0158:24

Í þessari tveggja þátta röð leggja tungurnar Ameríku við fót og kanna landfundi Íslendinga í Ameríku! Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga gjörið svo vel.
1. Eiríks saga rauða

1. Eiríks saga rauða

2024-05-0150:18

Í þessari tveggja þátta röð leggja tungurnar Ameríku við fót og kanna landfundi Íslendinga í Ameríku! Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga gjörið svo vel.
Nú er komið að sögulokum. En komið fyrst með Tungunum til Grænlands. Það hefur ekki klikkað hingað til. Hjalti hefur komið þangað. Þormóður þarf að hefna en það er sýnd veiði en ekki gefin á þessum slóðum.
Þorgeir hefur aldrei opnað kexpakka án þess að klára hann, sest upp í bíl án þess að botna hann og aldrei farið út að hlaupa án þess að klára maraþon. Gjörsamlega hömlulaus. Einhvern tímann segir faðir tími stopp.
Við fáum smá pásu frá drápum og fókusinn fer á Þormóð sem glímir við þunglyndi og einmanaleika. Hann tekst á við það með því að taka upp á því að fífla konur. Það veit ekki á gott.
Var komið nóg af drápum? Ó nei! Þorgeir er holdgervingur vígamennskunnar. Hann gerir hins vegar mistök sem mögulega kunna að bíta hann í rassinn seinna meir. Hjalti veltir svo fyrir sér hvenær ostur er forn eður ei.
Við erum stödd á dögum Ólafs helga Noregskonungs. Aftur fara tungurnar vestur. Það hefur sjaldan gefið góða raun. Fóstbræðurnir Þorgeir og Þormóður eru kynntir til leiks. Þorgeir byrjar að drepa og drepa og drepa. Ekki bara menn heldur hvali líka.
loading
Comments